Pósturinn

Sjálfbærnivegferð Póstsins er hafin
Stærsta áskorun Póstsins sem tengist sjálfbærni er losun gróðurhúsalofttegunda sem stafar af bílaflotanum sem á síðasta ári ók um 5,5 milljónir km, ef allt er talið. Það er til mikils að vinna að finna leiðir til að draga úr þessari losun og við erum með áætlun um endurnýjun bílaflotans í smíðum.

Fanney úr bakvinnslunni í þjónustustjórann hjá Póstinum
Fanney Bergrós Pétursdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustustjóra í þjónustuveri Póstsins. Þjónustuver Póstsins er staðsett á Akureyri en þar starfaði Fanney áður sem bakvinnslufulltrúi.

Munu framvegis dreifa bréfum tvisvar í viku
Pósturinn mun dreifa bréfum tvisvar í viku um land allt frá og með 1. maí næstkomandi. Síðustu misseri hefur bréfum verið dreift annan hvern dag en Pósturinn er með þessu að bregðast við „verulegri fækkun bréfasendinga“.

Ragnar frá Póstinum til Tix
Ragnar Skúlason hefur verið ráðinn til að leiða hugbúnaðarþróun hjá Tix Ticketing. Hann kemur frá Póstinum þar sem hann var teymisstjóri hugbúnaðarþróunar í upplýsingatæknideild. Ragnar er með tuttugu ára reynslu og þekkingu af hugbúnaðargerð.

Lilja nýr stöðvarstjóri Póstsins á Akureyri
Lilja Gísladóttir hefur verið ráðin stöðvarstjóri Póstsins á Akureyri frá og með 1. maí. Lilja hefur starfað hjá Póstinum frá árinu 2002, fyrst sem þjónustufulltrúi og síðar sem þjónustustjóri.

Afkoma Póstsins skipti engu í huga stjórnarformannsins, aðeins pólitík
Birgir Jónsson, forstjóri Play og áður forstjóri Íslandspósts, segir Bjarna Jónsson, þingmann VG og fyrrverandi stjórnarformann Íslandspósts, vera „holdgervingur þess að pólitísk hrossakaup fari alls ekki saman við meðhöndlun fyrirtækja eða verðmæta í almannaeigu.“

Benedikt ráðinn teymisstjóri hjá Póstinum
Benedikt Þorgilsson hefur verið ráðinn sem teymisstjóri hugbúnaðarþróunar í upplýsingatæknideild hjá Póstinum, og hefur þegar hafið störf. Hann mun hafa yfirumsjón með hugbúnaðarteymi Póstsins og leiða verkefni sem tengjast ytri kerfum.

Flokkur fólksins svarar engu um stjórnarsetu sonar Ingu Sælands
Flokkur fólksins hefur ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Innherja sem snúa að þeirri ákvörðun flokksins að tilnefna son formannsins í stjórn Íslandspósts. Baldvin Örn Ólason, sonur Ingu Sælands og starfsmaður flokksins, kom á dögunum nýr inn í stjórn ríkisfyrirtækisins en engar upplýsingar er að finna um fyrri störf hans eða menntun.

Bréfberarnir í Neskaupstað afþakka farartæki og skokka með póstinn
Það er líf og fjör hjá starfsfólki Póstsins í Neskaupstað þar sem tekist hefur að samræma vinnu og heilnæman lífstíl á einstakan hátt. Bréfberarnir afþakka notkun farartækja í vinnunni en ganga eða skokka þess í stað með póstinn um bæinn að vetri sem sumri, sama hvernig viðrar.

Sonur Ingu Sælands hreppir sæti í stjórn Íslandspósts
Það varð meiri háttar uppstokkun á stjórn Íslandspósts fyrir helgi þegar nánast öllum stjórnarmönnum ríkisfyrirtækisins var skipt út. Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fjártæknifélagsins Two Birds, situr áfram í stjórn en Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Gísli Sigurjón Brynjólfsson, Guðný Hrund Karlsdóttir og Baldvin Örn Ólason koma í stað þeirra sem skipt var út.

„Eitthvað óútskýranlegt aðdráttarafl á milli Póstsins og kattardýra“
Snjallkisinn Njáll er enn í þjálfun en stendur sig vel.

Ráðin sérfræðingur í upplifun viðskiptavina hjá Póstinum
Auður Ösp Ólafsdóttir hefur tekið við stöðu sérfræðings í upplifun viðskiptavina hjá Póstinum en hún sinnti áður stöðu vefstjóra fyrirtækisins.

Pósturinn lokar á Hellu og Hvolsvelli
Íbúar á Hellu og Hvolsvelli og sveitunum þar í kring eru ekki sáttir þessa dagana því Pósturinn hefur ákveðið að loka afgreiðslum sínum á stöðunum í vor. „Afleitt“, segir sveitarstjóri Rangárþings eystra.

Herra Baktus með stórleik í jólamyndbandi Póstsins
Einn frægasti köttur landsins, hinn eini sanni Hr. Baktus, landaði nýverið hlutverki spjallkisans Njáls í jólamyndbandi Póstsins.

„Mannauðsmælingar eru lykilþáttur í framtíð fyrirtækja“
Þórhildur hóf fyrst störf hjá Póstinum sumarið 2019 sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Frá lok árs 2020 hefur hún sinnt stöðu forstjóra Póstsins.

Hætt að senda nýju vegabréfin heim í pósti
Frá áramótum mun Þjóðskrá hætta að senda nýútgefin vegabréf heim til fólks í pósti og þarf þess í stað að sækja þau á skrifstofur sýslumannsembætta eða til Þjóðskrár.

Kötturinn Njáll hefur störf hjá Póstinum
Kötturinn Njáll hefur verið ráðinn inn í þjónustuver Póstsins. Njáll mun aðstoða þjónustuverið við að leysa úr vandamálum viðskiptavina en hann er svokallað spjallmenni.

Almenningur tapar milljónum í hverjum mánuði vegna svikapósta
Netglæpamenn ná milljónum af almennum borgurum í hverjum mánuði með svikapóstum að sögn sviðsstjóra hjá Fjarskiptastofu. Nú standi yfir herferðir þar sem glæpamenn nýta sér vörumerki Póstsins og DHL.

Bréfberi fær engar skaðabætur frá Íslandspósti vegna hálkuslyss
Íslandspóstur þarf ekki að greiða bréfbera skaðabætur vegna vinnuslys sem hann varð fyrir í desember 2015. Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu.

Breytingar í samræmi við lög og breytt samfélag
Íslandspóstur hefur náð góðum árangri í rekstri fyrirtækisins þrátt fyrir fjölbreyttar áskoranir undanfarin ár. Pósturinn hefur meðal annars þurft að takasta á við samfélagslegar breytingar á borð við samdrátt bréfasendinga og öra fjölgun pakkasendinga.

Segir verðhækkanir Póstsins á höfuðborgarsvæðinu koma á óvart
Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp ehf., segir það koma á óvart að Pósturinn hafi hækkað verð á á höfuðborgarsvæðinu. Hækkunin komi þó fyrirtækjum í samkeppni við Póstinn vel.

Verðið hjá Póstinum hækkar á landsbyggðinni
Verð á sendingum Íslandspósts á fjölpósti og sendingum á pökkum 0-10 kg að þyngd tekur breytingum um mánaðamótin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum.

Er pósturinn frá Póstinum?
Ég sá malt og appelsín dós í sjálfsala í gær. Fyrr en varði var ég farinn að velta fyrir mér ásættanlegum tíma til að kveikja jólaljósin og fara að huga að jólagjöfunum. Ef til vill hefðu þessar hugleiðingar mínar mátt bíða í tvær, þrjár vikur en hvernig svo sem við lítum á það styttist í jólin með hverjum deginum sem líður og jólunum fylgja að sjálfsögðu jólagjafir.

Kveður ferðaþjónustuna og hefur störf hjá Póstinum
Sigríður Heiðar hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns söludeildar Póstsins. Hún hefur þegar hafið störf og mun leiða söluteymi Póstsins og bera ábyrgð á sölustarfsemi fyrirtækisins.

Mun stýra mannauðsmálunum hjá Póstinum
Dagmar Viðarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður mannauðsmála hjá Póstinum.

Óvæntar kærleikskveðjur Guðrúnar vekja athygli á Selfossi
Guðrún María Jóhannsdóttir, starfsmaður á pósthúsinu Selfossi, tók upp á því á dögunum að skrifa litlar kærleikskveðjur til viðskiptavina á minnismiðum með sendingum. Nú fær hún blóm til baka frá þakklátum viðskiptavinum.

Óvæntar sendingar frá Salómonseyjum eru frá Ali Express
Neytendur þurfa ekki að óttast þótt þeim berist tilkynning um óvæntar pakkasendingar frá Salómonseyjum. Þarna er ekkert vafasamt á ferðinni, heldur sendingar Ali Express frá Kína sem sendir eru gegnum Salómónseyjar.

Guðjón keyrir stafrænu málin áfram hjá Póstinum
Guðjón Ingi Ágústsson hefur tekið við sem forstöðumaður Stafrænna lausna og upplýsingatækni hjá Póstinum en hann hefur áður sinnt stöðu tæknirekstrarstjóra fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum.

Ráðin forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins
Kristín Inga Jónsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns markaðsdeildar Póstsins. Hún hefur starfað hjá Póstinum frá árinu 2019 sem markaðssérfræðingur.

Nýr framkvæmdastjóri hjá Póstinum
Gunnar Þór Tómasson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra fjármálasviðs Póstsins en hann kemur frá fyrirtækinu EY og hefur þegar hafið störf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum.