

Tíðindi vikunnar um að einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, Bubbi Morthens, hefði selt höfundaverk sitt til Öldu Music, sem er í eigu Universal, fengu marga til að rifja upp samning sem Bubbi gerði fyrir tuttugu árum síðan.
Vantrauststillaga gagnvart stjórnarmanni Íslandsbanka, sem fjárfestirinn Vilhjálmur Bjarnason lagði fyrir hluthafafund bankans í gær, var felld með 99,74 prósentum atkvæða. Eigendur bankans virðast ekki hafa sömu áhyggjur og Vilhjálmur af tölvubréfi sem stjórnarmaðurinn, Stefán Sigurðsson, sendi fyrir sautján árum.
Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir hefur lagt ályktunartillögu fyrir hluthafafund Íslandsbanka, sem haldinn er í dag, um að fundurinn lýsi því yfir að hann telji stjórnarmanninn Stefán Sigurðsson með öllu óhæfan til að gæta hagsmuna hluthafa. Ástæðan er tölvubréf sem Stefán sendi fyrir hrun.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar til að rannsaka sérstakan saksóknara og aðra sem komu að rannsókn og málsmeðferð sakamála í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008.
Í ljósi umræðu síðustu daga um verkefni og verk embættis sérstaks saksóknara á árunum eftir bankahrunið 2008 finnst mér rétt að birta erindi sem ég hélt sem framsögumaður á málþingi sem ríkissaksóknari og Ákærendafélagið efndu til með dómsmálaráðherra, lagadeild HÍ, ákærendum og fulltrúum þeirra 18.mars 2011. Þetta geri ég til þess að sýna fram á að viðvörunarorð og alvarlegar athugasemdir komu fram við það ferli sem þá var hafið og reyndist illa grundað að mínu viti.
Það er ótrúlegt að sjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur stíga í pontu með miklum þunga og lýsa yfir tortryggni á ákæruvaldi og réttarvörslukerfinu í kjölfar lekamáls sem dregur dám af bæði pólitískum spillingarsagnaflækjum og illa leikstýrðu njósnamyndbandi.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um rannsókn á störfum réttarvörslu- og eftirlitsstofnana í kjölfar fjármálahrunsins.
„Það hefur ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu síðan mér var nauðbeygður kostur að reka Róbert úr forstjórastóli Actavis eftir að félagið fór á hliðina undir hans stjórn,“ skrifaði Björgólfur Thor Björgólfsson, auðugasti maður Íslands, á heimasíðu sína um samband þeirra Róberts Wessman í lok árs 2015.
Ríkissaksóknari rannsakar tvö mál í tengslum við víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksóknara. Dómsmálaráðherra segir málið svik við almenning og réttarkerfið. Maður sem var hleraður er afar ósáttur við vinnubrögð saksóknara og íhugar að leita réttar síns.
Vilhjálmur Bjarnason segir að njósnir um hann hafi verið miklu svakalegri en hann gerði sér grein fyrir þegar hann frétti fyrst af málinu fyrir hálfum mánuði. Björgólfur Thor Björgólfsson stóð fyrir umfangsmiklum njósnum um Vilhjálm árið 2012 með aðstoð lögreglumanna.
Meintar njósnaðgerðir, sem hafa meðal annars orðið til þess að varðstjóri hjá lögreglunni hefur verið leystur undan vinnuskyldu, eru sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins, Björgólfi Thor Björgólfssyni og Róberti Wessman, sem og máli fyrrverandi hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir og eiginmaður hennar hafa sett hús sitt við Háhæð í Garðabæ á sölu. Þau keyptu húsið á 55,4 milljónir árið 2007, misstu það þegar húsið var selt á uppboði 2017 en keyptu það aftur 2019 af Arion banka á 55,5 milljónir. Ásett verð hússins er nú 174,9 milljónir.
Landsréttur hefur sýknað Steinþór Gunnarsson í Ímon-málinu svokallaða, tíu árum eftir að hann var dæmdur í sama máli í Hæstarétti. Hann hlaut þá níu mánaða dóm.
Forsvarsmaður Lyfjablóms ehf., sem staðið hefur í umfangsmiklum málaferlum undanfarin ár, furðar sig á því að Sólveig Guðrún Pétursdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, neiti að veita upplýsingar sem máli gætu skipt varðandi málshöfðun á hendur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis banka.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir menntamálaráðherra segist hafa misst alla trú á réttlæti í íslensku dómskerfi eftir að hafa tapað bótamáli á hendur íslenska ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili hennar og manns hennar árið 2017. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka tveimur árum seinna á sama verði og þau höfðu keypt það árið 2007.
Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum Ásthildar Lóu Þórsdóttur, menntamálaráðherra, og eiginmanns hennar. Þau kröfðust bóta úr hendi ríkisins vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra árið 2017.
Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi.
Viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hafa saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Hljóti tillögurnar samþykki kröfuhafa og Alþingis mun ríkið slá lán upp á 540 milljarða króna til þess að gera upp skuldir.
Framkvæmdastjóri Lyfjablóms á von á því að ákæra verði gefin út á hendur Þórði Má Jóhannessyni fjárfesti vegna viðskiptagjörninga þess síðarnefnda sem forstjóri Gnúps fjárfestingarfélag. Hann stefnir á að fara með mál sitt á hendur Þórði og fyrrverandi ráðherra til endurupptökudómstóls.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, fékk leyfi frá dómara til að tjá sig um mál sitt og eiginmanns hennar gegn íslenska ríkinu eftir að lögmenn höfðu lokið máli sínu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
„Réttlæti á Íslandi er dýrt,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra þegar hún gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segist höfða mál gegn ríkinu vegna þess að kerfið eigi ekki að geta komið fram við venjulegt fólk með þeim hætti sem það gerði í máli þeirra hjóna. Það sé ekki á allra færi að leita réttar síns.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra kemur fyrir Héraðsdóm Reyjavíkur í fyrramálið. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna árið 2017.
Björgólfur Guðmundsson, athafnamaður og fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, er látinn. Hann lést á sunnudaginn 2. febrúar 2025 á 85. aldursári.
Var ekki meiningin að læra af Hruninu? Hvað með efndir? Ekki verður betur séð en að dómstólar séu enn að dæma í bókhaldsmálum án þess að kynna sér efni máls til hlítar. Nýlegur dómur í hinu svokallaða „Gnúpsmáli“ bendir a.m.k. sterklega til þess.
Íslenska ríkið var í dag sýknað af öllum kröfum Birkis Kristinssonar, fyrrverandi knattspyrnumanns og viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis, í BK-44 málinu svokallaða fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, fer hins vegar ekki tómhentur frá Strassborg.
Landsréttur hefur staðfest sýknudóm í máli félagsins Lyfjablóms ehf. á hendur þeim Þórði Má Jóhannessyni og Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur. Lyfjablóm krafðist 2,3 milljarða króna skaðabóta vegna tjóns sem félagið taldi sig hafa orðið fyrir í viðskiptum með hlutafé í fjárfestingafélaginu Gnúpi í aðdraganda efnahagshrunsins.
Lögreglan rannsakar nú tvo menn vegna meints ljúgvitnis fyrir dómi í máli félagsins Lyfjablóms gegn Þórði Má Jóhannessyni og Sólveigu G. Pétursdóttur, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, segir Björn Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Lyfjablóms.
Um fimm hundruð manns fögnuðu útkomu ævisögu Geirs H. Haarde í anddyri Háskólabíós á dögunum. Ljóst er að mikill áhugi er á bókinni en hún rauk beint í efsta sætið á metsölulistanum í Eymundsson.
Ævisaga Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, kom út í dag. Geir segist hafa talið það hálfgerða skyldu sína að skrifa bók um viðburðaríka ævi sína.