Lufthansa aflýsir nær öllum flugferðum frá Frankfurt og München Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2022 11:38 Talið er að rúmlega 130 þúsund farþegar muni finna fyrir aflýsingum meira en þúsund flugferða frá Frankfurt og München í dag og á morgun. AP/Michael Probst Lufthansa mun þurfa að aflýsa næstum öllum flugferðum sínum frá Frankfurt og München á miðvikudag vegna verkfalls þýskra flugvallarstarfsmanna. Flugfélagið ætlar að aflýsa 1.023 flugferðum sem þýðir að rúmlega hundrað þúsund ferðalangar munu verða fyrir áhrifum. Flugfélagið segist þurfa að aflýsa 678 flugferðum frá Frankfurt og 345 flugferðum frá München. Meirihluti aflýsinganna verður á miðvikudag en tæplega fimmtíu flugferðum verður aflýst í dag. Jafnframt segir flugfélagið að 92 þúsund farþegar verði fyrir áhrifum aflýsinganna frá Frankfurt og 42 þúsund frá München. Þá kemur fram í tilkynningu flugfélagsins að haft verði samband við þá farþega sem verði fyrir áhrifum aflýsinganna og að flugfélagið muni reyna að endurbóka viðkomandi farþega á nýjar flugferðir þar sem það er hægt. Um leið varar flugfélagið við „mjög takmörkuðu“ plássi. Flugfélagið greinir frá því að verkfallið gæti einnig leitt til „einstakra aflýsinganna eða frestana flugferða“ á fimmtudag og föstudag. Verkföllin bæti gráu á svart ástand flugvalla Verkalýðsfélagið Verdi, sem er næststærsta verkalýðsfélag Þýskalands, tilkynnti á mánudag að það hygðist beita eins dags verkfalli til að setja þrýsting á Lufthansa í samningaviðræðum við um tuttugu þúsund starfsmenn flugfélagsins sem vinna á jörðu niðri. Verkalýðsfélagið hefur kallað eftir 9,5 prósent launahækkun og segir síðasta samningsboð Lufthansa langt frá því að vera ásættanlegt. Lufthansa sér fram á að þurfa að aflýsa meira en þúsund flugferðum frá Frankfurt og München í dag og á morgun.AP/Matthias Schrader Verkfallið mun vara frá morgni miðvikudags til morguns fimmtudags og bætir gráu ofan á svart ástand þýskra flugvalla sem hafa þolað langar biðraðir og frestanir vegna starfsmannaskorts og ferðalagaþyrstra ferðalanga eftir Covid-faraldur. Ástandið hefur verið slæmt um alla Evrópu þar sem flugvellir hafa átt í erfiðleikum með að endurráða starfsfólk sem var sagt upp í Covid-faraldrinum. Til að bregðast við ástandinu hafa flugvellir á borð við Heathrow og Schipol gripið til þess ráðs að setja hámark á fjölda daglegra flugfarþega. Þess má geta að í dag er áætlað flug með Lufthansa frá Frankfurt til Íslands sem á að lenda klukkan 13:50 á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar er sú flugferð enn á áætlun. Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Ófremdarástandið gæti varað fram á haust Ófremdarástandið sem ríkir á flugvöllum víða í Evrópu gæti varað fram á haust að sögn forstjóra þýska flugfélagsins Lufthansa því erfitt hefur reynst að manna stöður eftir faraldurinn. Ritstjóri Túrista segir að það sé ekki skynsamlegt að bóka tengiflug í sumar því viðbúið sé að miklar breytingar verði á flugáætlunum. 6. júlí 2022 15:22 Heathrow-flugvöllur setur takmörk á fjölda farþega Heathrow-flugvöllur hefur sett hámark á þann fjölda farþega sem flýgur frá vellinum næstu þrjá mánuði. Af því tilefni hafa stjórnendur flugvallarins sagt flugfélögum að hætta að selja sumarmiða. Fari fjöldi daglegra farþega fram úr 100 þúsund gæti þurft að aflýsa einhverjum flugum. 12. júlí 2022 17:03 Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Flugfélagið segist þurfa að aflýsa 678 flugferðum frá Frankfurt og 345 flugferðum frá München. Meirihluti aflýsinganna verður á miðvikudag en tæplega fimmtíu flugferðum verður aflýst í dag. Jafnframt segir flugfélagið að 92 þúsund farþegar verði fyrir áhrifum aflýsinganna frá Frankfurt og 42 þúsund frá München. Þá kemur fram í tilkynningu flugfélagsins að haft verði samband við þá farþega sem verði fyrir áhrifum aflýsinganna og að flugfélagið muni reyna að endurbóka viðkomandi farþega á nýjar flugferðir þar sem það er hægt. Um leið varar flugfélagið við „mjög takmörkuðu“ plássi. Flugfélagið greinir frá því að verkfallið gæti einnig leitt til „einstakra aflýsinganna eða frestana flugferða“ á fimmtudag og föstudag. Verkföllin bæti gráu á svart ástand flugvalla Verkalýðsfélagið Verdi, sem er næststærsta verkalýðsfélag Þýskalands, tilkynnti á mánudag að það hygðist beita eins dags verkfalli til að setja þrýsting á Lufthansa í samningaviðræðum við um tuttugu þúsund starfsmenn flugfélagsins sem vinna á jörðu niðri. Verkalýðsfélagið hefur kallað eftir 9,5 prósent launahækkun og segir síðasta samningsboð Lufthansa langt frá því að vera ásættanlegt. Lufthansa sér fram á að þurfa að aflýsa meira en þúsund flugferðum frá Frankfurt og München í dag og á morgun.AP/Matthias Schrader Verkfallið mun vara frá morgni miðvikudags til morguns fimmtudags og bætir gráu ofan á svart ástand þýskra flugvalla sem hafa þolað langar biðraðir og frestanir vegna starfsmannaskorts og ferðalagaþyrstra ferðalanga eftir Covid-faraldur. Ástandið hefur verið slæmt um alla Evrópu þar sem flugvellir hafa átt í erfiðleikum með að endurráða starfsfólk sem var sagt upp í Covid-faraldrinum. Til að bregðast við ástandinu hafa flugvellir á borð við Heathrow og Schipol gripið til þess ráðs að setja hámark á fjölda daglegra flugfarþega. Þess má geta að í dag er áætlað flug með Lufthansa frá Frankfurt til Íslands sem á að lenda klukkan 13:50 á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar er sú flugferð enn á áætlun.
Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Ófremdarástandið gæti varað fram á haust Ófremdarástandið sem ríkir á flugvöllum víða í Evrópu gæti varað fram á haust að sögn forstjóra þýska flugfélagsins Lufthansa því erfitt hefur reynst að manna stöður eftir faraldurinn. Ritstjóri Túrista segir að það sé ekki skynsamlegt að bóka tengiflug í sumar því viðbúið sé að miklar breytingar verði á flugáætlunum. 6. júlí 2022 15:22 Heathrow-flugvöllur setur takmörk á fjölda farþega Heathrow-flugvöllur hefur sett hámark á þann fjölda farþega sem flýgur frá vellinum næstu þrjá mánuði. Af því tilefni hafa stjórnendur flugvallarins sagt flugfélögum að hætta að selja sumarmiða. Fari fjöldi daglegra farþega fram úr 100 þúsund gæti þurft að aflýsa einhverjum flugum. 12. júlí 2022 17:03 Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Ófremdarástandið gæti varað fram á haust Ófremdarástandið sem ríkir á flugvöllum víða í Evrópu gæti varað fram á haust að sögn forstjóra þýska flugfélagsins Lufthansa því erfitt hefur reynst að manna stöður eftir faraldurinn. Ritstjóri Túrista segir að það sé ekki skynsamlegt að bóka tengiflug í sumar því viðbúið sé að miklar breytingar verði á flugáætlunum. 6. júlí 2022 15:22
Heathrow-flugvöllur setur takmörk á fjölda farþega Heathrow-flugvöllur hefur sett hámark á þann fjölda farþega sem flýgur frá vellinum næstu þrjá mánuði. Af því tilefni hafa stjórnendur flugvallarins sagt flugfélögum að hætta að selja sumarmiða. Fari fjöldi daglegra farþega fram úr 100 þúsund gæti þurft að aflýsa einhverjum flugum. 12. júlí 2022 17:03
Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34