Hælisleitendur

Fréttamynd

Stjórnarandstaðan vill sjá á spilin: „Mér er gjörsamlega misboðið“

Önnur umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra stendur nú yfir á Alþingi en ákveðið var að lengja þingfundinn í dag. Þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar vildu að hlé yrði gert á umræðunni þar sem meirihlutinn hefur boðað breytingar. Einn þingmaður Pírata sagði þau eiga skilið að sjá á spilin og annar sagði stjórnarliðum ekki treystandi. Fjármálaráðherra sagði minnihlutann snúa öllu á hvolf. 

Innlent
Fréttamynd

Píratar vilja þrýsta útlendingafrumvarpi aftur til nefndar

Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendingalög í þrjátíu og eina klukkustund frá því Alþingi kom saman eftir áramót. Þingflokksformaður Pírata segir frumvarpið meingallað og brjóta á mannréttindum flóttafólks. Stjórnarflokkarnir gætu lokið umræðunni með því að kalla málið aftur til nefndar til lagfæringar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki við mót­mælendur að sakast hvernig fór við brott­vísun Hussein

Embætti ríkislögreglustjóra hafnar því að þau kenni mótmælendum um hvernig fór þegar flóttamanninum Hussein Hussein var vísað úr landi. Áætlanir hafi breyst eftir að boðað var til mótmæla, sem hefðu getað verið fjölmennari en raun bar vitni. Embættið beri ábyrgð og ekki sé við mótmælendur að sakast.

Innlent
Fréttamynd

Leitar að hjóla­stóla­vænum bíl fyrir brott­vísanir

Ríkislögreglustjóri bindur vonir við að embættið geti fest kaup á eða leigt bifreið, sem hentar fólki sem notast við hjólastól, á fyrri hluta þessa árs. Slíka bifreið sé nauðsynlegt fyrir embættið að hafa þurfi það að flytja einstaklinga í hjólastól.

Innlent
Fréttamynd

Gras­rót gegn út­lendinga­frum­varpi

Enn er reynt að þröngva frumvarpi um útlendinga í gegn um þingið með örlitlum breytingum. Umrætt frumvarp einkennist af útlendingaandúð og virðist hafa það eitt að markmiði að neita fleirum, enn hraðar, um hæli.

Skoðun
Fréttamynd

Fólk á flótta svelt til hlýðni

Ein af tillögum dómsmálaráðherra í útlendingafrumvarpinu er að svipta umsækjendur réttindum 30 dögum eftir að ákvörðun verður „endanleg á stjórnsýslustigi”. Á mannamáli þýðir þetta að eftir að kærunefnd útlendingamála hefur skilað sinni niðurstöðu um umsóknina gilda réttindi umsækjandans aðeins í 30 daga í viðbót. Þetta á ekki bara við um fæði og húsaskjól, heldur einnig heilbrigðisþjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Hámarkinu náð með tilliti til flóttamanna: „Við ætlum að setja punktinn þarna“

Reykjanesbær mun ekki taka á móti fleiri flóttamönnum en samið hefur verið um. Bæjarstjóri segir hámarkinu náð og kallar eftir því að fleiri sveitarfélög axli ábyrgð. Stór hluti flóttamanna sem Reykjanesbær hafi samið um að taka á móti séu nú þegar komnir og ætti húsnæði ekki að vera vandamál. Sveitarfélagið sé tilbúið til að miðla sinni reynslu. 

Innlent
Fréttamynd

Frum­varp um mann­réttinda­brot

23. janúar næstkomandi mun frumvarp til breytinga á útlendingalögum verða tekið fyrir á Alþingi. Þetta verður í fjórða skiptið sem Jón Gunnarsson, Dómsmálaráðherra, reynir að koma frumvarpinu í gegn en það náði ekki fram að ganga á 149., 150., og 151. löggjafarþingi. Frumvarpið leggur til margar breytingar á núgildandi útlendingalögum og ekki er annað að sjá en að þær séu allar til þess gerðar að gera flóttafólki erfiðara fyrir að lifa á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Brott­vísun Husseins fer fyrir Lands­rétt

Dómsmálaráðuneytið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð kærunefnda útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, fatlaðs flóttamanns frá Írak, til Landsréttar. Lögmaður Husseins segir miður að dómnum verði áfrýjað enda hafi hann verið í stíl við annan nýlegan dóm.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkis­stjórnin framdi“

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um Jóla­daga­talið á Al­þingi

Skiptar skoðanir eru á Alþingi um útspil Útlendingastofnunar vegna Jóladagatals Ríkisútvarpsins. Þingmenn Miðflokksins eru hæstánægðir með upplýsingasíðu stofnunarinnar en þingmaður Pírata spurði hvort að eðlilegt gæti talist að starfsmaður stofnunarinnar hafi verið settur í þá vinnu að horfa á Jóladagatalið.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Ís­lands“

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 

Innlent
Fréttamynd

Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðs­dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi.

Innlent
Fréttamynd

Segir stjórnarliða tefja eingreiðslu til öryrkja

Umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga var sett aftur á dagskrá þingsins í dag en tímasetning umræðunnar var harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðunni sem segir mikilvæg mál eins og eingreiðslu til öryrkja tefjast í kjölfarið.

Innlent