Greta, sem er sextán ára gömul, greindi frá því á Twitter síðdegis í dag akkeri skútunnar hefði verið látið falla við Coney Island við New York. Hún myndi svo koma í land á flóðinu.
Greta hefur vakið heimsathygli fyrir skólaverkfall sitt fyrir loftslagsaðgerðum sem hefur breiðst út til fjölda landa.
Henni er boðið á loftslagsþingið í New York í september og í Santiago í Chile í desember. Sigling á umhverfisvænni keppnisskútu þvert yfir Atlantshafið var eini möguleikinn á því að koma henni á ráðstefnurnar þar sem hún flýgur ekki.
Er það aðgerð af hennar hálfu til að draga úr kolefnisfótspori sínu.
We have anchored off Coney Island - clearing customs and immigration. We will come ashore at North Cove Marina earliest 14:45 tide allowing. pic.twitter.com/t6yy5z2asp
— Greta Thunberg (@GretaThunberg) August 28, 2019