Rafmyntir

Fréttamynd

Hve­nær nær Bitcoin $1,000,000?

Ég vil taka það fram strax í upphafi að ég skrifa þessa grein sem áhugamaður en ekki fjármálasérfræðingur. Þetta er ekki fjármálaráðgjöf. Áður en við vindum okkur í svarið við spurningunni þá þurfum við fyrst að átta okkur á því hvað veldislögmál (“power law”) er.

Skoðun
Fréttamynd

Frá raf­mynt til gervi­greindar

Breyttar forsendur fyrir rafmyntavinnslu og framþróun í gervigreind hafa leitt til mikilla breytinga á gagnaversstarfsemi. Íslenskum gagnaverum hefur gengið vel að draga úr eða hætta rafmyntavinnslu og breyta starfseminni með samningum við stór alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir á sviði loftslagsrannsókna, fjármálaútreikninga, bílahönnunar og erfða- og líftækni.

Skoðun
Fréttamynd

Er hlut­verk Bitcoin að breytast?

Nýverið hefur Bitcoin fjarlægst það að vera rafrænn gjaldmiðill til hversdagslegar verslunar yfir í að vera verðmætaforði – fjárfesting og vörn gegn verðbólgu, ekki ósvipað gulli.

Umræðan
Fréttamynd

Raf­mynt­a­sjóð­ur hækk­að­i um 71 prós­ent á þrem­ur mán­uð­um og á „mik­ið inni”

Rafmyntasjóður Visku hækkaði um 70,5 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins, nokkuð meira en sem nemur hækkun rafmyntanna Bitcoin og Ethereum. Sjóðstjórar félagsins telja að markaðurinn „eigi mikið inni” og benda á það styttist í að þvingaðar sölur þrotabúa á rafmyntum ljúki og „erfitt að sjá hvaða markaðsaðilar taki við sölukeflinu.“

Innherji
Fréttamynd

Heimurinn þarf Bitcoin

Það er ekkert gróðurhús, fyrirtæki eða heimili sem getur sætt sig við það að fá tölvupóst með tilkynningu um það að nú verði rafmagnslaust í viku frá og með miðnætti í kvöld. Það er nánast enginn stórnotandi sem gæti sætt sig við slíkt ástand, annar en þeir sem stunda Bitcoin vinnslu.

Umræðan
Fréttamynd

Segir Bitcoin al­þjóð­legt vanda­mál

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikla raforkunotkun orkuvera sem grafa eftir rafmyntum hér á landi ekki samrýmast umhverfisstefnu landsins. Katrín var til viðtals hjá Financial Times um matvælaframleiðslu og fæðuöryggi, og loftslags- og umhverfismál í tengslum við málefnið. Hafði hún þá orð á því að raforka landsins væri verðmæt og ætti að vera notuð í uppbyggilegri verkefni en rafmyntagröft.

Innlent
Fréttamynd

Bitc­­o­­in­­sjóð­­ir stærr­­i en líf­­eyr­­is­­kerf­­ið en próf­­ess­­or seg­­ir hnign­­un­­arf­­as­­a að hefj­­ast

Umfang bitcoin kauphallarsjóða, sem hafa einungis verið starfræktir í tvo mánuði, er orðið meira en allt íslenska lífeyriskerfið, segir fjárfestir í rafmyntum sem furðar sig á áhugaleysi fyrirtækja í fjármálageiranum hér á landi. Hagfræðiprófessor telur að fái bitcoin ekki „almennilega notkun“ í framtíðinni verði það verðlaust og líkir slíkum fjárfestingum við kaup á frímerkjum.

Innherji
Fréttamynd

Viska hækkaði um 63 prósent á ári sem var rússí­bana­reið á raf­mynta­mörkuðum

Rafmyntasjóðurinn Viska skilaði sjóðsfélögum sínum um 63 prósenta ávöxtun árinu 2023, sem var árið þegar rafmyntir urðu viðurkenndar sem „alvöru“ eignaflokkur, og má telja ósennilegt að nokkur annar íslenskur fjárfestingasjóður státi af viðlíka árangri, að sögn stjórnenda Visku en sjóðurinn hefur margfaldast að stærð frá stofnun sumarið 2022. Eftir samþykki bandaríska verðbréfaeftirlitsins í gær á Bitcoin kauphallarsjóðum er búist að lágmarki við tugmilljarða dala innflæði í slíka sjóði á allra næstu árum

Innherji
Fréttamynd

ONE um allan heim

Rafmyntina ONE er nú að finna í 194 löndum og telur milljónir notenda og tólf milljónir reikninga. Hagkerfi hefur því myndast. Myntin byggir á því í kjölinn að fara eftir öllum reglum, reglugerðum og lögum í hverju því landi sem myntin er í.

Skoðun
Fréttamynd

Rafmyntasjóðurinn Viska hækkaði um 29 prósent í októ­ber

Gengi Visku rafmyntasjóðs hækkaði verulega í október samhliða miklum hækkunum á Bitcoin, en mörgum öðrum rafmyntum vegnaði ekki eins vel. Um var að ræða besta mánuð sjóðsins frá stofnun hans, þar síðasta sumar. Sjóðurinn hefur tvöfaldast að stærð á innan við ári. 

Innherji
Fréttamynd

Eru peningar okkar að viðhalda stríðum?

Öll stríð ganga á og hrifsa burt eignir fólks. Í þeim heimi sem við lifum við í dag er ofbeldi og líkamleg valdbeiting þeir þættir sem hvað mest vega þegar yfirráðum skal náð yfir tilteknum landsvæðum á kostnað þeirra sem búa á þeim. Stríðum er svo viðhaldið með því að hrifsa burt tiltekinn eignarflokk af fólki utan stríðsátaka, nánar tiltekið pening þess til að fjármagna og viðhalda þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Raf­mynt­a­sjóð­ur­inn Visk­a með 23 prós­ent­a á­vöxt­un á fyrst­a starfs­ár­i

Ávöxtun rafmyntasjóðsins Visku nam 23 prósent á fyrsta starfsári sínu sem lauk í júní. „Það hefur sýnt sig að varfærin nálgun okkar og stífar kröfur gagnvart mótaðilum eru að skila árangri,“ segja stjórnendur sjóðsins. Fjölmargir rafmyntasjóðir hafi lent illa í því síðastliðið ár og hætt starfsemi í ljósi erfiðra markaðsaðstæðna. „Að okkar mati er það versta yfirstaðið og útlitið fyrir næstu ár er afar spennandi.“

Innherji
Fréttamynd

Hve mikil orka fer í bitcoin, Hörður?

Í viðtali á Vísi sem birtist í gær fer Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, undan í flæmingi þegar hann er spurður út í bitcoingröft þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun.

Skoðun
Fréttamynd

Yfir­lýsingar Lands­virkjunar um raf­mynta­gröft séu loðnar

Snæbjörn Guðmundsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða, segir yfirlýsingar Landsvirkjunar um raforkusölu til rafmyntagraftar loðnar og hefur áhyggjur af auknum umsvifum. Óttast hann að raforka Hvammsvirkjunar verði nýtt til að grafa eftir rafmyntum.

Innlent
Fréttamynd

Bitcoinvirkjunin

Enginn veit hve mikil raforka fer í bitcoinvinnslu hérlendis. Og þó, einhverjir vita það, en almenningur á Íslandi er ekki þeirra á meðal. Um umfang bitcoinvinnslu á Íslandi er helst ekki rætt opinberlega þótt örfáir metnaðargjarnir fjölmiðlamenn hafi stundum reynt að grafast fyrir um það og þingmenn m.a.s. spurt umhverfisráðherra á Alþingi.

Skoðun