Hveragerði

Fréttamynd

Bjarki prjónar og prjónar í Hveragerði

Prjónaskapur hefur bjargað Bjarka Jónassyni í eirðarleysi sínu í Hveragerði eftir að hann veiktist. Bjarki prjónar sokka, vettlinga, eyrnabönd og lopapeysur eins og engin sé morgundagurinn.

Innlent
Fréttamynd

Hvergerðingar taka höndum saman og krakkarnir þakklátir

Hvergerðingar hyggjast taka höndum saman við að endurbyggja Hamarshöllina sem eyðilagðist í óveðrinu sem gekk yfir í gærmorgun og margir ætla að gefa vinnu sína. Þeir segja þetta mikinn skell fyrir samfélagið en ætla að taka þetta á jákvæðninni.

Innlent
Fréttamynd

Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný

Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið.

Innlent
Fréttamynd

Hamarshöllin í Hveragerði fokin

Hamarshöllin, risa blöðru íþróttahús er fokin og stendur grunnur hússins aðeins eftir. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði staðfesti að höllin hafi fokið snemma í morgun í ofsaveðri í Hveragerði.

Innlent
Fréttamynd

Í beinni: Hver verður formaður Eflingar?

Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld. Tekur hún því við formannsstóli verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar.

Innlent
Fréttamynd

Kalla eftir úr­bótum eftir að heiðin var lokuð í þrjá sólar­hringa

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur skorað á Vegagerðina að gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að aftur komi upp ástand viðlíka því sem varð í byrjun vikunnar, þegar vegurinn um Hellisheiði var lokaðir fyrir allri umferð í þrjá sólarhringa vegna veðursins sem gekk yfir landið.

Innlent
Fréttamynd

Fengu tiltal frá lögreglu vegna ruglingslegra sóttvarnareglna

Lögreglan á Suðurlandi heimsótti Gróðurhúsið í Hveragerði fyrr í kvöld vegna sóttvarnareglna sem höfðu verið brotnar inni í mathöllinni á staðnum. Eigandi Gróðurhússins segir að bætt verði úr sóttvörnum á staðnum fyrir morgundaginn en reglur hafi verið óskýrar þegar þær breyttust á miðnætti í gær. 

Innlent
Fréttamynd

„Heilsustofnun hefur ekkert að fela“

Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði segir stofnunina ekkert hafa að fela eftir að Kjarninn greindi frá úttekt eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands, þar sem fram kom að Náttúrulækningafélag Íslands, eigandi stofnunarinnar, hefði með ólögmætum hætti tekið um 600 milljónir úr starfsemi Heilsustofnunarinnar. Þórir segir hverri einustu krónu hafa verið veitt til að þjónusta sjúklinga í samræmi við þjónustusamning.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti við Ingólfsfjall í nótt

Jarðskjálfti upp á 3 stig reið yfir í nótt, klukkan sextán mínútur yfir fjögur. Í þetta skiptið skalf jörð þó ekki í grennd við Fagradalsfjall, heldur átti skjálftinn upptök sín um átta kílómetra austur af Hveragerði, í Ingólfsfjalli.

Innlent
Fréttamynd

Gróðurhúsið í Hveragerði formlega opnað

Gróðurhúsið opnaði formlega í Hveragerði í dag og var haldið partý þar á laugardag til að halda upp á opnunina. Fjölbreytt starfsemi er í byggingunni sem á að höfða bæði til Íslendinga og erlendra ferðamanna en þar er að finna hótel, mathöll, bar, verslanir, kaffihús, matarmarkað og ísbúð.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Töfratálgari í Hveragerði

Útskurðarhnífar Andrínu Guðrúnar í Hveragerði hljóta að vera einhverskonar töfrahnífar því fuglarnir, sem hún tálgar verða svo fallegir í höndunum á henni. Mesta áskorun Andrínu er að tálga hrafninn.

Innlent
Fréttamynd

Kafli milli Hveragerðis og Ölfusborga boðinn út

Vegagerðin hefur boðið út næsta áfanga í breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus, milli Hveragerðis og Selfoss. Útboðið sem núna er auglýst er tæplega áttahundruð metra langur tengivegur við austurjaðar Hveragerðis, ásamt smíði nýrrar brúar yfir Varmá norðan Suðurlandsvegar.

Innlent