Sádi-Arabía

Fréttamynd

Sádar hyggjast byggja ofur­borg fram­tíðarinnar

Krónprinsinn í Sádi-Arabíu hélt kynningu á Neom, fyrirhugaðri ofurborg, í vikunni. Hún mun innihalda tvo skýjakljúfa sem standa hvor á móti öðrum og teygja sig 170 kílómetra eftir Rauðahafinu. Fyrsti fasi uppbyggingarinnar nær til 2030 og mun kosta um 265 milljarða Bandaríkjadala.

Erlent
Fréttamynd

Aftökur sjaldan færri en fjölgaði mikið milli ára

Kippur var í fjölda aftaka í fyrra eftir að þeim fækkaði umtalsvert í kórónuveiruheimsfaraldrinum árið 2020. Mest fjölgaði þeim í Íran og Sádi-Arabíu. Þrátt fyrir það voru sögulega fáir teknir af lífi í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Hamilton vill sjá breytingar í Sádi-Arabíu

Lewis Hamilton, einn besti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi, hefur tjáð sig um stöðu mála í Sádi-Arabíu en keppni helgarinnar í F1 mun fara þar fram. Verður það annar kappakstur Formúlunnar í landinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Handtóku rangan mann vegna Khashoggi-málsins

Yfirvöld í Frakklandi hafa sleppt sádí-arabískum manni sem handtekinn var í vikunni grunaður um aðild að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi úr haldi. Komið hefur í ljós að hann var handtekinn fyrir mistök.

Erlent
Fréttamynd

Newcastle komið í eigu Sádi-Araba

Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár.

Enski boltinn
Fréttamynd

FBI opinberar fyrsta skjalið um árásirnar 2001

Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) svipti í gær leyndarhulunni af fyrsta skjalinu í tengslum við árásirnar á Tvíburaturnana og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í september 2001. Skjalið snýr að aðstoð sem tveir hryðjuverkamenn frá Sádi-Arabíu fengu í aðdraganda árásanna.

Erlent
Fréttamynd

Auka olíuframleiðslu til að lækka verð

OPEC-ríkin og bandamenn þeirra undir forystu Rússlands hafa ákveðið að auka framleiðslu hráolíu um tvær milljónir tunna á dag fyrir árslok. Þetta er gert til að mæta aukinni eftirspurn þegar áhrif Covid-19 á hagkerfi heimsins dvína.

Erlent
Fréttamynd

Stórtækustu böðlarnir utan Kína í Miðausturlöndum

Fjögur af þeim fimm ríkjum sem tóku flesta af lífi í fyrra eru Miðausturlönd. Saman stóðu Íran, Egyptaland, Írak og Sádi-Arabía fyrir nærri því níu af hverjum tíu aftökum sem vitað er um með vissu í heiminum samkvæmt skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International.

Erlent
Fréttamynd

Grípa til refsiaðgerða en ekki gegn krónprinsinum sjálfum

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað fjölda einstaklinga frá Sádi Arabíu að ferðast til Bandaríkjanna og íhuga að endurskoða vopnasölu til ríkisins. Bandaríkjamenn birtu í gær skýrslu þar sem fram kemur að krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi.

Erlent
Fréttamynd

Dæmd í tæplega sex ára fangelsi í Sádi-Arabíu

Aðgerðarsinni sem barðist fyrir rétti kvenna til að keyra í Sádi-Arabíu hefur verið dæmd í tæplega sex ára fangelsi. Loujain al-Hathloul var handtekin árið 2018 og hefur setið í fangelsi síðan. Var hún meðal annars sökuð um að starfa með aðilum sem eiga að vera óvinveittir konungsríkinu.

Erlent