Þýskaland Látnum vegna flóðanna fjölgar enn Minnst 170 hafa farist í flóðunum í Þýskalandi og Belgíu. Hundruða er enn saknað eða ekki hægt að koma í öruggt skjól enda hafa flóðin rústað vegum og brúm á svæðunum sem eru verst farin. Erlent 18.7.2021 08:57 Þrennt lést í flugslysi í Þýskalandi Lítil flugvél brotlenti í Baden-Württemberg í Þýskalandi í dag. Í vélinni voru þrjár manneskjur sem létust allar. Erlent 17.7.2021 22:36 Gengu af velli eftir kynþáttaníð Ólympíulið Þýskaland í knattspyrnu gekk af velli fimm mínútum fyrir leikslok er liðið spilaði vináttuleik við Hondúras vegna kynþáttafordóma. Fótbolti 17.7.2021 13:15 Björgunarsveitir í kapphlaupi við tímann: Hundruð enn saknað og keppst við að finna eftirlifendur Hundruð er enn saknað sem horfið hafa í flóðunum sem hafa riðið yfir vesturhluta Evrópu undanfarna daga. Meira en 150 hafa farist en björgunarsveitir vonast til þess að finna einhverja á lífi í rústunum sem vatnsflaumurinn hefur skilið eftir sig í Þýskalandi og Belgíu. Erlent 17.7.2021 08:18 Drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Þýskalandi Myndband sem tekið er á dróna í bænum Erfstadt-Blessem í vesturhluta Þýskalands sýnir glögglega hversu mikil eyðilegging hefur orðið að völdum mikilla flóða eftir úrhellisrigningu á svæðinu. Erlent 16.7.2021 13:38 Kjallarinn hjá Sjöfn fullur af vatni og ástandið á svæðinu hræðilegt Fleiri en hundrað eru látin í miklum flóðum í Belgíu, Hollandi, Lúxemborg og vesturhluta Þýskalands. Sjöfn Mueller Thor býr vestast í Þýskalandi og hefur staðið í ströngu við að dæla vatni úr kjallaranum hjá sér. Erlent 16.7.2021 12:00 Áttatíu látnir í flóðunum í Þýskalandi Tala látinna í Þýskalandi af völdum flóðanna þar í landi er nú komin í áttatíu manns og er ljóst að um mestu flóð í áratugi er að ræða. Erlent 16.7.2021 06:47 Tugir hafa látist í flóðum í Þýskalandi og Belgíu Minnst 58 hafa látist af völdum flóða í norðurhluta Þýskalands. Tala látinna í Belgíu er komin í sex. Fjölmargra er saknað í Vestur-Evrópu. Erlent 15.7.2021 21:34 21 látinn og tuga saknað eftir gríðarlegar rigningar í Þýskalandi Minnst nítján eru látnir eftir gríðarlegar rigningar í þýska sambandsríkinu Rínarlandi-Pfalz síðustu daga. Í nótt flæddi á í bænum Schuld yfir bakka sína með þeim afleiðingum að sex hús hrundu. Tveir hafa látið lífið í Belgíu. Erlent 15.7.2021 07:29 Meðlimir barnaníðshrings dæmdir í Þýskalandi Sex meðlimir barnaníðshrings voru sakfelldir fyrir að hafa ítrekað brotið kynferðislega á börnum. Dómari í málinu sagði við dómsuppskurð að málið sé hræðilegt og mjög óhugnanlegt. Erlent 6.7.2021 13:31 Höfðu uppi á týndri rauðri pöndu í dýragarði Starfsmenn dýragarðsins í Duisburg í Þýskalandi hafa haft uppi á Jang, rauðri pöndu, sem hafði sloppið úr gerði sínu og haldið á vit ævindýranna í dýragarðinum. Jang fannst uppi í nálægri trjákrónu á lóð dýragarðsins eftir að leit hafði staðið yfir í um 36 klukkustundir. Erlent 5.7.2021 14:06 Loftrýmisgæsla hefst í næstu viku Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Innlent 2.7.2021 13:33 Reisti minnisvarða og reif hann svo niður næstu sjö árin Þýskir fjölmiðlar vonast eftir endurreisn þýska landsliðsins og að hún hefjist í september þegar liðið mætir meðal annars Íslandi á Laugardalsvelli, í undankeppni heimsmeistaramótsins í Katar. Fótbolti 30.6.2021 10:01 Telja árásarmanninn hafa hneigst að íslamskri öfgahyggju Saksóknarar í Þýskalandi telja að karlmaður sem myrti þrjár konur og særði sjö alvarlega í borginni Würzburg á föstudag hafi líklega verið knúinn áfram af íslamskri öfgahyggju. Maðurinn hefur átt við geðræn vandamál að stríða. Erlent 29.6.2021 10:09 Þrjár konur létust í árásinni í Würzburg Þrjú fórnarlömb árásarmanns sem gekk berserksgang með eggvopni í borginni Würzburg í Bæjaralandi í gær voru öll konur, að sögn lögregluyfirvalda. Hann særði auk þess fimm aðrar konur og eitt barn. Erlent 26.6.2021 20:14 Nokkrir látnir í hnífaárás í Þýskalandi Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir og sex særðir eftir að karlmaður á þrítugsaldri gekk þar berserksgang með stóru eggvopni í borginni Würzburg í sunnanverðu Þýskalandi í dag. Árásarmaðurinn var handtekinn. Erlent 25.6.2021 20:28 Hljóp inn á völlinn með regnbogafána í þjóðsöng Ungverjalands Þótt UEFA hafi hafnað beiðni borgarstjóra München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM voru regnbogalitirnir áberandi hjá áhorfendum í gær. Fótbolti 24.6.2021 08:01 Þýskaland í regnbogalitum eftir ákvörðun UEFA: Sendum skýr skilaboð til Ungverja Borgaryfirvöld í München og knattspyrnufélög í Þýskalandi ætla að hafa regnbogalitina, einkennismerki réttindabaráttu hinsegin fólks, áberandi í kvöld eftir umdeilda ákvörðun UEFA. Fótbolti 23.6.2021 09:31 UEFA meinar München að regnbogalýsa Allianz leikvanginn Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafnað beiðni borgarstjórans í München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM á morgun. Fótbolti 22.6.2021 11:31 Háskólamaður sakaður um að selja rússneskum njósnara gögn Þýskir saksóknarar segja að aðstoðarmaður við rannsóknir í háskóla þar í landi hafi verið handtekinn, grunaður um njósnir fyrir rússnesku leyniþjónustuna fyrir helgi. Erlent 21.6.2021 10:29 Sex ára fangelsi fyrir manndráp með samúræjasverði Þýskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að drepa kærustu sína með samúræjasverði. Erlent 19.6.2021 14:26 Bóluefnið sem brást Í upphafi kórónuveirufaraldursins kepptust tvær þýskar rannsóknarstofur um að koma bóluefni á markað sem fyrst: BioNTech annars vegar og CureVac hins vegar. Rúmu einu og hálfu ári eftir að kapphlaupið hófst eru eigendur BioNTech á toppi tilverunnar; þeir bera ábyrgð á bóluefni Pfizer; en CureVac? Það er fyrirtæki á barmi gjaldþrots. Erlent 18.6.2021 23:44 G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. Erlent 12.6.2021 13:03 Vildi gefa heimilislausum og bótaþegum lager af ónýtum grímum Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, er í vandræðum eftir að hann pantaði í upphafi kórónuveirufaraldursins milljónir sóttvarnagríma frá asískum framleiðendum, sem reyndust ónothæfar þegar til kastanna kom. Erlent 9.6.2021 22:01 Fyrrverandi forstjóri Volkswagen ákærður fyrir að bera ljúgvitni Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóri þýska bílarisans Volkswagen, hefur verið ákærður fyrir að bera ljúgvitni þegar hann mætti fyrir nefnd þýska þingsins í tengslum við útblásturshneyksli fyrirtækisins sem komst í hámæli árið 2015. Viðskipti erlent 9.6.2021 11:41 Bólusetja börn í áhættuhópum Bólusetningaráð þýskra yfirvalda hefur mælt með bólusetningu barna á aldrinum 12-17 ára sem eru í sérstökum áhættuhópi vegna Covid-19. Erlent 8.6.2021 09:35 Kalla bjórinn heim frá Afganistan Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að ráða verktaka í að flytja tæplega 23 þúsund lítra af bjór frá Afganistan aftur til Þýskalands, nú þegar Atlantshafsbandalagið (NATO) undirbýr að draga hermenn sína út úr Afganistan. Erlent 7.6.2021 23:18 Kristilegir demókratar höfðu sigur í Sachsen-Anhalt Kristilegir demókratar í Þýskalandi fengu flest sæti í kosningum til ríkisþings í sambandsríkinu Sachsen-Anhalt í gær. Niðurstöðurnar fyrir flokkinn voru mun betri en kannanir bentu til. Erlent 7.6.2021 12:00 Frelsaði fórnarlömb Auschwitz 21 árs og varð síðar heimsþekktur skylmingakappi „Þau stóðu þarna, öll í fangaklæðum... augu, bara augu; þetta var hræðilegt, alveg hræðilegt.“ Þannig lýsti David Dushman aðkomunni þegar hann og félagar hans óku niður gaddavírsgirðingarnar í Auschwitz 27. janúar 1945. Erlent 7.6.2021 08:30 Þýskaland Evrópumeistari Þýskaland varð í kvöld Evrópumeistari U-21 árs landsliða í knattspyrnu. Liði lagði Portúgal 1-0 í úrslitum. Fótbolti 6.6.2021 21:31 « ‹ 13 14 15 16 17 18 19 20 21 … 37 ›
Látnum vegna flóðanna fjölgar enn Minnst 170 hafa farist í flóðunum í Þýskalandi og Belgíu. Hundruða er enn saknað eða ekki hægt að koma í öruggt skjól enda hafa flóðin rústað vegum og brúm á svæðunum sem eru verst farin. Erlent 18.7.2021 08:57
Þrennt lést í flugslysi í Þýskalandi Lítil flugvél brotlenti í Baden-Württemberg í Þýskalandi í dag. Í vélinni voru þrjár manneskjur sem létust allar. Erlent 17.7.2021 22:36
Gengu af velli eftir kynþáttaníð Ólympíulið Þýskaland í knattspyrnu gekk af velli fimm mínútum fyrir leikslok er liðið spilaði vináttuleik við Hondúras vegna kynþáttafordóma. Fótbolti 17.7.2021 13:15
Björgunarsveitir í kapphlaupi við tímann: Hundruð enn saknað og keppst við að finna eftirlifendur Hundruð er enn saknað sem horfið hafa í flóðunum sem hafa riðið yfir vesturhluta Evrópu undanfarna daga. Meira en 150 hafa farist en björgunarsveitir vonast til þess að finna einhverja á lífi í rústunum sem vatnsflaumurinn hefur skilið eftir sig í Þýskalandi og Belgíu. Erlent 17.7.2021 08:18
Drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Þýskalandi Myndband sem tekið er á dróna í bænum Erfstadt-Blessem í vesturhluta Þýskalands sýnir glögglega hversu mikil eyðilegging hefur orðið að völdum mikilla flóða eftir úrhellisrigningu á svæðinu. Erlent 16.7.2021 13:38
Kjallarinn hjá Sjöfn fullur af vatni og ástandið á svæðinu hræðilegt Fleiri en hundrað eru látin í miklum flóðum í Belgíu, Hollandi, Lúxemborg og vesturhluta Þýskalands. Sjöfn Mueller Thor býr vestast í Þýskalandi og hefur staðið í ströngu við að dæla vatni úr kjallaranum hjá sér. Erlent 16.7.2021 12:00
Áttatíu látnir í flóðunum í Þýskalandi Tala látinna í Þýskalandi af völdum flóðanna þar í landi er nú komin í áttatíu manns og er ljóst að um mestu flóð í áratugi er að ræða. Erlent 16.7.2021 06:47
Tugir hafa látist í flóðum í Þýskalandi og Belgíu Minnst 58 hafa látist af völdum flóða í norðurhluta Þýskalands. Tala látinna í Belgíu er komin í sex. Fjölmargra er saknað í Vestur-Evrópu. Erlent 15.7.2021 21:34
21 látinn og tuga saknað eftir gríðarlegar rigningar í Þýskalandi Minnst nítján eru látnir eftir gríðarlegar rigningar í þýska sambandsríkinu Rínarlandi-Pfalz síðustu daga. Í nótt flæddi á í bænum Schuld yfir bakka sína með þeim afleiðingum að sex hús hrundu. Tveir hafa látið lífið í Belgíu. Erlent 15.7.2021 07:29
Meðlimir barnaníðshrings dæmdir í Þýskalandi Sex meðlimir barnaníðshrings voru sakfelldir fyrir að hafa ítrekað brotið kynferðislega á börnum. Dómari í málinu sagði við dómsuppskurð að málið sé hræðilegt og mjög óhugnanlegt. Erlent 6.7.2021 13:31
Höfðu uppi á týndri rauðri pöndu í dýragarði Starfsmenn dýragarðsins í Duisburg í Þýskalandi hafa haft uppi á Jang, rauðri pöndu, sem hafði sloppið úr gerði sínu og haldið á vit ævindýranna í dýragarðinum. Jang fannst uppi í nálægri trjákrónu á lóð dýragarðsins eftir að leit hafði staðið yfir í um 36 klukkustundir. Erlent 5.7.2021 14:06
Loftrýmisgæsla hefst í næstu viku Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Innlent 2.7.2021 13:33
Reisti minnisvarða og reif hann svo niður næstu sjö árin Þýskir fjölmiðlar vonast eftir endurreisn þýska landsliðsins og að hún hefjist í september þegar liðið mætir meðal annars Íslandi á Laugardalsvelli, í undankeppni heimsmeistaramótsins í Katar. Fótbolti 30.6.2021 10:01
Telja árásarmanninn hafa hneigst að íslamskri öfgahyggju Saksóknarar í Þýskalandi telja að karlmaður sem myrti þrjár konur og særði sjö alvarlega í borginni Würzburg á föstudag hafi líklega verið knúinn áfram af íslamskri öfgahyggju. Maðurinn hefur átt við geðræn vandamál að stríða. Erlent 29.6.2021 10:09
Þrjár konur létust í árásinni í Würzburg Þrjú fórnarlömb árásarmanns sem gekk berserksgang með eggvopni í borginni Würzburg í Bæjaralandi í gær voru öll konur, að sögn lögregluyfirvalda. Hann særði auk þess fimm aðrar konur og eitt barn. Erlent 26.6.2021 20:14
Nokkrir látnir í hnífaárás í Þýskalandi Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir og sex særðir eftir að karlmaður á þrítugsaldri gekk þar berserksgang með stóru eggvopni í borginni Würzburg í sunnanverðu Þýskalandi í dag. Árásarmaðurinn var handtekinn. Erlent 25.6.2021 20:28
Hljóp inn á völlinn með regnbogafána í þjóðsöng Ungverjalands Þótt UEFA hafi hafnað beiðni borgarstjóra München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM voru regnbogalitirnir áberandi hjá áhorfendum í gær. Fótbolti 24.6.2021 08:01
Þýskaland í regnbogalitum eftir ákvörðun UEFA: Sendum skýr skilaboð til Ungverja Borgaryfirvöld í München og knattspyrnufélög í Þýskalandi ætla að hafa regnbogalitina, einkennismerki réttindabaráttu hinsegin fólks, áberandi í kvöld eftir umdeilda ákvörðun UEFA. Fótbolti 23.6.2021 09:31
UEFA meinar München að regnbogalýsa Allianz leikvanginn Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafnað beiðni borgarstjórans í München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM á morgun. Fótbolti 22.6.2021 11:31
Háskólamaður sakaður um að selja rússneskum njósnara gögn Þýskir saksóknarar segja að aðstoðarmaður við rannsóknir í háskóla þar í landi hafi verið handtekinn, grunaður um njósnir fyrir rússnesku leyniþjónustuna fyrir helgi. Erlent 21.6.2021 10:29
Sex ára fangelsi fyrir manndráp með samúræjasverði Þýskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að drepa kærustu sína með samúræjasverði. Erlent 19.6.2021 14:26
Bóluefnið sem brást Í upphafi kórónuveirufaraldursins kepptust tvær þýskar rannsóknarstofur um að koma bóluefni á markað sem fyrst: BioNTech annars vegar og CureVac hins vegar. Rúmu einu og hálfu ári eftir að kapphlaupið hófst eru eigendur BioNTech á toppi tilverunnar; þeir bera ábyrgð á bóluefni Pfizer; en CureVac? Það er fyrirtæki á barmi gjaldþrots. Erlent 18.6.2021 23:44
G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. Erlent 12.6.2021 13:03
Vildi gefa heimilislausum og bótaþegum lager af ónýtum grímum Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, er í vandræðum eftir að hann pantaði í upphafi kórónuveirufaraldursins milljónir sóttvarnagríma frá asískum framleiðendum, sem reyndust ónothæfar þegar til kastanna kom. Erlent 9.6.2021 22:01
Fyrrverandi forstjóri Volkswagen ákærður fyrir að bera ljúgvitni Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóri þýska bílarisans Volkswagen, hefur verið ákærður fyrir að bera ljúgvitni þegar hann mætti fyrir nefnd þýska þingsins í tengslum við útblásturshneyksli fyrirtækisins sem komst í hámæli árið 2015. Viðskipti erlent 9.6.2021 11:41
Bólusetja börn í áhættuhópum Bólusetningaráð þýskra yfirvalda hefur mælt með bólusetningu barna á aldrinum 12-17 ára sem eru í sérstökum áhættuhópi vegna Covid-19. Erlent 8.6.2021 09:35
Kalla bjórinn heim frá Afganistan Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að ráða verktaka í að flytja tæplega 23 þúsund lítra af bjór frá Afganistan aftur til Þýskalands, nú þegar Atlantshafsbandalagið (NATO) undirbýr að draga hermenn sína út úr Afganistan. Erlent 7.6.2021 23:18
Kristilegir demókratar höfðu sigur í Sachsen-Anhalt Kristilegir demókratar í Þýskalandi fengu flest sæti í kosningum til ríkisþings í sambandsríkinu Sachsen-Anhalt í gær. Niðurstöðurnar fyrir flokkinn voru mun betri en kannanir bentu til. Erlent 7.6.2021 12:00
Frelsaði fórnarlömb Auschwitz 21 árs og varð síðar heimsþekktur skylmingakappi „Þau stóðu þarna, öll í fangaklæðum... augu, bara augu; þetta var hræðilegt, alveg hræðilegt.“ Þannig lýsti David Dushman aðkomunni þegar hann og félagar hans óku niður gaddavírsgirðingarnar í Auschwitz 27. janúar 1945. Erlent 7.6.2021 08:30
Þýskaland Evrópumeistari Þýskaland varð í kvöld Evrópumeistari U-21 árs landsliða í knattspyrnu. Liði lagði Portúgal 1-0 í úrslitum. Fótbolti 6.6.2021 21:31