Akureyri

Fréttamynd

Brjálað veður í kortunum

Almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi vegna óveðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi á morgun. Veðurspáin er sögð minna á Aðventustorminn sem skall á árið 2019 og olli miklu tjóni á Norðurlandi. Gera má ráð fyrir miklu hvassviðri á svæðinu og gríðarlegri úrkomu, mest slyddu.

Innlent
Fréttamynd

Fólk ætti að búa sig undir raf­magns­leysi á morgun

Búist er við miklu ó­veðri fyrir norðan á morgun og hefur Veður­stofan fært appel­sínu­gula við­vörun á svæðinu upp í rauða. Mikill undir­búningur er í gangi á Akur­eyri til að koma í veg fyri flóða­á­stand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum. Mikil hætta er á raf­magns­leysi á svæðinu á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Setja hús Lands­bankans á Akur­eyri á sölu

Landsbankinn mun setja hús sitt við Ráðhústorgið á Akureyri á sölu um helgina og stefnir bankinn að því að leigja hluta húsnæðisins fyrir bankastarfsemina af nýjum eigendum – en að starfsemin verði þá hýst í talsvert minna rými en nú er.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spila á Dalvík vegna árshátíðar

Karlalið Þórs í handbolta bregður nú á sama ráð og karlalið KA í fótbolta þurfti að gera á síðustu misserum, með því að spila heimaleik á Dalvík vegna aðstöðuleysis á Akureyri.

Handbolti
Fréttamynd

Úr­sagnir og brott­rekstur úr Flokki fólksins vegna á­sakana

Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason, fulltrúar Flokks fólksins á Akureyri hafa sagt sig úr flokknum. Einnig hefur Hjörleifi Hallgríms Herbertssyni verið vikið úr flokknum. Þetta kemur í kjölfar ásakana flokksystra þeirra um hegðun mannanna gagnvart þeim en stjórn flokksins sendi frá sér tilkynningu hvað málið varðar rétt í þessu.

Innlent
Fréttamynd

Segir hundinn ekki hafa ráðist á neinn

Eigandi hundsins á Akureyri sem fjallað var um á Vísi í gær segir hann ekki hafa bitið neinn heldur einungis hlaupið í átt að stúlku með annan hund í bandi. Hundurinn sé aldrei skilinn einn eftir úti. 

Innlent
Fréttamynd

Þetta er upp­á­halds sund­laug Ís­lendinga

Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta varð alltaf verra og verra“

Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var svakalegt“

Ljóst er að mikið tjón varð á húsum og búnaði á Oddeyrinni á Akureyri í miklu sjávarflóði sem þar varð í gær. Rekstaraðilar á svæðinu eru þó ekki af baki dottnir, þrátt fyrir tímabundið bakslag.

Innlent
Fréttamynd

Í­búar í nær­liggjandi götum þustu út til að­stoða

Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt að skrúfa fyrir At­lants­hafið

Sjór gengur yfir götur á Eyrinni á Akureyri og flætt hefur inn í hús. Varðstjóri hjá slökkviliði segir að sjórinn nái upp að hnjám, og erfitt sé að eiga við Atlantshafið.

Innlent
Fréttamynd

Um Sigur­fara, Blá­tind, Aðal­björgina og Maríu Júlíu

Um síðustu helgi var haldið áhugavert málþing um tréskipasmíði og bátavarðveislu. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að varðveita handverkið í trébátasmíðinni, meðal annars vegna þess að súðbyrðingurinn er komin á heimsminjaskrá UNESCO. Sú staðreynd ein og sér leggur brýna skyldu á stjórnvöld að leggja rækt við hann.

Skoðun
Fréttamynd

Karla­grobb Hjör­leifs einungis brandari

Jón Hjaltason segir allar ásakanir um andlegt ofbeldi sem konur í forystu Flokks fólksins hafa sakað hann og Brynjólf Ingvarsson um vera hreinan uppspuna. Hann segir konurnar fara ítrekað með rangfærslur. Þá segir hann kynferðislega áreitni Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar hafa verið brandara.

Innlent
Fréttamynd

Kallar konurnar „upp­hlaups­mann­eskjur“ og „svika­kvensur“

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, sem kallar sig „guðföður“ framboðslista Flokks fólksins á Akureyri, hefur ritað aðsenda grein á Akureyri.net þar sem hann svarar þremur konum á listanum sem hafa sakað karlmenn í forystunni á Akureyri um lítilsvirðingu, rógburð og áreiti.

Innlent