Norðurþing

Stjórnvöld styrkja Eurovison-safn og heimildaþætti Jóhannesar um faraldurinn
Ríkisstjórnin hyggst styrkja gerð heimildaþátta um Covid-19 faraldurinn á Íslandi um fimm milljónir króna. Þá ætlar hún styðja við uppbyggingu Eurovision-safns á Húsavík fyrir tvær milljónir króna. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Óvissustigi aflýst við Jökulsá á Fjöllum
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra og Veðurstofu Íslands ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna krapastíflu og flóðahættu við Jökulsá á Fjöllum.

Hafa opnað veginn yfir Jökulsá á Fjöllum
Vegurinn yfir Jökulsá á Fjöllum hefur verið opnaður á ný en með takmörkunum. Veginum var lokað í gær vegna vísbendinga um að hreyfing væri komin á klakastífluna sunnan við brúna yfir ána.

Ekki hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast
Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað frá því síðdegis í gær og gæti bent til þess að áin sé hægt og rólega að losa um krapann á yfirborðinu. Farið verður í eftirlitsflug nú síðdegis til að kanna betur aðstæður í ánni. Ekki sé hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast í ánni.

Vísbendingar um að hreyfing sé komin á klakastífluna
Þjóðvegi 1 frá Námaskarði að gatnamótum Vopnafjarðarafleggjara hefur verið lokað þar sem vísbendingar eru um að hreyfing sé komin á klakastífluna sunnan við brúna sem fer yfir Jökulsá á Fjöllum.

Sérfræðingar farnir norður og geta metið stöðuna á morgun
Vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum er enn yfir þröskuldi Veðurstofu Íslands. Vatnshæðin náði hámarki um klukkan tíu í gærmorgun og var þá 530 sentímetrar, eða tíu sentimetrum yfir þröskuldinum. Veðurstofan hefur sent sérfræðinga norður en áætlað er að þeir geti metið stöðuna í ánni á morgun.

Vatn í Jökulsá fór yfir vatnshæðarþröskuldinn
Í kringum miðnætti í nótt fór vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum yfir vatnshæðarþröskuldinn, 520 sentimetra. Vatnshæðin hefur hækkað hægt og rólega síðan um klukkan þrjú síðdegis í gær.

Lýsa yfir óvissustigi vegna krapastíflu og flóðahættu
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra, hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna krapastíflu og flóðahættu í Jökulsá á Fjöllum, á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða.

Bara krapi svo langt sem augað eygir
Á morgun verður hafist handa við að ýta út krapa sem hefur safnast við veginn við Jökulsá á Fjöllum. Í gær þurfti að loka þjóðvegi eitt milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastífllu sem flæddi yfir veginn.

Óttast að krapastífla sé á fleiri stöðum í Jökulsá
Verkstjóri á Húsavík sem staddur er við Krapastífluna við Jökulsá á Fjöllum óttast að fleiri krapastíflur séu í ánni. Lögreglan á Norðurlandi eystra er á leiðinni með dróna til að ná betri yfirsýn.

Krapaflóðið lokar enn hringveginum
Hringvegurinn milli Mývatns og Egilsstaða er enn lokaður þar sem krapastífla flæðir yfir veginn við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum.

Krapaflóðið tók sundur stofnstreng
Krapaflóðið í Jökulsá á fjöllum í dag tók í sundur stofnstreng milli Reykjahlíðar og Hjarðarhaga. Ekki er gert ráð fyrir að hægt verði að gera við strenginn fyrr en á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mílu.

Þriggja metra djúpur „krapahaugur“ lokar þjóðveginum
Krapastífla flæðir nú yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Vegurinn milli Mývatns og Egillstaða er lokaður af þessum sökum. Lögregla segir „krapahauginn“ einna líkastan snjóflóði; hann sé um þriggja metra djúpur og nái yfir um 200 metra vegkafla.

Fyrstu smitin á Norðurlandi eystra í tæpan mánuð
Tveir eru nú með virka kórónuveirusýkingu á Norðurlandi eystra en fjórðungurinn hefur verið veirulaus síðan 12. desember. Þeir smituðu greindust við landamæraskimun, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Jarðskjálfti að stærðinni 3 varð nærri Flatey á Skjálfanda
Síðdegis í dag varð skjálfti af stærðinni 3,0 um sjö kílómetrum suðaustan af Flatey á Skjálfanda. Tilkynningar hafa borist Veðurstofu Íslands um að skjálftinn hafi fundist í byggð.

Fann vel fyrir skjálftanum á Húsavík
Skjálfti af stærðinni 3,4 reið yfir Húsavík rétt eftir klukkan tíu í kvöld. Upptök hans voru um 2,3 kílómetra norðvestur af Húsavík. Íbúi á Húsavík segir skjálftann hafa fundist vel í bænum.

Fjárhundinum Tímoni bjargað eftir tíu daga í djúpri gjótu
Fjárhundurinn Tímon komst sannarlega í hann krappann fyrr í þessum mánuði. Þann 16. september hvarf hann sporlaust við göngur þegar hann ferðaðist ásamt eigendum sínum yfir afar sprungið svæði í Blikalónsdal á Norðausturlandi.

Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi
Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu.

Allt með nokkuð kyrrum kjörum í nótt
Nokkuð var um minni skjálfta, en enginn þeirra mældist stærri en 1,5.

Hvetur Húsvíkinga til að huga að skjálftavörnum
Eldfjallafræðingur hvetur Húsvíkinga til þess að huga að skjálftavörnum á heimilum sínum. Tveir stórir skjálftar hafa riðið yfir nærri Húsavík í dag, annar var 4 að stærð en sá fyrri sem var með upptök á sama svæði, um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík, var 4,6 að stærð.

Annar snarpur skjálfti fyrir norðan
Snarpur skjálfti varð um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík klukkan 17:06 í dag.

„Það bara lék allt á reiðiskjálfi“
Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis.

Jarðskjálfti að stærð 4,6 fannst vel
Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis.

Demantshringurinn formlega opnaður
Demantshringurinn var formlega opnaður við hátíðlega athöfn í gær, þegar þrír ráðherrar klipptu á borða sem var strengdur yfir nýjan Dettifossveg mitt á milli Dettifoss og Ásbyrgis.

Will Smith birtir mynd af sér við Dettifoss
Bandaríski leikarinn Will Smith birti í dag mynd af sér við Dettifoss á Instagram.

Álfarnir á Húsavík fóðraðir með smákökum og bjór
Þeir sem heimsótt hafa Húsavík í sumar vegna Eurovision-myndar Will Ferrel hafa meðal annars tekið upp á því að fóðra „álfana“ sem léku hlutverk í myndinni með smákökum og bjór.

Samruni Kjarnafæðis og Norðlenska samþykktur með miklum meirihluta
Allt virðist stefna í að matvælaframleiðslufyrirtækin Kjarnafæði og Norðlenska muni sameinast.

Molly Sandén með nýja, órafmagnaða útgáfu af Húsavík
Sænska söngkonan Molly Sandén hefur birt myndband þar sem hlýða má á órafmagnaða útgáfu lagsins Húsavík úr Eurovision-myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.

Vélarvana bátur utan við Húsavík
Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg eru góðar aðstæður á svæðinu.

Bátur vélarvana á Skjálfanda
Björgunarskip slysavarnafélagsins Landsbjargar á Siglufirði var kallað út í dag eftir að aðstoðarbeiðni barst frá vélarvana báti á Skjálfanda.