Kynferðisofbeldi

Fréttamynd

Sann­færð um byrlun sem dregur enn dilk á eftir sér

Fjögurra barna móðir á Egilsstöðum er enn að jafna sig bæði líkamlega og andlega á erfiðri lífsreynslu á skemmtun fyrir sex árum. Hún er þakklát að hafa verið í fylgd eiginmanns síns þegar hún hneig niður. Hún er sannfærð um að henni hafi verið byrlað ólyfjan og hvetur fólk til að hafa auga með konum sem virka ölvaðar en gætu verið í hættu.

Lífið
Fréttamynd

Nauðgunar­brandari Pat­riks féll í grýttan jarð­veg

Ummæli sem tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, Prettyboitjokko, lét falla í Veislunni, útvarpsþætti á Fm957, hafa vakið upp nokkur viðbrögð í netheimum. Patrik spurði strák sem hringdi inn í þáttinn hvort hann hyggðist taka með sér botnlaust tjald á Þjóðhátíð.

Innlent
Fréttamynd

Góða skemmtun kæru lands­menn

Vitundarvakning sem ber yfirskriftina „Góða skemmtun“ stendur yfir í sumar. Markmiðið er að tryggja að við öll getum notið skemmtana á öruggan og ofbeldislausan hátt.

Skoðun
Fréttamynd

„Hann meiddi mig ekki mikið“

Guðmunda G. Guðmundsdóttir ritar grein í tilefni af Druslugöngunni sem er á morgun og spyr hver hún sé eiginlega þessi drusla? Og kemst að því að hún geti verið hver sem er.

Innlent
Fréttamynd

Hún var kölluð drusla

Ég var að vinna í Bæjarútgerð Reykjavíkur (BÚR) árin í kringum 1983 til 85, við vorum ung og við áttum heimin, rigningin var góð, fjólublátt ljós við barinn, Pamela í Dallas þurfti ekki að vaska upp en Sísí fríkaði út......

Skoðun
Fréttamynd

„Ég skil ekki af hverju þær fagna því ekki bara“

„Ég skil ekki af hverju þær fagna því ekki bara að ég sé að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Sjá þær svona svakalega ofsjónum yfir pólitískum skoðunum mínum að þær geta bara ekki fengið sig til að bregðast öðruvísi við?“

Innlent
Fréttamynd

Sakar Maríu um trumpisma

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins svarar fyrir gagnrýni sem hún hefur hlotið vegna ummæla um íslenska femínista í aðsendri grein á Vísi. Þar spyr hún hvort hægrikonur megi ekki ræða ofbeldi „sem berst hingað frá fjarlægari heimshlutum“ og bendlar gagnrýninn femínista við trumpisma. 

Innlent
Fréttamynd

Femín­istar botna ekkert í Diljá

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður fór mikinn í hlaðvarpsviðtali í vikunni og sagði íslenska femínista hræsnara. Þessir sömu femínistar svara Diljá fullum hálsi.

Innlent
Fréttamynd

Diljá Mist segir hræsni ein­kenna ís­lenska femín­ista

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins dró ekki af sér í hlaðvarpsþættinum Ein pæling; hún sagði innflytjendur fá „súkkulaðipassa“ hjá íslenskum femínistum í mannréttindamálum. Hún talaði umbúðalaust út um skoðun sína á íslenskum femínistum sem hún telur hræsnara.

Innlent
Fréttamynd

Mega bara ís­lenskir karl­menn nauðga konum á Ís­landi?

Þann 16. febrúar síðastliðinn lét aktívistinn Ólöf Tara þau orð falla á X (áður Twitter) að mönnum sé upp til hópa alveg sama um þolendur kynferðisofbeldis ef það er Íslendingur eða hvítur maður sem nauðgar. Í færslunni kjarnaði hún þá umræðu sem þolendur líða fyrir í ummælakerfum Internetsins þar sem viðbrögð við ásökunum um kynferðisofbeldi eru misjöfn eftir því hvort gerendurnir eru íslenskir eða erlendir.

Skoðun
Fréttamynd

Sagði hvorki unnustu sína né börn hennar verð­skulda líf

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás og stórfelld brot í nánu sambandi, en meint brot mannsins beindust að unnustu hans. Honum er gefið að sök að hafa endurtekið og á sérstaklega sársaukafullan hátt ógnað lífi og heilsu konunnar með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum.

Innlent
Fréttamynd

Fimm­tán mánaða skil­orð fyrir vörslu barnaníðsefnis

Karlmaður um fimmtugt var á dögunum dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft í vörslu sinni ljósmyndir og myndskeið sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfengin hátt, og fyrir að hafa dreift slíku myndefni til ótilgreindra aðila í gegn um spjallhópa á netinu.

Innlent
Fréttamynd

Neil Gaiman sakaður um kyn­ferðis­of­beldi

Neil Gaiman, heimsfrægur höfundur bóka á borð við The Sandman og Good Omens, hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi af tveimur konum. Konurnar tvær segja hann hafa beitt þær ofbeldi þegar þær voru 20 og 21 árs og í sambandi með honum. Gaiman þvertekur fyrir að hafa nokkuð gert af sér.

Erlent
Fréttamynd

Sagður hafa nauðgað fatlaðri konu og látið son hennar horfa á

Karlmaður á Akranesi hefur verið ákærður fyrir fjölda grófra kynferðisbrota gegn andlega fatlaðri konu. Hann er einnig ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn syni konunnar og annarri konu. Þau eru bæði andlega fötluð. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa nauðgað konunni og neytt son hennar til þess að fylgjast með.

Innlent