Reykjavík

Fréttamynd

Gerir upp gamlar tilfinningar á nýrri sýningu

Listakonan Rakel Tomas opnar sýninguna Hvar ertu? næsta föstudag á vinnustofu sinni og sýningarrými á Grettisgötu 3. Til sýnis verða um tuttugu ný verk sem Rakel segir hafa farið í allt aðra átt en hún átti von á við upphaf ferlisins.

Lífið
Fréttamynd

„Er öllum sama um börnin og kennarana í Foss­vogs­skóla?“

Er öllum sama um börnin og kennarana í Foss­vogs­skóla? Að þessu spyr for­eldri tveggja barna í ­skólanum sig í harð­yrtri færslu á Face­book þar sem hún gagn­rýnir fram­ferði Reykja­víkur­borgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hor­tug­heit.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­maður á Sælu­koti sakaður um of­beldi gegn barni

Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti í Reykjavík hefur verið sakaður um ofbeldi í garð barns við skólann. Þetta staðfestir María Ösp Ómarsdóttir leikskólastjóri Sælukots í samtali við fréttastofu en hún veit ekki til þess að málið hafi verið kært til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Eitt barn reyndist smitað á Álftaborg

Eitt barn á leikskólanum Álftaborg í Safamýri hefur greinst smitað af kórónuveirunni. Börn og starfsmenn voru send í sóttkví eftir að starfsmaður greindist smitaður á föstudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Teknir í spyrnu á 157 kílómetra hraða

Rétt fyrir klukkan tvö í nótt voru tvær bifreiðar stöðvaðar á Miklubraut eftir að hafa mælst á 157 kílómetra hraða á klukkustund en hámarkshraði á Miklubraut er 80 kílómetrar á klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert verður af Color Run í ár

Ákveðið hefur verið að fresta Litahlaupinu, The Color Run, sem átti að fara fram þann 28. ágúst næstkomandi fram til næsta sumars vegna samkomutakmarkana. Vonast er til að hægt verði að halda hlaupið samkomutakmarkanalaust í júní á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Heita vatnið kemur aftur í kvöld

Víða er enn heita­vatns­laust í Vestur­bænum en vatnið átti að koma aftur á klukkan 16 í dag. Það var tekið af í morgun til að tengja lagnir fyrir nýja Land­spítalann en ætti að vera komið aftur á hjá flestum fyrir klukkan 20 í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir og eftir myndir geta verið skaðlegar og valdið skömm

„Það eru einhverjir sem verða fyrir engum áhrifum af þessum myndum en í flestum tilfellum eru þessar myndir að sýna myndir af feitum líkama fyrir og svo stæltari og grennri líkama eftir.“ segir Aldís Eva Friðriksdóttir sálfræðingur um svokallaðar fyrir og eftir myndir.

Lífið
Fréttamynd

Heitavatnslaust í Vesturbæ

Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa eflaust margir orðið þess varir í morgunsárið að það er heitavatnslaust í bæjarhlutanum.

Innlent
Fréttamynd

Þrír menn handteknir á lokuðu hafnarsvæði

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um þrjá menn á lokuðu hafnarsvæði í póstnúmeri 104. Voru þeir handteknir grunaðir um húsbrot og vistaðir í fangageymslum vegna rannsóknarhagsmuna.

Innlent
Fréttamynd

Afhjúpuðu nýjan rafmagnsbíl á Háskólatorgi

Team Spark, kappaksturs- og hönnunarlið Háskóla Íslands, afhjúpaði í dag nýjan rafknúinn kappakstursbíl sem liðið hefur unnið að undanfarin tvö ár í krefjandi aðstæðum kórónuveirufaraldursins. 

Innlent
Fréttamynd

Ekkert heitt vatn í Vestur­bænum í nótt og á morgun

Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur mega búa sig undir heitavatnsleysi í nótt og á morgun. Starfsfólk Veitna hefst handa í nótt við að tengja nýja hitaveitulögn fyrir Landspítala háskólasjúkrahús við stofnlögnina sem flytur heitt vatn í Vesturbæ Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Sóttkvíarbrjótur strauk úr sóttvarnahúsi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um strok úr sóttvarnahúsi. Um var að ræða einstakling sem átti að vera í sóttkví en hann fannst skömmu síðar og var fylgt aftur í sóttvarnahús.

Innlent
Fréttamynd

Konu hrint niður stiga

Konu var hrint niður stiga á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti í gær. Hún fékk höfuðhögg og var meðvitundarlítil þegar lögregla kom á vettvang, og var flutt  á bráðadeild. Ekki er vitað um ástand hennar núna.

Innlent
Fréttamynd

Klóra sér í hausnum eftir nóttina og fiska eftir svörum

Viðskiptavinir rafskútuleigunnar Hopp vissu ekki á hvaðan á sig stóð veðrið þegar þeir sáu dauða fiska á sex mismunandi farartækjum. Málið hefur vakið mikla athygli á meðal forvitinna netverja sem leita nú að veraldlegum skýringum.

Lífið