Hafnarfjörður

Fréttamynd

Tæp­lega 40 lekar komið upp

Upp komu tæplega 40 lekar í gær og í nótt á afmörkuðum svæðum í kjölfar þess að heitu vatni var hleypt aftur á stóran hluta höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Hvetja fólk til að láta vita af lekum

Veitur biðla til fólks sem vör hafa orðið fyrir leka í kjölfar heitavatnsleysisins á höfuðborgarsvæðinu að hringja í neyðarsíma þeirra og láta vita af þeim.

Innlent
Fréttamynd

Hafa þurft að skrúfa fyrir vatnið víða vegna leka

Veitur hafa þurft að skrúfa fyrir heitt vatn á litlum og afmörkuðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu vegna leka eftir að heitu vatni var hleypt aftur á kerfið í morgun í kjölfar þess að vinnu lauk við Suðuræðina. Silja Ingólfsdóttir upplýsingafulltrúi Veitna segir lekana á dreifðu svæði og að unnið sé að því að laga þá.

Innlent
Fréttamynd

Ó­venju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun

Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun.  „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis.

Innlent
Fréttamynd

Engin út­köll vegna vatns­leka í nótt

Nóttin var róleg hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og engin fleiri útköll vegna leka. Í tilkynningu frá slökkviliðinu kemur fram að síðasta sólarhringinn hafi þeir farið í átta útköll á dælubíla. Flest verkefnin voru leyst á nokkrum klukkustundum en um var að ræða bæði smáelda og vatnsleka.

Innlent
Fréttamynd

Óvenjumörg út­köll vegna vatnsleka á höfuð­borgar­svæðinu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í óvenjulega mörg útköll í kvöld vegna vatnsleka. Það vekur athygli að allir lekarnir nema eitt hafi verið í þeim hverfum höfuðborgarsvæðisins þar sem skrúfað hefur verið fyrir heita vatnið vegna vinnu Veitna við tengingu á Suðuræð 2.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa að leita annað í sund

Þónokkrum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu verður lokað í vikunni vegna framkvæmda Veitna. Heitavatnslaust verður víða á höfuðborgarsvæðinu næstu daga.

Innlent
Fréttamynd

„Týpísk pólitík að tefja málið“

Tillögu Jóns Inga Hákonarsonar, bæjarfulltrúa Viðreisnar í Hafnarfirði, um að Coda Terminal-verkefni Carbfix verði sett í íbúakosningu var vísað til bæjarráðs á bæjarstjórnarfundi í gær. Jón Ingi harmar þessa ákvörðun og vænir fulltrúa meirihlutans um ósamræmi í máli og verkum.

Innlent
Fréttamynd

Setjum Coda Terminal verk­efnið í í­búa­kosningu í Hafnar­firði

Í lok maí 2024 var auglýst kynning á umhverfismatsskýrslu vegna Carbfix - Coda Terminal verkefnisins í Hafnarfirði. Ég ákvað að horfa á kynninguna í streymi á netinu. Eftir kynninguna setti mig hljóða, átti að fara að setja niður 80 borholur steinsnar frá íbúabyggð við Vellina í Hafnarfirði?

Skoðun
Fréttamynd

Ók á mann og stakk af

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti þremur útköllum í gærkvöldi þar sem slys höfðu orðið á fólki í umferðinni. Þar á meðal var tilkynning um að ekið hefði verið á mann á hlaupahjóli og ekið á brott.

Innlent
Fréttamynd

Bylgju­lestin endaði sumarið í Hafnar­firði

Lokaáfangastaður Bylgjulestarinnar þetta sumarið var Hafnarfjörður. Bylgjubíllinn mætti í miðbæ Hafnarfjarðar en hátíðinn Hjarta Hafnarfjarðar fór fram í fimmta sinn síðustu helgi. Hátíðin hefur slegið í gegn hjá Hafnfirðingum sem og öðrum sem heimsótt hafa bæinn í sumar.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Slapp með skrámur eftir veltu á Reykja­nes­braut

Maður slapp með minniháttar áverka eftir að bíll hans fór í veltu og hafnaði á staur á Reykjanesbrautinni í morgun. Hann hafði ekið á skilti og misst stjórn á bílnum og komu viðbragðsaðilar að honum uppistandandi.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekinn eftir fimm metra fall til jarðar

Maður var fluttur á bráðamóttöku Landspítala í dag eftir vinnuslys þar sem hann féll úr fjögurra til fimm metra hæð til jarðar í miðborg Reykjavíkur. Við athugun kom í ljós að hann og samstarfsmaður hans væru á Íslandi í ólöglegri dvöl og höfðu þar að auki ekki tilskilin vinnuréttindi, að sögn lögreglu. Voru þeir báðir handteknir og mál þeirra tekið til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Vatnið og tíminn

Carbfix-aðferðin við að binda koldíoxíð þarfnast vatns. Ekki með neysluvatnsgæðum en þó ferskvatn eða jafnvel sjó. Sérstaklega verður kannað betur hvort sjór henti aðferðinni. Ferksvatnsstreymi á Íslandi er takmarkað eins og annars staðar og þarft að vita hvort saltvatn dugar til kolefnisbindingar. 

Skoðun
Fréttamynd

Loftslagsávinningur Coda Terminal er gífur­legur

EFLA verkfræðistofa tók að sér að vinna vistferilsgreiningu á fyrstu stigum hönnunar fyrir Coda Terminal verkefnið. Vistferilsgreining er stöðluð aðferð til að meta umhverfisáhrif framkvæmdar yfir hluta eða alla virðiskeðju framkvæmdarinnar. Umfang þessarar vistferilsgreiningar náði yfir sjóflutninga á milli landa til og frá Coda Terminal, uppbyggingu og rekstur stöðvarinnar og bindingu CO2 yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar.

Skoðun