Skaftárhreppur Svona er staðan í Grímsvötnum séð úr flugvélinni hjá RAX Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um tæpa tíu metra og gert er ráð fyrir að hlaup hefjist nú um helgina. Búist er við að hlaupið verði minna en spár gerðu upphaflega ráð fyrir en áfram eru taldar líkur á að gos fylgi í kjölfarið. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Grímsvötn í dag. Innlent 1.12.2021 16:31 Vatnshæð í Gígjukvísl hækkað um einn metra Vatnhæðin í Gígjukvísl hefur hækkað um einn metra frá í síðustu viku og þá hefur íshellan í Grímsvötnum lækkað um heila tíu metra. Sérfræðingar Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar Háskólans gera nú ráð yfir að Grímavatnahlaup nái hámarki um helgina. Innlent 1.12.2021 10:47 Íshellan sigið um fimm metra Íshellan í Grímsvötnum hefur nú sigið um fimm metra síðan á miðvikudag síðustu viku. Hlaupórói mælist á skjálftamælum, sem gefur til kynna að vatn er farið að streyma undir jöklinum. Innlent 29.11.2021 19:41 Íshellan nú lækkað 4,2 metra en ekkert bólar á hlaupi Íshellan í Grímsvötnum hefur nú lækkað um 4,2 metra síðan á miðvikudag, en ekkert bólar þó enn á hlaupi í Gígjukvísl. Innlent 29.11.2021 07:40 Byrja með „umfangsminni hugmyndir“ um hálendisþjóðgarð „Ef maður er hættur að komast áfram, getur verið ágætt að stíga aðeins aftur á bak.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um mögulegan hálendisþjóðgarð í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn væri að taka yfir umhverfisráðuneytið. Innlent 28.11.2021 14:37 Ekki að sjá að hlaupvatn sé komið fram í Gígjukvísl Ekki er að sjá að neitt hlaupvatn hafi komið fram í Gígjukvísl en íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að lækka í nótt. Innlent 26.11.2021 07:40 Vatnamótin til Fish Partner Vatnamótin eru eitt allra gjöfulasta sjóbirtingssvæði Íslands og það er okkur sönn ánægja að bjóða þau velkomin í ört stækkandi flóru félagsins. Veiði 29.10.2021 12:01 Funda í vikunni um mögulega sameiningu fjögurra Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi mun funda um næstu skref síðar í vikunni eftir að tillaga um sameiningu Ásahrepps, Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings ytra og Rangárþings eystra var felld í Ásahreppi. Innlent 27.9.2021 13:39 Sameiningu hafnað í Ásahreppi en naumlega samþykkt annars staðar Tillögu um sameiningu Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps var hafnað með miklum mun í Ásahreppi í kosningum sem fram fóru samhliða þingkosningum í gær. Innlent 26.9.2021 07:16 Ekki verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi Ekkert verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi eftir að Ásahreppur kolfelldi tillögu um að sameinast Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. Innlent 26.9.2021 00:36 Verður Sveitarfélagið Suðurland til eftir 25. september? Íbúar í fimm sveitarfélögum í Rangárvalla og Vestur-Skaftafellssýslu munu kjósa um sameiningu sveitarfélaganna samhliða alþingiskosningunum 25. september. Verði sameiningin samþykkti verður til víðfeðmasta sveitarfélag landsins, sem myndi ná yfir sextán prósent af flatarmáli landsins Innlent 20.9.2021 20:31 Má loksins tjá sig og hvatti til sameiningar Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, segir að lítil sveitarfélög ráði orðið illa við þau verkefni sem þeim hefur verið falið. Þetta sagði Tryggvi á fundi um mögulega samningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi á Hellu í gærkvöldi. Innlent 16.9.2021 14:32 Aflétta óvissustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna hlaups í Skaftá. Hlaupið er yfirstaðið. Innlent 14.9.2021 14:27 Aflétta hættustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflétta hættustigi almannavarna vegna hlaups í Skaftá. Innlent 10.9.2021 14:17 Gamla brúin hangir enn uppi og stóðst þriðja stórhlaupið Verulega hefur dregið úr hlaupinu í Skaftá í dag og er minni hætta talin á því að vatn flæði yfir hringveginn. Mesta furðu vekur að gamla brúin yfir Eldvatn skuli enn hanga uppi. Innlent 9.9.2021 22:44 Dregur úr líkum á því að hlaupvatn flæði yfir þjóðveg 1 Áfram hefur dregur úr rennsli Skaftár í dag. Talið er að minni líkur séu á því að hlaupvatn nái að flæða yfir þjóðveg 1, þó að ekki sé hægt að útiloka að hlaupvatnið nái þangað. Innlent 9.9.2021 17:45 Rennsli fer enn minnkandi við Sveinstind Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli er í rénun við Sveinstind og við Eldvatn og hélt áfram að draga úr í nótt. Innlent 9.9.2021 08:12 Hlaupið sópaði veginum frá eystri brúnni til Skaftárdals Hlaupið í Skaftá hefur náð hámarki og er byrjað að sjatna í árfarveginum. Þótt hlaupið sé minna en menn spáðu, telst það engu að síður mjög stórt. Innlent 8.9.2021 23:00 Bíða þess að hlaupið nái hámarki við Þjóðveginn Talið er að Skaftárhlaup hafi náð hámarki sínu við Sveinstind en nú er þess beðið að hlaupvatnið nái hámarki við þjóðveginn á næstu dögum. Það flæki málin að vatn í ánni hafi verið mikið áður en hlaup hófst í Eystri-Skaftárkatli. Innlent 8.9.2021 11:37 Hlaupið náð hámarki sínu en á eftir að skila sér í byggð Dregið hefur úr rennsli Skaftár við Sveinstind og mælist það nú um 1.100 rúmmetrar á sekúndu miðað við hámarksrennsli í gæt upp á um 1.500 rúmmetra á sekúndu. Hlaupvatn á enn eftir að skila sér niður farveg Skaftár og áhrif þess á byggð eiga því eftir að koma í ljós. Innlent 8.9.2021 09:48 Myndband tekið úr lofti sýnir kraftinn í hlaupinu Hægt hefur á vextinum í rennsli Skaftár við þjóðveg 1 það sem af er degi. Reiknað er með að núverandi hlaup vari lengur en fyrri hlaup úr eystri katlinum, sem getur orsakað meiri útbreiðslu í byggð. Innlent 7.9.2021 19:27 Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. Innlent 7.9.2021 13:19 Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. Innlent 7.9.2021 10:01 Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. Innlent 7.9.2021 06:51 Skaftá að komast í ham til að flæða yfir hringveginn Rennsli í Skaftá fór hratt vaxandi við Sveinstind eftir hádegi og er verið að loka hálendisvegum á svæðinu og rýma fjallaskála. Búist er við að hlaupið nái hámarki í byggð eftir tvo sólarhringa og eru líkur taldar á að hringvegurinn í Eldhrauni geti lokast um tíma. Innlent 6.9.2021 21:00 Loka vegum vegna Skaftárhlaups Fjórum vegum verður lokað í kvöld vegna Skaftárhlaupsins. Búist er við að vatn flæði yfir vegi í nálægð við hlaupið og verður þeim lokað frá og með klukkan sjö í kvöld. Innlent 6.9.2021 16:12 Hlaupvatnið komið undan jöklinum Rennsli og vatnshæð í Skaftá við Sveinstind hefur vaxið hratt frá því um hádegisbilið. Rennslið var um klukkan 14 komið í um 613 rúmmetra á sekúndu en er nú, klukkan 15:20 komið upp í tæpa 740 rúmmetra. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands. Innlent 6.9.2021 15:02 Reiknað með stærra hlaupi en 2018 Almannavarnir vara fólk við að vera á ferli við Skaftá en gert er ráð fyrir að hlaupvatn úr Eystri- Skaftárkatli nái að vatnshæðarmæli við Sveinstind síðdegis í dag. Íshellan á katlinum hefur nú þegar sigið um 25 metra. Veðurstofan útilokar ekki að að hlaupið fari yfir þjóðveg 1. Innlent 6.9.2021 11:59 Reikna með hlaupvatni við Sveinstind á allra næstu tímum Starfsmenn Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupvatns úr Eystri Skaftárkatli verði vart við Sveinstind á allra næstu klukkustundum. Þegar það gerist mun taka um átta tíma fyrir hlaupvatnið að ná niður að þjóðveginum við Eldvatn. Innlent 6.9.2021 07:54 Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. Innlent 5.9.2021 20:01 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 12 ›
Svona er staðan í Grímsvötnum séð úr flugvélinni hjá RAX Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um tæpa tíu metra og gert er ráð fyrir að hlaup hefjist nú um helgina. Búist er við að hlaupið verði minna en spár gerðu upphaflega ráð fyrir en áfram eru taldar líkur á að gos fylgi í kjölfarið. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Grímsvötn í dag. Innlent 1.12.2021 16:31
Vatnshæð í Gígjukvísl hækkað um einn metra Vatnhæðin í Gígjukvísl hefur hækkað um einn metra frá í síðustu viku og þá hefur íshellan í Grímsvötnum lækkað um heila tíu metra. Sérfræðingar Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar Háskólans gera nú ráð yfir að Grímavatnahlaup nái hámarki um helgina. Innlent 1.12.2021 10:47
Íshellan sigið um fimm metra Íshellan í Grímsvötnum hefur nú sigið um fimm metra síðan á miðvikudag síðustu viku. Hlaupórói mælist á skjálftamælum, sem gefur til kynna að vatn er farið að streyma undir jöklinum. Innlent 29.11.2021 19:41
Íshellan nú lækkað 4,2 metra en ekkert bólar á hlaupi Íshellan í Grímsvötnum hefur nú lækkað um 4,2 metra síðan á miðvikudag, en ekkert bólar þó enn á hlaupi í Gígjukvísl. Innlent 29.11.2021 07:40
Byrja með „umfangsminni hugmyndir“ um hálendisþjóðgarð „Ef maður er hættur að komast áfram, getur verið ágætt að stíga aðeins aftur á bak.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um mögulegan hálendisþjóðgarð í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn væri að taka yfir umhverfisráðuneytið. Innlent 28.11.2021 14:37
Ekki að sjá að hlaupvatn sé komið fram í Gígjukvísl Ekki er að sjá að neitt hlaupvatn hafi komið fram í Gígjukvísl en íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að lækka í nótt. Innlent 26.11.2021 07:40
Vatnamótin til Fish Partner Vatnamótin eru eitt allra gjöfulasta sjóbirtingssvæði Íslands og það er okkur sönn ánægja að bjóða þau velkomin í ört stækkandi flóru félagsins. Veiði 29.10.2021 12:01
Funda í vikunni um mögulega sameiningu fjögurra Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi mun funda um næstu skref síðar í vikunni eftir að tillaga um sameiningu Ásahrepps, Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings ytra og Rangárþings eystra var felld í Ásahreppi. Innlent 27.9.2021 13:39
Sameiningu hafnað í Ásahreppi en naumlega samþykkt annars staðar Tillögu um sameiningu Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps var hafnað með miklum mun í Ásahreppi í kosningum sem fram fóru samhliða þingkosningum í gær. Innlent 26.9.2021 07:16
Ekki verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi Ekkert verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi eftir að Ásahreppur kolfelldi tillögu um að sameinast Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. Innlent 26.9.2021 00:36
Verður Sveitarfélagið Suðurland til eftir 25. september? Íbúar í fimm sveitarfélögum í Rangárvalla og Vestur-Skaftafellssýslu munu kjósa um sameiningu sveitarfélaganna samhliða alþingiskosningunum 25. september. Verði sameiningin samþykkti verður til víðfeðmasta sveitarfélag landsins, sem myndi ná yfir sextán prósent af flatarmáli landsins Innlent 20.9.2021 20:31
Má loksins tjá sig og hvatti til sameiningar Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, segir að lítil sveitarfélög ráði orðið illa við þau verkefni sem þeim hefur verið falið. Þetta sagði Tryggvi á fundi um mögulega samningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi á Hellu í gærkvöldi. Innlent 16.9.2021 14:32
Aflétta óvissustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna hlaups í Skaftá. Hlaupið er yfirstaðið. Innlent 14.9.2021 14:27
Aflétta hættustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflétta hættustigi almannavarna vegna hlaups í Skaftá. Innlent 10.9.2021 14:17
Gamla brúin hangir enn uppi og stóðst þriðja stórhlaupið Verulega hefur dregið úr hlaupinu í Skaftá í dag og er minni hætta talin á því að vatn flæði yfir hringveginn. Mesta furðu vekur að gamla brúin yfir Eldvatn skuli enn hanga uppi. Innlent 9.9.2021 22:44
Dregur úr líkum á því að hlaupvatn flæði yfir þjóðveg 1 Áfram hefur dregur úr rennsli Skaftár í dag. Talið er að minni líkur séu á því að hlaupvatn nái að flæða yfir þjóðveg 1, þó að ekki sé hægt að útiloka að hlaupvatnið nái þangað. Innlent 9.9.2021 17:45
Rennsli fer enn minnkandi við Sveinstind Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli er í rénun við Sveinstind og við Eldvatn og hélt áfram að draga úr í nótt. Innlent 9.9.2021 08:12
Hlaupið sópaði veginum frá eystri brúnni til Skaftárdals Hlaupið í Skaftá hefur náð hámarki og er byrjað að sjatna í árfarveginum. Þótt hlaupið sé minna en menn spáðu, telst það engu að síður mjög stórt. Innlent 8.9.2021 23:00
Bíða þess að hlaupið nái hámarki við Þjóðveginn Talið er að Skaftárhlaup hafi náð hámarki sínu við Sveinstind en nú er þess beðið að hlaupvatnið nái hámarki við þjóðveginn á næstu dögum. Það flæki málin að vatn í ánni hafi verið mikið áður en hlaup hófst í Eystri-Skaftárkatli. Innlent 8.9.2021 11:37
Hlaupið náð hámarki sínu en á eftir að skila sér í byggð Dregið hefur úr rennsli Skaftár við Sveinstind og mælist það nú um 1.100 rúmmetrar á sekúndu miðað við hámarksrennsli í gæt upp á um 1.500 rúmmetra á sekúndu. Hlaupvatn á enn eftir að skila sér niður farveg Skaftár og áhrif þess á byggð eiga því eftir að koma í ljós. Innlent 8.9.2021 09:48
Myndband tekið úr lofti sýnir kraftinn í hlaupinu Hægt hefur á vextinum í rennsli Skaftár við þjóðveg 1 það sem af er degi. Reiknað er með að núverandi hlaup vari lengur en fyrri hlaup úr eystri katlinum, sem getur orsakað meiri útbreiðslu í byggð. Innlent 7.9.2021 19:27
Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. Innlent 7.9.2021 13:19
Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. Innlent 7.9.2021 10:01
Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. Innlent 7.9.2021 06:51
Skaftá að komast í ham til að flæða yfir hringveginn Rennsli í Skaftá fór hratt vaxandi við Sveinstind eftir hádegi og er verið að loka hálendisvegum á svæðinu og rýma fjallaskála. Búist er við að hlaupið nái hámarki í byggð eftir tvo sólarhringa og eru líkur taldar á að hringvegurinn í Eldhrauni geti lokast um tíma. Innlent 6.9.2021 21:00
Loka vegum vegna Skaftárhlaups Fjórum vegum verður lokað í kvöld vegna Skaftárhlaupsins. Búist er við að vatn flæði yfir vegi í nálægð við hlaupið og verður þeim lokað frá og með klukkan sjö í kvöld. Innlent 6.9.2021 16:12
Hlaupvatnið komið undan jöklinum Rennsli og vatnshæð í Skaftá við Sveinstind hefur vaxið hratt frá því um hádegisbilið. Rennslið var um klukkan 14 komið í um 613 rúmmetra á sekúndu en er nú, klukkan 15:20 komið upp í tæpa 740 rúmmetra. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands. Innlent 6.9.2021 15:02
Reiknað með stærra hlaupi en 2018 Almannavarnir vara fólk við að vera á ferli við Skaftá en gert er ráð fyrir að hlaupvatn úr Eystri- Skaftárkatli nái að vatnshæðarmæli við Sveinstind síðdegis í dag. Íshellan á katlinum hefur nú þegar sigið um 25 metra. Veðurstofan útilokar ekki að að hlaupið fari yfir þjóðveg 1. Innlent 6.9.2021 11:59
Reikna með hlaupvatni við Sveinstind á allra næstu tímum Starfsmenn Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupvatns úr Eystri Skaftárkatli verði vart við Sveinstind á allra næstu klukkustundum. Þegar það gerist mun taka um átta tíma fyrir hlaupvatnið að ná niður að þjóðveginum við Eldvatn. Innlent 6.9.2021 07:54
Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. Innlent 5.9.2021 20:01