

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, telur nýtt merki Samfylkingarinnar svipa til nokkurra merkja nasista sem notuð hafa verið í gegnum tíðina.
Ótímabundið verkfall starfsmanna Eflingar hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefst að óbreyttu á þriðjudag eftir viku, degi eftir að skólar opna að nýju. Samningafundur fór fram milli forsvarsmanna Eflingar og sveitarfélaganna í dag en ekkert kom út úr honum. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudag.
Engin ástæða er til að hafa áhyggjur vegna sjóblauts fatnaðar sem fannst við höfnina í Þorlákshöfn í dag. Drengir sem voru að sulla í fjörunni höfðu skilið þau eftir í gærkvöldi.
Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir því við svæðisstjórn börgunarsveita á kallaður verði bátaflokkur til öryggisleitar í og við Skötubót í Þorlákshöfn. Sjóblautur fatnaður fannst í fjörunni við svokallað áburðarplan við varnargarðinn við Skötubót.
Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogi, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Ölfusi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í ótímabundið verkfall frá og með 5. maí næstkomandi.
Fyrir tæpri viku síðan, þann 15. apríl, var tekin ákvörðun um að loka hinu vinsæla útivistarsvæði Reykjadal í Ölfusi.
Framkvæmdir eru að hefjast við byggingu nýs garðskála í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi, sem er ein af starfsstöðvum Landbúnaðarháskóla Íslands.
Á næstunni verður stofnað Þekkingarsetur í Ölfusi um matvælastarfsemi, sem mun skapa fjölmörg ný störf í sveitarfélaginu.
Þór Þ. er búinn að finna nýjan þjálfara fyrir karlalið félagsins í körfubolta.
Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis.
Óskað var eftir aðstoð eftir að slys varð á vélsleðamanni nærri skíðaskálanum í Hveradölum nú skömmu eftir klukkan þrjú í dag.
Friðrik Ingi Rúnarsson heldur ekki áfram sem þjálfari Þórs Þ.
Fundi í kjaradeilu Eflingar og samninganefndar sveitarfélaga lauk í morgun, án niðurstöðu.
Heimagreiðslur til foreldra barna í Sveitarfélaginu Ölfuss, sem koma börnum sínum ekki í leikskóla eða til dagmóðurs hafa verið teknar upp.
„Ég er bara gáttaður á seinagangi Sambands íslenskra sveitarfélaga við að sinna þessum viðræðum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.
Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi.
Tíbrá, sem er hundur af tegundinni Australian Cattledog er sannkallaður sirkushundur því tíkin getur gert ótrúlegustu hluti sem eigandi hennar, Jóhanna Eyvinsdóttir, lögreglukona hefur kennt henni.
Upphandleggsbein sem kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017 er af íslenskum karlmanni sem hvarf tveimur árum áður.
Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. Tilboðsfrestur í þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar á þessu ári rann út í dag.
Hellisheiði á Suðurlandsvegi verður lokað klukkan tvö í dag í báðar áttir.
Jarðskjálfti sem mældist 3,7 að stærð og átti upptök sín við Hengilinn í morgun fannst allt frá Selfossi og upp í Borgarfjörð.
Jörð skalf á höfuðborgarsvæðinu klukkan 7:24 í morgun eftir að jarðskjálfti af stærð 3,6 varð með skjálftamiðju um fjóra kílómetra norðvestur af Hellisheiðarvirkjun.
Þegar framkvæmdum lýkur haustið 2023 verður kominn 2+1 vegur með aðskildum akstursstefnum milli þessara tveggja fjölmennustu bæja Suðurlands.
Akranes er nýtt flutningaskip sem siglir nú vikulega á milli Danmerkur, Færeyja og Þorlákshafnar.
Tvær rútur með 38 ferðamenn voru á austurleið þegar þær höfnuðu út af Suðurlandsvegi á Hellisheiði í morgun.
Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það.
Málið er hið eina óupplýsta sinnar tegundar á Íslandi en ekki hefur verið fjallað um það áður, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi.
Birgitta Jónsdóttir fyrrverandi alþingismaður er dóttir Jóns Ólafssonar, sem hvarf á aðfangadag 1987. Birgitta var tvítug þegar faðir hennar hvarf og segir það fyrst og fremst mikla friðþægingu að líkamsleifar hans hafi fundist.
Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í dag að kennsl hefðu verið borin á líkamsleifar manns sem var talinn hafa fallið í Sogið árið 1987.
Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá.