

Heather Nauert hefur dregið tilnefningu sína til sendiherrastöðu hjá Sameinuðu þjóðunum til baka.
Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna, Antonio Gutierres, hefur útnefnt danska hagfræðinginn og umhverfisverndarsinnan Inger Andersen næsta yfirmann Umhverfisstofnunar SÞ.
Áhersla er lögð á börn á átakasvæðum í alþjóðlegri neyðaráætlun UNICEF fyrir árið 2019.
Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum.
Árásin beindist að herstöð Sameinuðu þjóðanna í Aguelhok í norðausturhluta landsins.
Biðja yfirvöld Ástralíu um að íhuga að veita ungri konu frá Sádi-Arabíu hæli.
Jimmy Morales, forseti Gvatemala, studdi upphaflega alþjóðlega rannsóknarnefnd gegn spillingu, en vill nú losna við hana eftir að böndin tóku að berast að honum sjálfum og fjölskyldu hans.
Michel segir af sér í kjölfar deilna við N-VA ríkisstjórnarflokkinn sem ákvað segja sig úr ríkisstjórnarsamstarfi vegna samþykktar Sameinuðu þjóðanna um flóttafólk og innflytjendur sem undirritaður var í Marokkó í síðustu viku.
Um 5500 mótmælendur hafa safnast saman í Brussel, höfuðborg Belgíu, til þess að mótmæla samþykkt Sameinuðu þjóðanna um flóttafólk og innflytjendur sem undirritaður var í Marokkó í síðustu viku.
Fulltrúar tæplega 200 þjóða hafa loksins komið sér saman um reglugerð til að framfylgja Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 eftir stífar tveggja vikna viðræður á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi.
Framkvæmdastjóri SÞ virðist hafa áhyggjur af því að illa gangi að ná samkomulagi á loftslagsráðstefnunni í Póllandi.
Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað.
Heather Nauert var áður einn stjórnenda Fox and Friends, uppáhaldssjónvarpsþáttar Trump forseta.
Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess.
Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir.
Nauðsynlegt er að fimmfalda aðgerðir í loftslagsmálum til þess að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 gráða og þrefalda til þess að halda henni innan tveggja gráða.
Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga.
Meirihluti svissneskra kjósenda hafnaði í dag að svissnesk landslög skyldu verða æðri alþjóðalögum og alþjóðasamningum.
Sigrún Sif Jóelsdóttir mun leiða Ljósagöngu UN Women sem fram fer klukkan 17 í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi.
Á fjórða hundrað hafa sýkst af ebólu í Afríkuríkinu Austur-Kongó. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur áhyggjur af gangi mála. Nokkur fjöldi ungra barna greinist með ebólu og árásir skæruliða hafa torveldað starf stofnunarinnar.
Utanríkisráðuneytið auglýsir nú í fyrsta sinn eftir umsóknum um styrki sem veittir eru úr nýjum Samstarfssjóði við atvinnulíf um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna vegna samstarfsverkefna í þróunarríkjum.
Solheim starfaði áður sem formaður Efnahags-og framfararstofnunar Evrópu OECD og tók við starfi yfirmanns UNEP í maí 2016.
Matarhjálp Sameinuðu þjóðanna (WFP) ætlar að tvöfalda matargjafir til Jemens og þannig sjá fjórtán milljónum fyrir mat. Þetta sagði í tilkynningu sem stofnunin sendi frá sér í gær.
Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna hafa fundið 202 fjöldagrafir fórnarlamba ISIS í Sýrlandi.
Þó að merki séu um að ósongötin séu byrjuð að lokast verður ekki hægt að hrósa sigri fyrr en eftir miðja öldina.
Breytingarnar tóku gildi í gær og hefur fólkinu sem um ræðir verið gefinn frestur til 1. desember að ganga í hjónaband, verða sér út um nýja áritun eða yfirgefa Bandaríkin.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hélt í gær ræðu þar sem hann ávarpaði 73. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Þar fór hann um víðan völl og snerti á hinum ýmsu málefnum sem brenna á alþjóðasamfélaginu um þessar mundir.
Kínverk stjórnvöld eru að reyna að hafa áhrif á komandi þingkosningar í Bandaríkjunum að sögn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var tiltölulega nýbyrjaður á ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þegar aðrir þjóðarleiðtogar hlóu að honum.
Það er af nógu að taka hjá Michelle Bachelet, sem í dag flytur mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna sína fyrstu yfirlitsskýrslu frá því að hún var skipuð mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í sumar.