Noregur Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Erlent 28.10.2022 15:40 Telja sig hafa gripið rússneskan njósnara í Tromsö Norska öryggislögreglan hefur handtekið mann sem lögreglu grunar að hafi dvalið í Noregi í um eitt ár sem rússneskur njósnari undir fölsku flaggi sem brasilískur vísindamaður. Lögregla vill að honum verði vísað úr landi. Erlent 25.10.2022 14:44 Gjalda varhug við torkennilegu drónaflugi við norska borpalla Norsk stjórnvöld hafa aukið eftirlit varðskipa og orrustuþotna við borpalla í Norðursjó vegna óþekktra dróna sem hafa sést á flugi nærri þeim upp á síðkastið. Óttast þau að þar kunni að vera spellvirki og bellibrögð Rússa í uppsiglingu. Erlent 24.10.2022 12:49 Einn alvarlega særður eftir skotárás í úthverfi Óslóar Að minnsta kosti einn hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir skotárás í Tøyen í Ósló. Enn er árásarmannsins leitað. Erlent 22.10.2022 22:54 Niemann stefnir Carlsen og krefst 15 milljarða króna Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com. Sport 20.10.2022 22:48 Støre nýr forstjóri Advania-samsteypunnar Hin norska Hege Støre hefur tekið við sem nýr forstjóri Advania-samsteypunnar. Starfsmenn telja um fjögur þúsund á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Hún tekur við keflinu af Mikael Noaksson sem heldur þó áfram að starfa við hlið Støre og tekur sæti í stjórn samsteypunnar. Viðskipti erlent 13.10.2022 08:16 Guðni og krónprinsinn ganga að gosstöðvunum Hákon, krónprins Noregs, er staddur á Íslandi til þess að vera viðstaddur Hringborð norðurslóða sem hefst í Hörpu á morgun. Forseti Íslands tók á móti honum og eru þeir nú á göngu í átt að Fagradalsfjalli. Innlent 12.10.2022 14:04 Forseti norska skáksambandsins viðurkennir svindl og er hættur Joachim Birger Nilsen, forseti norska Skáksambandsins, hefur sagt af sér eftir að hann viðurkenndi í gær að hafa svindlað á móti tímabilið 2016 til 2017. Hinn 29 ára Nilsen tefldi á sínum tíma fyrir skákliðið Norway Gnomes, því sama og hinn bandaríski Hans Niemann tefldi fyrir árið 2020. Sport 7.10.2022 10:53 Hljóta friðarverðlaunin fyrir mannréttindabaráttu í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hljóta í sameiningu friðarverðlaun Nóbels í ár. Erlent 7.10.2022 09:06 Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár. Erlent 7.10.2022 08:31 Rússum ekki boðið í nýtt bandalag sem á að stilla saman strengi Evrópuríkja Leiðtogar ríkja Evrópska stjórnmálabandalagsins, sem á ensku nefnist European Political Community, funda í fyrsta skipti í sögu hins nýja bandalags í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur þátt í fundinum fyrir hönd Íslands. Innlent 6.10.2022 15:13 Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. Erlent 3.10.2022 11:01 Dregið úr álframleiðslu í Noregi Norski álframleiðandinn Norsk Hydro mun draga úr álframleiðslu í það minnsta tímabundið vegna minnkandi eftirspurnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Innherji 28.9.2022 15:01 Hákon krónprins kemur til Íslands í október Hákon, krónprins Noregs, mun heimsækja Ísland í næsta mánuði þar sem hann mun meðal annars sækja hina árlegu ráðstefnu Hringborðs norðurslóða. Innlent 20.9.2022 08:40 Fórnarlambanna minnst í regnbogalest í Osló Fjöldi fólks hefur safnast saman í miðborg Oslóar til að minnast fórnarlamba byssumanns á hinsegin skemmtistað í borginni í sumar og til að fagna fjölbreytileikanum. Talsverður viðbúnaður er hjá lögreglu vegna regnbogalestarinnar svokölluðu til að tryggja öryggi gesta og þátttakenda. Erlent 10.9.2022 11:40 Fær ekki að spila með landsliðinu meðan hann leikur í Rússlandi Norska knattspyrnusambandið hefur bannað Mathias Normann frá þátttöku í landsleikjum á meðan hann er á snærum rússnesks fótboltafélags. Þetta er vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Fótbolti 7.9.2022 15:30 Heimsmeistarinn hætti í miðju móti og vitnaði í Mourinho á samfélagsmiðlum Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, hætti í miðri keppni á Sinquefield-mótinu. Talið er að Carlsen hafi hafi hætt þar sem hann taldi mótherja sinn vera að svindla. Er hann tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni þá vitnaði hann í knattspyrnuþjálfarann José Mourinho. Sport 7.9.2022 09:31 Samkeppniseftirlitið rannsakar samruna móðurfélaga Arnarlax og Arctic Fish Samkeppniseftirlitið telur ástæðu til að rannsaka áhrif samruna norsku fiskeldisfyrirtækjanna SalMar og NTS á samkeppni hér á landi. Samruninn gæti haft áhrif hér á landi þar sem íslensku fyrirtækin Arnarlax og Arctic Fish eru dótturfélög norsku fyrirtækjanna. Innlent 6.9.2022 06:55 Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás í Osló Tveir menn eru þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir alvarlega stunguárás um hábjartan dag í Furuset, úthverfi Oslóar. Lögreglan kom að mönnunum tveimur, öðrum á bekk skammt frá lestarstöð og hinum í íbúð í hverfinu. Talið er að tenging sé á milli árásanna tveggja sem áttu sér stað með skömmu millibili. Erlent 5.9.2022 17:41 Einn látinn eftir að aurskriða féll í Þrændarlögum Einn er látinn eftir að aurskriða féll í Þrændarlögum í Noregi í dag en aurskriðan eyðilagði hús sem varð á vegi hennar og á helmingur hússins að hafa flust burt með skriðunni. Erlent 2.9.2022 21:58 Carlsen var neyddur til að segja að Ronaldo væri í uppáhaldi Magnus Carlsen, fimmfaldur heimsmeistari í skák, sagði áhugaverða sögu í hlaðvarpsviðtali á dögunum. Hann segir fulltrúa Real Madrid ekki hafa tekið vel í þegar hann sagði Cristiano Ronaldo, þáverandi leikmann liðsins, ekki vera í uppáhaldi. Fótbolti 29.8.2022 12:30 Myndir úr óleyfilegri myndavél varpa ljósi á hrap herflugvélar í Noregi Myndir úr myndskeiði sem tekið var upp með GoPro-myndavél sem smyglað var um borð í bandaríska herflugvél sem hrapaði í Noregi í mars þykja varpa ljósi á orsakir slyssins. Erlent 15.8.2022 23:32 Versti vinnudagur í lífi bílstjórans Norski Terje Brenden hélt að líf sitt væri á enda þegar brú í bænum Tretten, hrundi í morgun. Brenden ók vörubíl sínum yfir brúna í þann mund sem hún hrundi. Hann segir þetta hafa verið versta vinnudag sem hann hafi upplifað. Erlent 15.8.2022 22:06 Mímir fann ástina í örmum annars norsks þingmanns Hinn hálf-íslenski Mímir Kristjánsson, sem á sæti á norska þinginu, hefur fundið ástina í örmum þingkonunnar og samflokkskonu sinnar, Sofie Marhaug. Lífið 15.8.2022 10:39 Tveir bílar höfnuðu í á þegar brú hrundi í Noregi í morgun Fólksbíll og vörubíll höfnuðu að hluta í ánni Gudbrandsdalslågen, rétt norður af norska bænum Lillehammer, þegar brú í bænum Tretten, hrundi í morgun. Erlent 15.8.2022 08:09 Freyja aflífuð vegna ágangs ferðamanna Rostungurinn Freyja var aflífaður í morgun. Sú ákvörðun var tekin að aflífa dýrið eftir að komist var að þeirri niðurstöðu að ágengni almennings og ferðamanna væri of mikil og það skapaði hættuástand. Þrátt fyrir ítrekuð áköll hafi ferðamenn og aðrir áhugasamir ekki haldið nægilegri fjarlægð frá Freyju. Erlent 14.8.2022 13:46 Skoða það að taka Freyju af lífi Yfirvöld í Noregi eru nú með það til skoðunar hvort það eigi að taka rostunginn Freyju af lífi. Freyja hefur upp á síðkastið tekið sér lúr í bátum í höfnum Noregs og sökkt einhverjum þeirra í leiðinni. Erlent 12.8.2022 00:02 Tveir myrtir í Otta í Noregi Tveir voru myrtir í Otta í Noregi í gærkvöldi en lögreglurannsókn stendur yfir þar núna. Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana hringdi sjálfur í lögregluna um kvöldmatarleytið og var handtekinn þegar lögreglan kom á staðinn. Erlent 2.8.2022 10:04 „Hey bændur! Erling Braut spilar fyrir skitna blóðpeninga“ Stuðningsmenn Brann í Noregi sýndu áhugaverðan borða þegar liðið heimsótti Bryne í næst efstu deild Noregs í gær. Bryne er uppeldisfélag Erlings Braut Haalands, leikmanns Manchester City. Fótbolti 1.8.2022 16:31 Norski kóngurinn keppir á heimsmeistaramótinu á níræðisaldri Haraldur Noregskonungur er 85 ára gamall en tekur engu að síður þessa dagana þátt í heimsmeistaramóti í siglingum. Sport 27.7.2022 17:00 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 50 ›
Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Erlent 28.10.2022 15:40
Telja sig hafa gripið rússneskan njósnara í Tromsö Norska öryggislögreglan hefur handtekið mann sem lögreglu grunar að hafi dvalið í Noregi í um eitt ár sem rússneskur njósnari undir fölsku flaggi sem brasilískur vísindamaður. Lögregla vill að honum verði vísað úr landi. Erlent 25.10.2022 14:44
Gjalda varhug við torkennilegu drónaflugi við norska borpalla Norsk stjórnvöld hafa aukið eftirlit varðskipa og orrustuþotna við borpalla í Norðursjó vegna óþekktra dróna sem hafa sést á flugi nærri þeim upp á síðkastið. Óttast þau að þar kunni að vera spellvirki og bellibrögð Rússa í uppsiglingu. Erlent 24.10.2022 12:49
Einn alvarlega særður eftir skotárás í úthverfi Óslóar Að minnsta kosti einn hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir skotárás í Tøyen í Ósló. Enn er árásarmannsins leitað. Erlent 22.10.2022 22:54
Niemann stefnir Carlsen og krefst 15 milljarða króna Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com. Sport 20.10.2022 22:48
Støre nýr forstjóri Advania-samsteypunnar Hin norska Hege Støre hefur tekið við sem nýr forstjóri Advania-samsteypunnar. Starfsmenn telja um fjögur þúsund á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Hún tekur við keflinu af Mikael Noaksson sem heldur þó áfram að starfa við hlið Støre og tekur sæti í stjórn samsteypunnar. Viðskipti erlent 13.10.2022 08:16
Guðni og krónprinsinn ganga að gosstöðvunum Hákon, krónprins Noregs, er staddur á Íslandi til þess að vera viðstaddur Hringborð norðurslóða sem hefst í Hörpu á morgun. Forseti Íslands tók á móti honum og eru þeir nú á göngu í átt að Fagradalsfjalli. Innlent 12.10.2022 14:04
Forseti norska skáksambandsins viðurkennir svindl og er hættur Joachim Birger Nilsen, forseti norska Skáksambandsins, hefur sagt af sér eftir að hann viðurkenndi í gær að hafa svindlað á móti tímabilið 2016 til 2017. Hinn 29 ára Nilsen tefldi á sínum tíma fyrir skákliðið Norway Gnomes, því sama og hinn bandaríski Hans Niemann tefldi fyrir árið 2020. Sport 7.10.2022 10:53
Hljóta friðarverðlaunin fyrir mannréttindabaráttu í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hljóta í sameiningu friðarverðlaun Nóbels í ár. Erlent 7.10.2022 09:06
Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár. Erlent 7.10.2022 08:31
Rússum ekki boðið í nýtt bandalag sem á að stilla saman strengi Evrópuríkja Leiðtogar ríkja Evrópska stjórnmálabandalagsins, sem á ensku nefnist European Political Community, funda í fyrsta skipti í sögu hins nýja bandalags í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur þátt í fundinum fyrir hönd Íslands. Innlent 6.10.2022 15:13
Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. Erlent 3.10.2022 11:01
Dregið úr álframleiðslu í Noregi Norski álframleiðandinn Norsk Hydro mun draga úr álframleiðslu í það minnsta tímabundið vegna minnkandi eftirspurnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Innherji 28.9.2022 15:01
Hákon krónprins kemur til Íslands í október Hákon, krónprins Noregs, mun heimsækja Ísland í næsta mánuði þar sem hann mun meðal annars sækja hina árlegu ráðstefnu Hringborðs norðurslóða. Innlent 20.9.2022 08:40
Fórnarlambanna minnst í regnbogalest í Osló Fjöldi fólks hefur safnast saman í miðborg Oslóar til að minnast fórnarlamba byssumanns á hinsegin skemmtistað í borginni í sumar og til að fagna fjölbreytileikanum. Talsverður viðbúnaður er hjá lögreglu vegna regnbogalestarinnar svokölluðu til að tryggja öryggi gesta og þátttakenda. Erlent 10.9.2022 11:40
Fær ekki að spila með landsliðinu meðan hann leikur í Rússlandi Norska knattspyrnusambandið hefur bannað Mathias Normann frá þátttöku í landsleikjum á meðan hann er á snærum rússnesks fótboltafélags. Þetta er vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Fótbolti 7.9.2022 15:30
Heimsmeistarinn hætti í miðju móti og vitnaði í Mourinho á samfélagsmiðlum Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, hætti í miðri keppni á Sinquefield-mótinu. Talið er að Carlsen hafi hafi hætt þar sem hann taldi mótherja sinn vera að svindla. Er hann tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni þá vitnaði hann í knattspyrnuþjálfarann José Mourinho. Sport 7.9.2022 09:31
Samkeppniseftirlitið rannsakar samruna móðurfélaga Arnarlax og Arctic Fish Samkeppniseftirlitið telur ástæðu til að rannsaka áhrif samruna norsku fiskeldisfyrirtækjanna SalMar og NTS á samkeppni hér á landi. Samruninn gæti haft áhrif hér á landi þar sem íslensku fyrirtækin Arnarlax og Arctic Fish eru dótturfélög norsku fyrirtækjanna. Innlent 6.9.2022 06:55
Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás í Osló Tveir menn eru þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir alvarlega stunguárás um hábjartan dag í Furuset, úthverfi Oslóar. Lögreglan kom að mönnunum tveimur, öðrum á bekk skammt frá lestarstöð og hinum í íbúð í hverfinu. Talið er að tenging sé á milli árásanna tveggja sem áttu sér stað með skömmu millibili. Erlent 5.9.2022 17:41
Einn látinn eftir að aurskriða féll í Þrændarlögum Einn er látinn eftir að aurskriða féll í Þrændarlögum í Noregi í dag en aurskriðan eyðilagði hús sem varð á vegi hennar og á helmingur hússins að hafa flust burt með skriðunni. Erlent 2.9.2022 21:58
Carlsen var neyddur til að segja að Ronaldo væri í uppáhaldi Magnus Carlsen, fimmfaldur heimsmeistari í skák, sagði áhugaverða sögu í hlaðvarpsviðtali á dögunum. Hann segir fulltrúa Real Madrid ekki hafa tekið vel í þegar hann sagði Cristiano Ronaldo, þáverandi leikmann liðsins, ekki vera í uppáhaldi. Fótbolti 29.8.2022 12:30
Myndir úr óleyfilegri myndavél varpa ljósi á hrap herflugvélar í Noregi Myndir úr myndskeiði sem tekið var upp með GoPro-myndavél sem smyglað var um borð í bandaríska herflugvél sem hrapaði í Noregi í mars þykja varpa ljósi á orsakir slyssins. Erlent 15.8.2022 23:32
Versti vinnudagur í lífi bílstjórans Norski Terje Brenden hélt að líf sitt væri á enda þegar brú í bænum Tretten, hrundi í morgun. Brenden ók vörubíl sínum yfir brúna í þann mund sem hún hrundi. Hann segir þetta hafa verið versta vinnudag sem hann hafi upplifað. Erlent 15.8.2022 22:06
Mímir fann ástina í örmum annars norsks þingmanns Hinn hálf-íslenski Mímir Kristjánsson, sem á sæti á norska þinginu, hefur fundið ástina í örmum þingkonunnar og samflokkskonu sinnar, Sofie Marhaug. Lífið 15.8.2022 10:39
Tveir bílar höfnuðu í á þegar brú hrundi í Noregi í morgun Fólksbíll og vörubíll höfnuðu að hluta í ánni Gudbrandsdalslågen, rétt norður af norska bænum Lillehammer, þegar brú í bænum Tretten, hrundi í morgun. Erlent 15.8.2022 08:09
Freyja aflífuð vegna ágangs ferðamanna Rostungurinn Freyja var aflífaður í morgun. Sú ákvörðun var tekin að aflífa dýrið eftir að komist var að þeirri niðurstöðu að ágengni almennings og ferðamanna væri of mikil og það skapaði hættuástand. Þrátt fyrir ítrekuð áköll hafi ferðamenn og aðrir áhugasamir ekki haldið nægilegri fjarlægð frá Freyju. Erlent 14.8.2022 13:46
Skoða það að taka Freyju af lífi Yfirvöld í Noregi eru nú með það til skoðunar hvort það eigi að taka rostunginn Freyju af lífi. Freyja hefur upp á síðkastið tekið sér lúr í bátum í höfnum Noregs og sökkt einhverjum þeirra í leiðinni. Erlent 12.8.2022 00:02
Tveir myrtir í Otta í Noregi Tveir voru myrtir í Otta í Noregi í gærkvöldi en lögreglurannsókn stendur yfir þar núna. Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana hringdi sjálfur í lögregluna um kvöldmatarleytið og var handtekinn þegar lögreglan kom á staðinn. Erlent 2.8.2022 10:04
„Hey bændur! Erling Braut spilar fyrir skitna blóðpeninga“ Stuðningsmenn Brann í Noregi sýndu áhugaverðan borða þegar liðið heimsótti Bryne í næst efstu deild Noregs í gær. Bryne er uppeldisfélag Erlings Braut Haalands, leikmanns Manchester City. Fótbolti 1.8.2022 16:31
Norski kóngurinn keppir á heimsmeistaramótinu á níræðisaldri Haraldur Noregskonungur er 85 ára gamall en tekur engu að síður þessa dagana þátt í heimsmeistaramóti í siglingum. Sport 27.7.2022 17:00