Björgunarsveitir

Sá fjögur fara í sjóinn og konu reka langt frá landi
Björgunarsveitir leita enn ungrar konu sem lenti í sjónum við Reynisfjöru í dag. Leiðsögumaður sem var í fjörunni þegar slysið varð segir aðstæður hafa verið slæmar og mikill öldugangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu auk þess sem nærstaddur togari verður nýttur til að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva.

Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru
Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu.

Sjúkraflutningamenn og björgunarsveitir komu manni til bjargar á Langjökli
Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um klukkan 13 í dag. Ungur maður hafði slasast á fæti á Langjökli og komst ekki af sjálfsdáðun niður af jöklinum.

Neyðarkallinn orðinn að safngrip
Forseti Íslands var hífður af þilfari björgunarskips upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag þegar björgunarsveitir hófu formlega sölu neyðarkalls sveitanna með sérstakri sjóbjörgunaræfingu.

Víkingaskip aftur við Bessastaðanes tólf öldum síðar
„Líklega eru um 12 aldir eða svo frá því að knörr sást fyrst við Bessastaðanes og senn verða liðnar fjórar aldir frá því að skip sjóræningja frá Alsír strandaði þar um stundarsakir.“

Myndasyrpa: Barnsgrátur og brunasár á flugslysaæfingu í Keflavík
Fyrsta flugslysæfingin var haldin á Íslandi í fimm ár. Þar var öllu tjaldað til, kveikt í ýmsu braki, sem átti að vera úr flugvél og 150 leikurum, sem léku slaða flugfarþega, komið fyrir víða á stóru svæði við Keflavíkurflugvöll.

Róleg helgi hjá björgunarsveitunum sem fóru snemma í vetrargírinn
Rólegt hefur verið hjá björgunarsveitunum í dag þrátt fyrir slæmt veður og viðvaranir í sumum landshlutum. Alls hefur verið farið í tvö útköll um helgina og þar af eitt um áttaleytið í kvöld. Í báðum tilvikum þurfti að aðstoða ökumenn bifreiða voru fastir.

Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld
Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn.

Minna á endurskinsmerkin á milli eldgosavakta
Ráðstefnan Slysavarnir hófst í dag en ráðstefnan, sem Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur fyrir, fer nú fram í fjórða sinn. Ríflega 30 fyrirlesarar munu í dag og á morgun fara yfir hin ýmsu málefni tengd slysavörnum og öryggismálum. Að sögn verkefnastjóra er af nægu að taka og mikilvægt að minna á mikilvægi slysavarna.

Ekki óhætt að fara að gígnum fyrr en nokkrum mánuðum eftir goslok
Of snemmt er að lýsa yfir goslokum í Geldingadölum að mati jarðeðlisfræðings. Kvika hefur ekki komið upp úr gígnum í um fjórar vikur sem er lengsta hlé á virkninni síðan gosið hófst.

Festust í snjó og símasambandsleysi en eru nú fundin
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út rétt fyrir klukkan hálf átta í kvöld eftir að Neyðarlínu barst tilkynning um fastan bíl á Mælifellssandi rétt norður af Mýrdalsjökli. Þrír voru í bílnum sem verið er að draga upp úr snjó sem hann festist í.

Festust á inniskónum á Vaðlaheiði: „Neyðarlínan sagði að við þyrftum að redda okkur sjálf“
Fjórir krakkar sem voru á leið frá Akureyri að Menntaskólanum á Laugum á föstudag lentu í miklum hrakförum þegar þau festu jeppann sinn úti í vegkanti á Vaðlaheiði. Þau hringdu strax í neyðarlínuna, enda illa búin og óreynd, en fengu þau skilaboð að þau þyrftu að leysa úr flækjunni sjálf. Björgunarsveitir myndu ekki koma þeim til aðstoðar.

Gróðursettu fjögur þúsund tré í Heiðmörk
Björgunarsveitarfólk og sjálfboðaliðar frá Skógræktarfélagi Íslands og Skógræktarfélagi Reykjavíkur gróðursettu um fjögur þúsund rótarskot í Heiðmörk á dögunum. Á svæði sem varð illa úti í gróðureldunum í vor.

Útköll björgunarsveita í gærkvöldi bundin við Siglufjörð og Skagafjörð
Björgunarsveitir voru kallaðar út á Siglufirði og í Skagafirði vegna ýmissa fokverkefna í gærkvöldi. Óveður var víða á landinu í gærkvöldi, en Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að björgunarsveitir hafi ekki verið kallaðar út annars staðar á landinu.

Aðstæður erfiðar á vettvangi rútuslyssins og búið að loka veginum
Átta farþegar smárútu sem fór út af vegi og valt við Dyrhólaey á Suðurlandi eru komnir í skjól á Volcano Hotel skammt frá vettvangi. Þrír eru taldir slasaðir en ekkert er um alvarleg meiðsli. Búið er að loka fyrir umferð um Suðurlandsveg milli Seljalandsfoss og Víkur vegna slæms veðurs.

Minnst þrír slasaðir eftir að rúta fór út af vegi í Mýrdal
Smárúta valt út af Suðurlandsvegi í Mýrdal og eru viðbragðsaðilar á Suðurlandi komnir á vettvang. Þrír farþegar eru eitthvað slasaðir en enginn að því er virðist alvarlega. Aðstæður á vettvangi eru erfiðar vegna hvassviðris.

„Þegar þú horfir á fjallið öskra á þig þá gleymir þú því ekkert“
Hættustigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Níu hús hafa verið rýmd og segir björgunarsveitarliði að úrkoman minni fólk óneitanlega á aurskriðurnar sem féllu á bæinn í fyrra. Rýmingar verða áfram í gildi í Kinn og Útkinn vegna skriðuhættu.

Dældu rigningarvatni upp úr húsum á Ólafsfirði
Á sjöunda tug björgunarliða hafa staðið í ströngu við að dæla rigningarvatni upp úr húsum á Ólafsfirði. Slökkviliðsstjóri segir rigninguna þá mestu á svæðinu í manna minnum.

Vekja athygli á risaæfingu á höfuðborgarsvæðinu
Höfuðborgarbúar ættu ekki að láta sér bregða ef þeir verða varir við umfangsmiklar aðgerðir björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu í dag. Landsæfing björgunarsveita verður haldin í dag.

Björguðu trippi úr mýrarflagi
Betur fór en á horfðist í dag þegar björgunarveitarfólk í Austur-Húnavatnssýslu bjargaði hesti sem hafði fest í mýrarflagi. Eftir talsvert umstang náðist trippið upp og var flutt heim í hús.

Mikill vatnselgur myndaðist á Siglufirði
Slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn aðstoðuðu íbúa í nokkrum húsum þar sem vatn flæddi inn á Siglufirði í lægðinni sem gekk yfir landið í gær. Annar var tíðindalaust hjá björgunarsveitum á landinu eftir klukkan 22:00 í gærkvöldi.

Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi
Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag.

Björgunarsveitir ræstar út í Bolungarvík og Vopnafirði vegna óveðursins
Björgunarsveitir í Bolungarvík voru kallaðar út vegna foks á munum skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Líkur eru á að útköll björgunarsveita verði fleiri vegna óveðursins gengur yfir stóran hluta landsins í dag.

Viðbúin ef mikilvægir innviðir verða fyrir skakkaföllum á morgun
Björgunarsveitir og almannavarnakerfið allt er í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem spáð er á morgun. Veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir flesta landshluta og óvissustigi almannavarna lýst yfir.

Eigandi bílsins skilaði sér sjálfur í Landamannalaugar
Björgunarsveitarfólki sem var kallað út vegna mannlauss bíls nærri Landmannalaugum var snúið við á leiðinni eftir að eigandi bílsins skilaði sér sjálfur í skála þar. Eigandinn var erlendur ferðamaður sem hafði verið að njóta náttúrunnar.

Útkall í Landmannalaugum eftir að mannlaus bíll fannst
Um þrjátíu björgunarsveitarmenn á Suðurlandi hafa verið kallaðir út til leitar í Landmannalaugum eftir að mannlaus bíll fannst á svæðinu.

Holskefla útkalla um miðjan dag en nóttin róleg
Engin útköll bárust björgunarsveitum í gærkvöldi eða í nótt eftir holskeflu útkalla um miðjan dag í gær. Mikið óveður gekk yfir landið en var að mestu gengið yfir í gærkvöldi.

„Miklu hvassara en maður bjóst við“
Björgunarsveitarmaður sem aðstoðaði ökumenn í vanda á Dynjandisheiði síðdegis segir veðrið í dag hafa verið mun verra en hann bjóst við. Aðstæður hafi verið afar erfiðar á heiðinni en fjórar björgunarsveitir komu að útkallinu.

Landsmenn varaðir við ónauðsynlegum ferðalögum
Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu, nema á Norðurlandi og í Breiðafirði þar sem gular viðvaranir eru í gildi. Um er að ræða aðra haustlægðina sem gengur yfir landið. Búast má við miklum vindum og snörpum vindhviðum, einkum við fjöll og háhýsi og fólk varað við því að ferðast milli landshluta.

Á meltunni eftir lambalærisveislu þegar kallið barst
„Maður horfir á skilaboðin og forganginn. Þarna er þetta F1 og F1 á sjó. Þá áttu engan umhugsarfrest. Ef þú ætlar að mæta, þá er það núna.“