Suður-Kórea

Fréttamynd

Yfirvöld víða á tánum vegna tilvika fuglaflensu

Alþjóðlegu dýraheilbrigðisstofnuninni (OIE) hefur borist nokkur fjöldi tilkynninga síðustu daga um alvarlega fuglaflensu í Evrópu og Asíu. Þá hefur 21 maður greinst með undirtýpu H5N6 í Kína á þessu ári, fleiri en allt árið 2020. 

Erlent
Fréttamynd

Prófuðu nýjan flugtaxa í Seoul

Kerfi til að stjórna smáþyrlum sem yfirvöld í Suður-Kóreu vonast til að verði notaðar sem flugtaxar á næstu árum, var sýnt í Seoul í morgun. Ráðmenn í landinu vonast til þess að fólk verði farið að fljúga um í massavís árið 2025.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Transkona skráð aftur í herinn eftir sjálfsvíg hennar

Dómstóll í Suður-Kóreu hefur komist að þeirri niðurstöðu að skrá eigi unga transkonu sem svipti sig lífi eftir að hafa verið rekin úr hernum, aftur í herinn. Sú ákvörðun að reka liðþjálfann Byun Hui-su úr hernum árið 2019 hefur því verið felld niður.

Erlent
Fréttamynd

Gerðu tilraun með nýja eldflaug

Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft.

Erlent
Fréttamynd

Norður-Kórea kynnti færanlegan lestarskotpall

Spenna fer vaxandi á Kóreu-skaga eftir að bæði Suður- og Norður-Kórea hafa sýnt mátt sinn með því að skjóta eldflaugum á loft. Myndband sýnir að Norður-Kórea hefur nú þróað færanlegan eldflaugaskotpall. Elflaugunum er skotið af lestarvagni.

Erlent
Fréttamynd

„Hjarta“ kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu var ræst í sumar

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segir útlit fyrir að Norður-Kóreumenn hafi ræst kjarnakljúfur ríkisins í Yongbyon fyrr á þessu ári. Í árlegri skýrslu IAEA sem birt var um helgina segir að kveikt hafi verið á kljúfinum í júlí og kælivatn hafi verið losað frá Yongbyon.

Erlent
Fréttamynd

Sendi­herra kallaður heim eftir að konan hans sló af­greiðslu­konu

Belgíska utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að kalla sendiherra sinn í Suður-Kóreu heim eftir að eiginkona hans réðst á afgreiðslukonu í höfuðborginni Seúl í síðasta mánuði. Eiginkonan bar upphaflega fyrir sig friðhelgi diplómata til að komast hjá ákæru en ráðuneytið féll frá því.

Erlent
Fréttamynd

Sendiherrafrú ber fyrir sig friðhelgi vegna löðrungs

Eiginkona belgíska sendiherrans í Suður-Kóreu ber fyrir sig friðhelgi erindreka erlendra ríkja til að komast undan ákæru eftir að hún sást greiða afgreiðslukonu í verslun kinnhest í Seúl. Starfsfólk verslunarinnar hafði grunað hana um hnupl.

Erlent
Fréttamynd

Ætla ekki að tala við Bandaríkin án ívilnana

Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast ekki ætla að ræða við Bandaríkjamenn um mögulega afvopnun, fyrr en Bandaríkin hafa látið af „fjandsamlegri“ stefnu sinni gagnvart einræðisríkinu. Meðlimir ríkisstjórnar Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa reynt að ná sambandi við kollega sína í Norður-Kóreu frá því í febrúar en án árangurs.

Erlent
Fréttamynd

Systir Kim segir Biden að valda ekki vandræðum

Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn hans tóninn í morgun. Hún sagði Biden að forðast það að valda usla, ef hann vildi sofa vel næstu fjögur árin.

Erlent