Bretland

Fréttamynd

Allt tilbúið fyrir fyrstu krýninguna í Bretlandi í 70 ár

Gríðarlegur undirbúningur fyrir krýningu Karls III konungs Bretlands og tuga samveldisríkja er á lokametrunum fyrir krýningarathöfnina á morgun. Forseti Íslands verður meðal um 40 þjóðarleiðtoga sem sækja athöfnina sem reiknað er með að hundruð milljóna manna fylgist með í sjónvarpi um allan heim.

Erlent
Fréttamynd

Love Is­land stjarna fékk ó­vænt boð í krýningu Karls

Breska raun­veru­leika­þátta­stjarnan Tasha Ghouri hefur fengið ó­vænt boð um að vera við­stödd há­tíðar­höld vegna krýningu Karls Breta­konungs þann 6. maí næst­komandi. Stjarnan greinir sjálf frá þessu á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram.

Lífið
Fréttamynd

Krýningu Karls III fagnað í Reykjavík

Hægt verður að fagna krýningu Karls III konungs og Kamillu drottningar með breska samfélaginu á Íslandi á laugardaginn. Bein útsending verður frá krýningunni í Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst klukkan 09:30.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsti prófsteinninn á Íhaldsflokk Sunak

Kosið er til sveitarstjórna á Bretlandi í dag. Þetta eru fyrstu kosningarnar frá því að Rishi Sunak tók við Íhaldsflokknum eftir margra mánaða glundroða. Búist er við því að flokkurinn tapi fjölda sæta í kosningunum sem gætu gefið hugmynd um hvar íhaldsmenn standa fyrir þingkosningar á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Kastaði haglaskotum í höllina

Lögreglan í Lundúnum hefur handtekið mann sem sagður er hafa kastað haglaskotum og öðrum munum að Buckingham höll. Grunsamlegur poki sem maðurinn var með í fórum sínum var sprengdur í loft upp.

Erlent
Fréttamynd

Diljá kvödd með lúðrasveit og eldgleypum

Diljá Pétursdóttir lagði af stað til Liverpool í nótt þar sem hún mun taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í næstu viku. Það var nóg um að vera þegar Diljá og föruneyti hennar lögðu af stað upp á flugvöll en þar var meðal annars lúðrasveit og eldgleypar.

Lífið
Fréttamynd

Stjórnarformaður BBC segir af sér vegna láns til Boris Johnson

Richard Sharp, stjórnarformaður Breska ríkisútvarpsins, hefur sagt af sér eftir rannsókn þar sem skipun hans í embætti var skoðuð. Sú rannsókn snerist að miklu leyti um að Sharp hafi hjálpað Boris Johnson, þáverandi forsætisráðherra, að fá lán árið 2021, nokkrum vikum áður en Johnson skipaði hann í starfið.

Erlent
Fréttamynd

Grant segir Sun hafa brotist inn til sín

Leikarinn Hugh Grant hefur sakað breska slúðurfréttablaðið um að hafa brotist inn í íbúð sína og komið GPS-tæki fyrir á bíl sínum í von um að komast að einhverju til að greina frá í blaðinu. Grant kom fyrir dóm í gær þar sem hann sakaði blaðið einnig um að hafa hlerað heimasímann sinn og hakkað sig inn í símsvarann.

Lífið
Fréttamynd

Cor­d­en stimplaði sig út með hjart­næmum skila­boðum

Spjallþáttur breska þáttastjórnadans James Corden lauk göngu sinni í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi eftir átta ár á skjánum. Í þessum síðasta þætti kvaddi Corden áhorfendur, meðal annars aðstoð söngvarans Harry Styles og leikarans Will Ferrell og þá kom Joe Biden Bandaríkjaforseti sérstökum skilaboðum á framfæri.

Lífið
Fréttamynd

Hugh Grant verður Úmpa-Lúmpa

Hugh Grant mun leika Úmpa-Lúmpa í myndinni Wonka sem kemur út í desember. Myndin segir frá ævintýrum sælgætisjöfursins Willy Wonka áður en hann opnaði sælgætisgerðina. Ungstirnið Timothee Chalamet fer með hlutverk Wonka í myndinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bretar hafna stærsta sam­runa leikja­iðnaðarins

Samkeppniseftirlit Bretlands hefur ákveðið að meina bandaríska tæknifyritækinu Microsoft að festa kaup á leikjarisanum Activision Blizzard fyrir 69 milljarða Bandaríkjadollara. Ákvörðunin er áfall fyrir forsvarsmenn fyrirtækisins sem hyggjast áfrýja.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Meghan segir fréttaflutning af bréfaskrifum til Karls ósannan

Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, gagnrýnir breska fjölmiðla vegna fréttaflutnings af því að bréfaskrif á milli hennar og Karls konungs hins þriðja hafi haft áhrif á ákvörðun hennar um að mæta ekki til krýningar hans. Hún segir það fjarri sannleikanum.

Lífið
Fréttamynd

Breskri konu með Alzheimer vísað frá Svíþjóð

Breskri konu á áttræðisaldri hefur verið vísað frá Svíþjóð þar sem henni láðist að leggja fram tilhlýðileg gögn fyrir áframhaldandi dvalarleyfi í landinu. Hún hefur búið þar í tæp 20 ár, er nú rúmföst og með Alzheimer en er vísað úr landi vegna Brexit.

Erlent
Fréttamynd

Skoðar hvort tilefni sé til að leita réttar síns

Gylfi Þór Sigurðsson er sagður liggja undir feldi nú þegar lögreglan í Manchester hefur ákveðið að fella niður rannsókn á máli hans. Hann muni á næstu dögum leita sér lögfræðilegrar ráðgjafar um hvort til­efni sé til þess að hann leiti rétt­ar síns fyr­ir bresk­um dóm­stól­um.

Innlent
Fréttamynd

Gylfi geti sótt bætur vilji hann það

Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. 

Fótbolti