Andlát

Fréttamynd

Milljarða­mæringur stunginn til bana í San Francisco

Bob Lee, stofnandi tækniforritsins Cash App, fannst stunginn til bana í Rincon Hill-hverfinu í San Francisco í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Á öryggismyndavélum má sjá hvernig ökumenn hunsuðu særðan Lee er hann óskaði eftir hjálp.

Erlent
Fréttamynd

Hönnuður borð­spilsins Catan látinn

Klaus Teuber, hönnuður borðspilsins Catan, lést á laugardag 1. apríl. Spilið er eitt vinsælasta borðspil nútímans og tengist Íslandi. Teuber var fæddur í borginni Rai-Breitenbach, nálægt Frankfurt, í Þýskalandi þann 25. júní árið 1952 og var því sjötugur að aldri.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lenska drag­drottningin Heklína látin

Stefan Grygelko, betur þekktur sem dragdrottningin Heklína, er látin aðeins 54 ára að aldri. Þetta kemur fram hjá sjónvarpsstöðinni NBC. Grygelko var vel þekkt í hinsegin samfélaginu í San Francisco, rak sinn eigin klúbb og kom fram í mörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

Innlent
Fréttamynd

Geof Kotila látinn

Geof Kotila, fyrrum þjálfari karlaliðs Snæfells er fallin frá, en hann hefur lengst af sínum ferli starfað í Danmörku.

Körfubolti
Fréttamynd

Stjarna úr The Wire látin

Leikarinn Lance Riddick, sem gerði garðinn frægan í lögregluþáttunum The Wire, er látinn aðeins sextugur að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Trommarinn sem myrti móður sína látinn

Bandaríski trommarinn Jim Gordon er látinn, 77 ára að aldri. Gordon átti farsælan feril sem trommari og lék með mörgum af skærustu stjörnum heims. Síðar fóru geðræn vandamál að gera vart við sig. Hann lét lífið í fangelsi þar sem hann afplánaði dóm fyrir að myrða móður sína. 

Lífið
Fréttamynd

Konungur Serengeti er dauður

Ljónið Bob yngri, oft þekktur sem Konungur Serengeti-þjóðgarðsins í Tansaníu, er dautt. Talið er að nokkur yngri ljón hafi drepið hann.

Erlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi sam­býlis­hvalur Keiko er dauður

Háhyrningurinn Kiska, sem deildi tanki með Keiko þegar þeir dvöldu hér á landi, er dauður, 47 ára að aldri. Hann var oft þekktur sem „Mest einmana hvalur í heimi“ en Kiska bjó ein frá því árið 2011 til hennar dauðdaga.

Erlent
Fréttamynd

Robert Blake er látinn

Bandaríski leikarinn Robert Blake, sem var á sínum tíma ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni en sýknaður, er látinn. Blake varð 89 ára gamall.

Erlent
Fréttamynd

Topol er látinn

Ísraelski leikarinn Chaim Topol, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Tevye í stórmyndinni Fiðlarinn á þakinu frá árinu 1971, er látinn. Hann varð 87 ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

Tom Sizemore er látinn

Leikarinn Tom Sizemore er látinn, 61 árs að aldri. Greint var frá því fyrr í vikunni að hann myndi ekki vakna úr dái eftir að hafa fengið stórt heilablóðfall.

Lífið
Fréttamynd

Wayne Shorter látinn

Bandaríski djasstónlistarmaðurinn Wayne Shorter er látinn 89 ára að aldri. Ferill hans spannaði meira en hálfa öld og átti hann stóran þátt í þróun djassins.

Lífið
Fréttamynd

Law & Order stjarna fallin frá

Leikarinn og grínistinn Richard Belzer er látinn. Belzer, sem var 78 ára gamall var þekktastur fyrir að leika rannsóknarlögreglumanninn John Munch í Homicide: Life on the Street og Law & Order: SVU þáttunum um árabil. Hann lést á heimili sínu í Frakklandi í morgun.

Lífið
Fréttamynd

Atsu fannst látinn í rústum

Ganverski knattspyrnumaðurinn Christian Atsu hefur fundist látinn í rústum heimilis síns í Tyrklandi. Hans hafði verið saknað frá því að jarðskjálfti skók stóran hluta Tyrklands og Sýrlands þann 6. febrúar síðastliðinn. 

Fótbolti