Ölfus

Vangaveltur Elliða um nýtt merki Samfylkingarinnar hljóta misjafnar undirtektir
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, telur nýtt merki Samfylkingarinnar svipa til nokkurra merkja nasista sem notuð hafa verið í gegnum tíðina.

Vonar að kjarasamningar náist fyrir þriðjudag
Ótímabundið verkfall starfsmanna Eflingar hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefst að óbreyttu á þriðjudag eftir viku, degi eftir að skólar opna að nýju. Samningafundur fór fram milli forsvarsmanna Eflingar og sveitarfélaganna í dag en ekkert kom út úr honum. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudag.

Fötin reyndust hafa verið skilin eftir af sjósullandi drengjum
Engin ástæða er til að hafa áhyggjur vegna sjóblauts fatnaðar sem fannst við höfnina í Þorlákshöfn í dag. Drengir sem voru að sulla í fjörunni höfðu skilið þau eftir í gærkvöldi.

Hefja leit við Þorlákshöfn vegna sjóblauts fatnaðar
Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir því við svæðisstjórn börgunarsveita á kallaður verði bátaflokkur til öryggisleitar í og við Skötubót í Þorlákshöfn. Sjóblautur fatnaður fannst í fjörunni við svokallað áburðarplan við varnargarðinn við Skötubót.

Verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefst 5. maí
Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogi, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Ölfusi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í ótímabundið verkfall frá og með 5. maí næstkomandi.

Reykjadalur er lokaður
Fyrir tæpri viku síðan, þann 15. apríl, var tekin ákvörðun um að loka hinu vinsæla útivistarsvæði Reykjadal í Ölfusi.

Nýr garðskáli byggður við Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi
Framkvæmdir eru að hefjast við byggingu nýs garðskála í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi, sem er ein af starfsstöðvum Landbúnaðarháskóla Íslands.

Þekkingarsetur um matvælastarfsemi stofnað í Ölfusi
Á næstunni verður stofnað Þekkingarsetur í Ölfusi um matvælastarfsemi, sem mun skapa fjölmörg ný störf í sveitarfélaginu.

Lárus frá Þór til Þórs
Þór Þ. er búinn að finna nýjan þjálfara fyrir karlalið félagsins í körfubolta.

Byrja að breikka þjóðveginn undir Ingólfsfjalli eftir páska
Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis.

Slasaður vélsleðamaður fluttur til Reykjavíkur
Óskað var eftir aðstoð eftir að slys varð á vélsleðamanni nærri skíðaskálanum í Hveradölum nú skömmu eftir klukkan þrjú í dag.

Friðrik Ingi hættur hjá Þór
Friðrik Ingi Rúnarsson heldur ekki áfram sem þjálfari Þórs Þ.

Sveitarfélögin höfnuðu tilboði Eflingar
Fundi í kjaradeilu Eflingar og samninganefndar sveitarfélaga lauk í morgun, án niðurstöðu.

Heimagreiðslur í Ölfusi
Heimagreiðslur til foreldra barna í Sveitarfélaginu Ölfuss, sem koma börnum sínum ekki í leikskóla eða til dagmóðurs hafa verið teknar upp.

Enginn samningafundur milli Eflingar og sveitarfélaga fyrr en á mánudaginn
„Ég er bara gáttaður á seinagangi Sambands íslenskra sveitarfélaga við að sinna þessum viðræðum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.

Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi
Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi.

Sirkushundur í Þorlákshöfn sem elskar lifrarpylsu
Tíbrá, sem er hundur af tegundinni Australian Cattledog er sannkallaður sirkushundur því tíkin getur gert ótrúlegustu hluti sem eigandi hennar, Jóhanna Eyvinsdóttir, lögreglukona hefur kennt henni.

Báru kennsl á handlegginn sem fannst á Selvogsgrunni
Upphandleggsbein sem kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017 er af íslenskum karlmanni sem hvarf tveimur árum áður.

Íslenskir aðalverktakar buðu lægst í breikkun hringvegarins um Ölfus
Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. Tilboðsfrestur í þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar á þessu ári rann út í dag.

Hellisheiði lokað vegna snjóruðningstækis
Hellisheiði á Suðurlandsvegi verður lokað klukkan tvö í dag í báðar áttir.

Hátt í hundrað tilkynningar bárust um skjálftann
Jarðskjálfti sem mældist 3,7 að stærð og átti upptök sín við Hengilinn í morgun fannst allt frá Selfossi og upp í Borgarfjörð.

Jarðskjálfti að stærð 3,6 skók jörð við Hellisheiðarvirkjun
Jörð skalf á höfuðborgarsvæðinu klukkan 7:24 í morgun eftir að jarðskjálfti af stærð 3,6 varð með skjálftamiðju um fjóra kílómetra norðvestur af Hellisheiðarvirkjun.

Bjóða út breikkun hringvegar milli Selfoss og Hveragerðis
Þegar framkvæmdum lýkur haustið 2023 verður kominn 2+1 vegur með aðskildum akstursstefnum milli þessara tveggja fjölmennustu bæja Suðurlands.

Mikil umsvif í kringum höfnina í Þorlákshöfn
Akranes er nýtt flutningaskip sem siglir nú vikulega á milli Danmerkur, Færeyja og Þorlákshafnar.

Hlúðu að ferðamönnunum í Hellisheiðarvirkjun
Tvær rútur með 38 ferðamenn voru á austurleið þegar þær höfnuðu út af Suðurlandsvegi á Hellisheiði í morgun.

Tvær rútur með á fjórða tug ferðamanna fuku út af veginum á Hellisheiði
Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það.

Handleggur kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017
Málið er hið eina óupplýsta sinnar tegundar á Íslandi en ekki hefur verið fjallað um það áður, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi.

Léttir, friður og djúpstæður missir að borin hafi verið kennsl á líkamsleifarnar
Birgitta Jónsdóttir fyrrverandi alþingismaður er dóttir Jóns Ólafssonar, sem hvarf á aðfangadag 1987. Birgitta var tvítug þegar faðir hennar hvarf og segir það fyrst og fremst mikla friðþægingu að líkamsleifar hans hafi fundist.

Birgitta þakkar lögreglunni fyrir að upplýsa hvarf föður hennar
Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í dag að kennsl hefðu verið borin á líkamsleifar manns sem var talinn hafa fallið í Sogið árið 1987.

Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum
Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá.