Reykjavík

Fjöldi fyrirtækja á skiltum mótmælenda
Svokölluð sniðganga var gengin í Reykjavík og á Akureyri í dag. Um er að ræða viðburð á vegum félagsins Ísland-Palestína með þann tilgang að hvetja til sniðgöngu á vörum frá Ísrael til stuðnings Palestínu.

Sagður hafa veifað hníf í miðborginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því í fréttatilkynningu að tilkynning hafi borist um mann í miðborginni sem hafi veifað hníf í dag.

Biskupsbústaðurinn seldur
Biskupsbústaðurinn við Bergstaðastræti 75 er seldur. Séra Agnes M. Sigurðardóttir, sem vígði eftirmann sinn í embætti fyrir tæpum tveimur vikum er því síðasti biskupinn til að búa í húsinu. Félag í eigu Birnu Jennu Jónsdóttur fjárfestis keypti húsið.

Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum
Eigendur TGI Friday´s hafa samið við veitingamanninn Elís Árnason um kaup á veitingastaðnum Sport & Grill og kaffihúsinu Adesso í Smáralind og hafa tekið við rekstri staðanna. Gert er ráð fyrir því að Friday‘s flytji í húsnæði Sport og grill í Smáralind þegar búið er að breyta rýminu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Helga Magnúsi Hermannssyni framkvæmdastjóra Friday‘s.

Mikil aðsókn í Alþingishúsið
Færri komast að en vilja í leiðsögn um Alþingishúsið í dag, en nýtt hús Alþingis verður opið öllum síðdegis. Skrifstofustjórinn segir leiðsögnina svo vel heppnaða að stefnt sé að því að endurtaka leikinn síðar.

Segir það alrangt að Elvar skuldi ekki nema tvær milljónir í laun
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, skuldi um tvær milljónir í laun. Á þessari stundu séu 3,8 milljónir hjá lögmanni í innheimtu fyrir hönd fólks sem hafi leitað til Eflingar vegna launaþjófnaðar.

Rafmagnslaust í Laugardal í nótt
Rafmagnslaust var í Laugardal og nágrenni í nótt á milli klukkan 02:41 og 04:59 vegna bilunar. Í tilkynningu frá Veitum kemur fram að rafmagnsleysið hafi haft áhrif á póstnúmer 104, 105 og 108.

Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur
Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári.

Lagði á flótta á Vegmúla
Ökumaður lagði á flótta frá lögreglu eftir að hún hafði afskipti af ökutæki hans við Vegmúla í Reykjavík í dag, örskammt frá vegamótunum við Suðurlandsbraut.

Bjóða almenningi í heimsókn
Almenningi verður biðið að skoða Alþingishúsið og Smiðju, nýja skrifstofubyggingu Alþingis á morgun, laugardag. Viðburðurinn er liður í dagskrá áttatíu ára afmælis lýðveldisins.

Viðgerð lokið eftir að strengur slitnaði við Elliðaárbrú
Strengur hefur slitnað á stofnleið við brú yfir Elliðaár í Reykjavík. Unnið er að viðgerð en slitið hefur meðal annars áhrif á netþjónustu í Norðlingaholti.

„Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“
Formaður Eflingar segir mótmæli fyrir utan Ítalíu tilkomin vegna stórfellds launaþjófnaðar eigandans. Vandinn sé að á Íslandi er ekkert mál að stela launum. Menn komi sér því upp viðskiptamódeli sem gangi út að ráða erlent verkafólk og greiða þeim ekki laun.

Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa
Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða.

Mótmæla við veitingastaðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar
Stéttarfélagið Efling stendur í kvöld fyrir mótmælum við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars Ingimarssonar, eiganda og rekstraraðila Ítalíu, gegn starfsfólki staðarins. Eflingarfélagar tóku upp mótmælastöðu fyrir framan staðinn klukkan sjö og ætla að dreifa dreifimiðum um framferði Elvars og ræða við gesti.

Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur
Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur, hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í dag fyrir handritið Skólastjórann. Verðlaunin voru veitt í fimmta sinn en alls bárust 41 handrit undir dulnefni í ár.

Hlupu í burtu þegar ungmenni dró upp hníf
Lögreglu barst tilkynning um þrjú ungmenni að slást í Laugardalnum og var eitt þeirra vopnað hníf. Samkvæmt tilkynningunni tók viðkomandi upp hníf sem varð til þess að hinir tveir hlupu á brott. Sá vopnaði hafi þá kastað hnífnum án árangurs í átt að þeim sem flúðu.

Íbúð við Laugaveg sem áður var bíósalur
Við Laugaveg 96 í Reykjavík er að finna sjarmerandi íbúð í sögufrægu húsi sem var byggt árið 1967. Stjörnubíó var áður til húsa í eigninni en síðustu kvimyndasýningarnar fóru fram þann 28. febrúar 2002. Ásett verð er 119,9 milljónir.

Mega nú setja svalir á hús í Norðurmýri og Rauðarárholti
Hluti Hlíða er nú með hverfisvernd. Heimildir til breytinga og viðbygginga á núverandi húsum hafa nú verið samræmdar og á að vera skýrara fyrir íbúa að sjá hvaða breytingar á húsnæði þeirra eru heimilar. Auk þess er auðveldara að sækja um leyfi.Þá á að leyfa lausagöngu hunda á hluta Klambratúns.

Haraldur skammar Pawel: „Ömurlegt pólitískt útspil“
Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, virðist ekki parsáttur við skrif Pawels Bartoszek, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, á Vísi í gær. Pawel birti skoðanapistil þar sem hann veltir upp vandræðum Víkinga vegna þátttöku þeirra í Sambandsdeild Evrópu, kröfurnar sem fylgja og kostnaðinn sem það ber í för með sér fyrir skattgreiðendur.

Andlát eftir höfuðhögg á LÚX komið á borð saksóknara
Mál sem varðar andlát 25 ára gamals litáísks karlmanns sem lést eftir líkamsárás síðasta sumar er komið á borð héraðssaksóknara. Enn á eftir að gefa út ákæru í málinu.

„Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil“
Samtökin Landvernd og Aldin gegn loftslagsvá krefjast þess að flugi með einkaþotum og þyrluflugi um Reykjavíkurflugvöll verði settar skorður og fellt undir mengunarbótareglu Ríó-sáttmálans.

Í orði en ekki á borði
Borgarfulltrúar mynda stjórn borgarinnar og búa yfir miklu valdi sem vandmeðfarið er.

LHÍ stefnir á Skólavörðuholtið í stað Tollhússins
Stefnt er á að öll starfsemi og allar deildir Listaháskóla Íslands (LHÍ) muni sameinast undir einu þaki í núverandi húsnæði Tækniskólans á Skólavörðuholti árið 2029. Áður hafði verið lagt upp með að Listaháskólinn ætti framtíðarhúsnæði í Tollhúsinu. Óskin kemur frá LHÍ og ráðherra segir hugmyndina afar skynsamlega.

Fólk kveiki á kerti til minningar um Bryndísi Klöru
Anna Björt Sigurðardóttir hvetur landsmenn til að kveikja á friðarkerti á föstudag til að minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Útför Bryndísar Klöru fer fram á föstudag. Anna Björt hefur haft samband við allar stærstu matvöruverslanir landsins sem munu í dag hefja sölu á sérstöku friðarkerti. Allur ágóði af sölu kertisins rennur óskiptur í Minningarsjóð Bryndísar Klöru.

Gat varla gengið en hljóp hálfmaraþon
Dagur B. Eggertsson forseti borgarráðs segist hafa komið sjálfum sér og öðrum á óvart um helgina þegar hann hljóp hálfmaraþon. Hann segir það stóran áfanga, hann hafi ekki verið viss um að hann gæti þetta, enda séu ekki mörg ár síðan hann gat varla gengið vegna gigtar og þurfti að styðjast við staf vetrarlangt.

Hildur Sif og Páll Orri festu kaup á hönnunaríbúð í 101
Hildur Sif Hauksdóttir, áhrifavaldur og raunveruleikastjarna, og kærastinn hennar Páll Orri Pálsson hafa fest kaup á 94 fermetra íbúð við Ánanaust í Reykjavík. Eignin er á fyrstu hæð í sjö hæða nýlegu fjölbýlishúsi.

Vill halda Borgarspítalanum opnum þegar að nýi spítalinn opnar
Jón Magnús Kristjánsson, bráðalæknir og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala, vill að hætt verði við að loka spítalanum í Fossvogi þegar Nýi-Landspítalinn opnar við Hringbraut. Spítalinn verði aftur að Borgarspítala og aðgengilegur til dæmis heimilislæknum sem þurfi að vísa sjúklingum í bráða innlögn á höfuðborgarsvæðinu.

Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll
Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna.

Fær engar upplýsingar um lögreglumál sonar síns
Fjölskylda fjölfatlaðs manns sem slasast hefur í tvígang í umsjá starfsmanna sambýlisins að Hólmasundi gagnrýnir harðlega skort á upplýsingagjöf af hálfu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Seinna slysið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Fjölskyldan hefur leitað aðstoðar lögfræðings og hyggst leita réttar síns. Hún gagnrýnir einnig eftirlitsleysi með starfsemi sambýla sem rekin eru af Reykjavíkurborg.

Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju?
Á hverju hausti mæta þingmenn landsins í sínu fínasta pússi til þingsetningar og var dagurinn í dag engin undantekning þar á. Tískuunnendur bíða gjarnan spenntir eftir því að sjá hvaða klæðnað embættismenn velja fyrir tilefnið.