Heilbrigðismál

Fréttamynd

Sjúk­lingur smitaður á Vogi

Sjúklingur á Vogi greindist smitaður af kórónuveirunni í dag. Þetta staðfestir yfirlæknir á Vogi í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Einn í öndunarvél og fjórir á gjörgæslu

Einn er nú í öndunarvél með Covid-19 og fjórir á gjörgæslu á Landspítalanum. Enginn þeirra tíu Covid-sjúklinga sem fluttir voru af Landakoti yfir á Landspítalann séu á gjörgæslu.

Innlent
Fréttamynd

Býst við fleiri smitum á Landakoti

Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir.

Innlent
Fréttamynd

„Við gerum óspart grín að veikindum okkar og fylgikvillum“

Hafdís Magnúsdóttir sjúkraliði greindist með brjóstakrabbamein í febrúar árið 2019 og var það mikið áfall. Í endurhæfingunni uppgötvaði Hafdís nýja ástríðu á meðan hún lærði að kynnast sjálfri sér upp á nýtt, í félagsskap sem hefur haft ótrúlega jákvæð áhrif á hennar líðan.

Lífið
Fréttamynd

Hópsmit á Landakoti

Hópsmit er komið upp á Landakoti og hafa nú alls sextán sjúklingar og sex starfsmenn greinst með veiruna. Landakoti hefur nú verið lokað.

Innlent
Fréttamynd

Fordómar og COVID

Í fyrstu bylgju COVID faraldursins varð um helmingur allra dauðsfalla í Evrópu inni á hjúkrunarheimilum og langlegustofnunum. Sá hópur eldri borgara sem þar býr, var skilinn eftir afskiptalaus og óvarinn af yfirvöldum.

Skoðun
Fréttamynd

Telur ríkisstjórnina ætla að keyra öldrunarheimilin í þrot

Forstjóri Grundarheimilanna, dvalar- og hjúkrunarheimila fyrir aldraða, segir ríkisstjórnina viljandi svelta öldrunarheimilin með það að markmiði að rekstrinum verði skilað til ríkisins. Ríkisstjórnin geri allt hvað hún geti til að keyra öldrunarheimilin í þrot.

Innlent
Fréttamynd

Bóluefni hjá heilsugæslunni nánast búið

Löng röð hefur myndast fyrir utan Smáratorg þar sem fólk bíður þess að verða bólusett fyrir inflúensu. Bóluefni virðist enn vera til hjá apótekum landsins en það er uppurið á flestum heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Sá ekki tilgang þess að vera til

Andrea Eyland segir að röð áfalla hafi orðið til þess að einn daginn lenti hún á vegg. Hún vildi ekki lengur vakna daginn eftir. Hún átti börn að lifa fyrir en segist ekki hafa séð það þá.

Lífið
Fréttamynd

Næðum ekki hjarðónæmi án alvarlegra afleiðinga

Hjarðónæmi við kórónuveirunni næst ekki án alvarlegra afleiðinga og enginn vísindalegur rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir hugmyndum um að aflétta sóttvarnaaðgerðum og treysta á náttúrulegt hjarðónæmi, að sögn íslenskra sérfræðinga.

Innlent
Fréttamynd

„Ekki reyna að vera klettur og halda öllu inni“

„Númer eitt, tvö og þrjú þá verða foreldrarnir að vera heilsuhraustir ef þeir ætla að sjá um þetta barn. Þannig að við setjum heilsuna okkar í forgang, alltaf,“ segir Árni Björn Kristjánsson, faðir langveikrar stúlku.

Lífið
Fréttamynd

„Erfitt að geta ekki sýnt þetta mannlega“

Flókinni ummönnun gjörgæslusjúklinga með COVID-19 fylgir mikið álag að sögn hjúkrunarfræðings á deildinni. Sár myndist undan hlífðarbúnaði og þá taki skortur á mannlegri snertingu á.

Innlent
Fréttamynd

MS- félagið skorar á stjórnvöld að leysa mál Margrétar

MS-félag Íslands segir að yfirvöldum hafi margítrekað verið bent á aðstæður Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur en hún hefur verið heimilislaus síðan í janúar. Félagið harmar stöðu hennar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. 

Innlent
Fréttamynd

Makar krabbameinssjúklinga upplifa sig út undan í ferlinu

Krabbameinsfélag Árnessýslu, sem fagnar 50 ára afmæli á næsta ári hefur ákveðið að byrja með núna í október með fræðslu til maka þeirra, sem er í krabbameinsferð því það hefur sýnt sig í nýrri rannsókn að makarnir upplifa sig út undan í ferlinu.

Innlent
Fréttamynd

Safnaði tæpri 1,3 milljón til styrktar Bleiku slaufunni

Eggert Unnar Snæþórsson, tvítugur tölvuleikjakappi, safnaði tæpum 1,3 milljónum króna til styrktar Bleiku slaufunni. Hann safnaði fjárhæðinni með því að spila tölvuleiki í 24 klukkustundir sem var varpað út í beinni og segist hann afar þakklátur öllum sem styrktu þetta verðuga verkefni.

Innlent
Fréttamynd

Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið

Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið.

Innlent
Fréttamynd

„Þurfum að fá smitstuðulinn undir einn“

Sóttvarnalæknir segir að að þó smitstuðull hafi lækkað þurfi hann að lækka frekar svo hægt verði að slaka á sóttvarnaraðerðum.  Prófessor  í líftölfræði ítrekar mikilvægi þess að fólk fari að ítrustu sóttvarnarreglum svo þessi stuðull lækki á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu

Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 

Innlent
Fréttamynd

„Búið að hafna mér milljón sinnum“

Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili.

Innlent