Umferðaröryggi Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. Innlent 13.9.2023 22:22 Sá þriðji hékk á skafti rafhlaupahjólsins Krakkar á rafhlaupahjóli frá Hopp á horni Hofsvallagötu og Hringbrautar í vesturbæ Reykjavíkur vöktu mikla athygli í gærkvöldi. Krakkarnir voru þrír á einu hjóli, tveir stóðu og hékk sá þriðji á skafti hjólsins. Framkvæmdastjóri Hopp hvetur foreldra til að ræða við börn sín um notkun hjólanna. Innlent 13.9.2023 15:06 ADHD-lyf „í eðlilegum skammtastærðum“ leiði ekki til niðurfellingar bótaréttar Almennt myndi notkun ADHD-lyfja í eðlilegum skammtastærðum samkvæmt læknisráði ekki leiða til skerðingar eða niðurfellingar á bótarétti. Innlent 13.9.2023 13:47 Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. Innlent 12.9.2023 23:27 Lýsa eftir manni sem keyrði á kú og stakk af Lögreglan á Akureyri lýsir eftir ökumanni sem keyrði á kú í Hörgárdal við Jónasarlund á Þjóðvegi 1 rétt eftir klukkan hálf fjögur í dag. Bíll ökumannsins var hvítur en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir. Innlent 10.9.2023 22:03 Bundið slitlag lagt á nýja þjóðveginn um Teigsskóg Klæðningarflokkur frá Borgarverki hóf í dag að leggja bundið slitlag á nýja þjóðveginn um Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Stefnt er að því að vegurinn umdeildi verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Innlent 5.9.2023 18:57 Öryggi og vellíðan í upphafi skólaárs Nú að loknum sumarleyfum eru skólarnir byrjaðir og umferðin tekin að þyngjast. Velferð og vellíðan yngstu vegfarendanna sem nú eru að hefja skólagöngu er forgangsmál. Tryggjum að börnin komist örugg í skólann en setjum líka í forgang að auka vellíðan þeirra á skólatíma og fræðum um skaðsemi eineltis. Skoðun 5.9.2023 11:31 Segir þörf á átaki til að fækka sauðfé á vegum í Öræfum og í Suðursveit Lausaganga sauðfjár er verulegt vandamál við þjóðveg eitt í gegnum Öræfin og í Suðursveit í Sveitarfélaginu Hornafirði. Kindurnar og lömbin liggja nánast á veginum og láta sér fátt um finnast þó ökumenn flauti og flauti til að koma fénu af veginum. Innlent 5.9.2023 08:04 Öryggi fólks hljóti alltaf að verða hærra sett heldur en trjáa Legið hefur fyrir í nokkra áratugi að tré í Öskjuhlíðinni myndu trufla flugöryggi þegar þau næðu ákveðinni hæð, að sögn innviðaráðherra. Isavia hefur gert þá kröfu að tvö þúsund og níu hundruð tré í Öskjuhlíð verði felld. Um er að ræða elstu og hæstu trén sem standa á suðvesturhluta hlíðarinnar. Innlent 27.8.2023 20:59 Lögregla kölluð til vegna mannlausrar bifreiðar sem olli miklu öngþveiti Mikið umferðaröngþveiti myndaðist vegna mannlausrar bifreiðar sem var skilin eftir á miðri Reykjanesbraut nærri Mjóddinni. Lögregla var kölluð til á staðinn og var bifreiðin að endingu fjarlægð af vettvangi með kranabíl. Innlent 27.8.2023 18:15 Ástandið ekki nógu gott við grunnskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir óhætt að segja að ástand umferðar við grunnskóla sé ekki nógu gott. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem lögreglan segist vera við umferðareftirlit þessa dagana. Innlent 25.8.2023 14:55 „Krossbrá“ þegar krafa Isavia barst í sumar Borgarstjóri segir ekki halla á borgina, sem hafi uppfyllt sína samninga og átt í góðu samstarfi við Isavia undanfarin ár. Honum hafi því krossbrugðið þegar krafa barst um að fella tæplega þrjú þúsund tré í Öskjuhlíð vegna flugöryggis. Málið verði ekki notað sem tól í baráttunni um að fá flugvöllinn burt úr Reykjavík. Innlent 18.8.2023 15:07 „Það getur enginn viljað ógna flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll“ Yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni segir ekki annað koma til greina en að borgin gangi að kröfu Isavia og felli um þriðjung skógarsins í Öskjuhlíð. Annað ógni flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll. Innlent 18.8.2023 12:41 Reykjavíkurborg hafi eitt ár til að fella skóginn Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá ISAVIA, segir tímann nauman til að höggva niður um þriðjung skógarins í Öskjuhlíð. Trén skagi upp í fleti sem megi ekki hindra samkvæmt alþjóðaflugreglum. Innlent 17.8.2023 21:00 Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. Innlent 17.8.2023 18:23 Isavia krefst þess að um þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíð Innanlandssvið Isavia hefur krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíð verði felld tafarlaust og til vara 1.200 hæstu trén. Erindi þessa efnis hafi verið lagt fyrir borgarráð í dag og hafi verið samstaða um þá málsmeðferð að beiðnin færi til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. Innlent 17.8.2023 13:21 Nýtur þess að hjóla og taka upp kjánaskap í umferðinni Á leið sinni í vinnu á hjóli tekur hjólreiðamaðurinn Bragi Gunnlaugsson upp umferðina á myndband og sýnir á samfélagsmiðlum. Árekstrar og ýmsar furðulegar uppákomur eru daglegt brauð að hans sögn. Lífið 15.8.2023 10:29 Stutt á milli feigs og ófeigs í umferðinni á Seltjarnarnesi Litlu mátti muna að ekið hefði verið á fimm ára gamlan strák þar sem hann hjólaði yfir götuna við einu ljósagatnamót Seltjarnarness á föstudag þar sem Suðurströnd og Nesvegur mætast. Íbúi sem varð vitni að atvikinu segir of algengt að ökumenn keyri hraðar en takmarkanir leyfi á svæðinu. Innlent 15.8.2023 06:45 Líta aksturinn alvarlegum augum Eimskip líta glæfralegan framúrakstur bílstjóra á þjóðveginum alvarlegum augum. Myndband af löngum vörubíl Eimskipa í framúrakstri hefur vakið athygli og hneykslan. Rætt verður við bílstjórann í dag. Innlent 12.8.2023 10:58 Olli stórhættu með glæfralegri framúrkeyrslu Bílstjóri Eimskipa olli mikilli hættu á þjóðveginum við Skeiðarársand með glæfralegri framúrkeyrslu sem náðist á myndband. Stutt er síðan sambærilegt myndband náðist af flutningabíl Samskipa sem varð til þess að bílstjóranum var sagt upp störfum. Innlent 11.8.2023 23:15 Vonast til að geta skemmt sér eitthvað líka Að venju leggja fjölmargir Íslendingar land undir fót þessa stærstu ferðahelgi ársins og hefur umferð í gegnum Selfoss borið þess merki. Töluverður fjöldi ökumanna fór yfir Ölfusárbrú á sjöunda tímanum í kvöld og hefur umferðin þar almennt gengið vel í dag. Innlent 4.8.2023 19:39 Lögreglan hefur ekki yfir neinu að kvarta Umferðin var heldur farin að þéttast út úr höfuðborginni nú síðdegis, en gengur vel að sögn Árna Friðleifssonar, aðalvarðstjóra umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 4.8.2023 16:48 Börn á smáfarartækjum sláandi stór hluti umferðarslysa Börn á smáfarartækjum voru sláandi stór hluti þeirra sem lentu í umferðarslysum í júlí, að sögn varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar. Um sé að ræða nýjan veruleika í umferðinni sem verði að taka á. Innlent 4.8.2023 08:57 Sú stóra er framundan Framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Þessa línu höfum við heyrt oft áður og varnaðarorð í aðdraganda verslunarmannahelgar. En sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Sér í lagi þegar stóraukinn fjöldi ferðamanna hefur bæst við umferðina á vegum landsins. Við viljum að allir skili sér heilir heim og til þess að svo megi verða þurfum við að taka höndum saman um að fara varlega í akstri og öðru atferli. Skoðun 3.8.2023 11:45 Fæst dauðsföll á íslenskum vegum Íslenska vegakerfið er það öruggasta í heimi þegar kemur að dauðsföllum. Hlutfallslega séð deyja átjánfalt fleiri árlega á vegunum í Sádi Arabíu. Innlent 27.7.2023 10:34 Ökumenn beri ábyrgðina Ökumenn fyrir aftan hjólreiðamenn á vegum úti sem geta ekki tekið fram úr með öruggum hætti verða að hægja á sér þar til aðstæður leyfa segir samskiptastjóri Samgöngustofu. Taki þeir fram úr skulu ökumenn passa að hliðarbil milli bíls og hjóls séu að lágmarki einn og hálfur metri. Innlent 26.7.2023 10:19 „Lögreglan gerir ekkert til þess að framfylgja þessu“ Formaður Reiðhjólabænda, furðar sig á tvískinnungi lögreglu þegar kemur að rannsókn á umferðarbrotum þegar um bíla er að ræða annars vegar og hjól hins vegar. Sjálfsagt sé að nota myndefni þegar ofsaakstur vöruflutningabílstjóra á Vesturlandi sé rannsakaður en ekki þegar um brot gegn hjólreiðafólki sé að ræða. Innlent 14.7.2023 06:45 Fær engar bætur eftir árekstur við barn Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða. Innlent 13.7.2023 10:49 Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu. Innlent 12.7.2023 14:59 Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. Innlent 11.7.2023 20:54 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 29 ›
Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. Innlent 13.9.2023 22:22
Sá þriðji hékk á skafti rafhlaupahjólsins Krakkar á rafhlaupahjóli frá Hopp á horni Hofsvallagötu og Hringbrautar í vesturbæ Reykjavíkur vöktu mikla athygli í gærkvöldi. Krakkarnir voru þrír á einu hjóli, tveir stóðu og hékk sá þriðji á skafti hjólsins. Framkvæmdastjóri Hopp hvetur foreldra til að ræða við börn sín um notkun hjólanna. Innlent 13.9.2023 15:06
ADHD-lyf „í eðlilegum skammtastærðum“ leiði ekki til niðurfellingar bótaréttar Almennt myndi notkun ADHD-lyfja í eðlilegum skammtastærðum samkvæmt læknisráði ekki leiða til skerðingar eða niðurfellingar á bótarétti. Innlent 13.9.2023 13:47
Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. Innlent 12.9.2023 23:27
Lýsa eftir manni sem keyrði á kú og stakk af Lögreglan á Akureyri lýsir eftir ökumanni sem keyrði á kú í Hörgárdal við Jónasarlund á Þjóðvegi 1 rétt eftir klukkan hálf fjögur í dag. Bíll ökumannsins var hvítur en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir. Innlent 10.9.2023 22:03
Bundið slitlag lagt á nýja þjóðveginn um Teigsskóg Klæðningarflokkur frá Borgarverki hóf í dag að leggja bundið slitlag á nýja þjóðveginn um Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Stefnt er að því að vegurinn umdeildi verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Innlent 5.9.2023 18:57
Öryggi og vellíðan í upphafi skólaárs Nú að loknum sumarleyfum eru skólarnir byrjaðir og umferðin tekin að þyngjast. Velferð og vellíðan yngstu vegfarendanna sem nú eru að hefja skólagöngu er forgangsmál. Tryggjum að börnin komist örugg í skólann en setjum líka í forgang að auka vellíðan þeirra á skólatíma og fræðum um skaðsemi eineltis. Skoðun 5.9.2023 11:31
Segir þörf á átaki til að fækka sauðfé á vegum í Öræfum og í Suðursveit Lausaganga sauðfjár er verulegt vandamál við þjóðveg eitt í gegnum Öræfin og í Suðursveit í Sveitarfélaginu Hornafirði. Kindurnar og lömbin liggja nánast á veginum og láta sér fátt um finnast þó ökumenn flauti og flauti til að koma fénu af veginum. Innlent 5.9.2023 08:04
Öryggi fólks hljóti alltaf að verða hærra sett heldur en trjáa Legið hefur fyrir í nokkra áratugi að tré í Öskjuhlíðinni myndu trufla flugöryggi þegar þau næðu ákveðinni hæð, að sögn innviðaráðherra. Isavia hefur gert þá kröfu að tvö þúsund og níu hundruð tré í Öskjuhlíð verði felld. Um er að ræða elstu og hæstu trén sem standa á suðvesturhluta hlíðarinnar. Innlent 27.8.2023 20:59
Lögregla kölluð til vegna mannlausrar bifreiðar sem olli miklu öngþveiti Mikið umferðaröngþveiti myndaðist vegna mannlausrar bifreiðar sem var skilin eftir á miðri Reykjanesbraut nærri Mjóddinni. Lögregla var kölluð til á staðinn og var bifreiðin að endingu fjarlægð af vettvangi með kranabíl. Innlent 27.8.2023 18:15
Ástandið ekki nógu gott við grunnskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir óhætt að segja að ástand umferðar við grunnskóla sé ekki nógu gott. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem lögreglan segist vera við umferðareftirlit þessa dagana. Innlent 25.8.2023 14:55
„Krossbrá“ þegar krafa Isavia barst í sumar Borgarstjóri segir ekki halla á borgina, sem hafi uppfyllt sína samninga og átt í góðu samstarfi við Isavia undanfarin ár. Honum hafi því krossbrugðið þegar krafa barst um að fella tæplega þrjú þúsund tré í Öskjuhlíð vegna flugöryggis. Málið verði ekki notað sem tól í baráttunni um að fá flugvöllinn burt úr Reykjavík. Innlent 18.8.2023 15:07
„Það getur enginn viljað ógna flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll“ Yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni segir ekki annað koma til greina en að borgin gangi að kröfu Isavia og felli um þriðjung skógarsins í Öskjuhlíð. Annað ógni flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll. Innlent 18.8.2023 12:41
Reykjavíkurborg hafi eitt ár til að fella skóginn Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá ISAVIA, segir tímann nauman til að höggva niður um þriðjung skógarins í Öskjuhlíð. Trén skagi upp í fleti sem megi ekki hindra samkvæmt alþjóðaflugreglum. Innlent 17.8.2023 21:00
Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. Innlent 17.8.2023 18:23
Isavia krefst þess að um þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíð Innanlandssvið Isavia hefur krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíð verði felld tafarlaust og til vara 1.200 hæstu trén. Erindi þessa efnis hafi verið lagt fyrir borgarráð í dag og hafi verið samstaða um þá málsmeðferð að beiðnin færi til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. Innlent 17.8.2023 13:21
Nýtur þess að hjóla og taka upp kjánaskap í umferðinni Á leið sinni í vinnu á hjóli tekur hjólreiðamaðurinn Bragi Gunnlaugsson upp umferðina á myndband og sýnir á samfélagsmiðlum. Árekstrar og ýmsar furðulegar uppákomur eru daglegt brauð að hans sögn. Lífið 15.8.2023 10:29
Stutt á milli feigs og ófeigs í umferðinni á Seltjarnarnesi Litlu mátti muna að ekið hefði verið á fimm ára gamlan strák þar sem hann hjólaði yfir götuna við einu ljósagatnamót Seltjarnarness á föstudag þar sem Suðurströnd og Nesvegur mætast. Íbúi sem varð vitni að atvikinu segir of algengt að ökumenn keyri hraðar en takmarkanir leyfi á svæðinu. Innlent 15.8.2023 06:45
Líta aksturinn alvarlegum augum Eimskip líta glæfralegan framúrakstur bílstjóra á þjóðveginum alvarlegum augum. Myndband af löngum vörubíl Eimskipa í framúrakstri hefur vakið athygli og hneykslan. Rætt verður við bílstjórann í dag. Innlent 12.8.2023 10:58
Olli stórhættu með glæfralegri framúrkeyrslu Bílstjóri Eimskipa olli mikilli hættu á þjóðveginum við Skeiðarársand með glæfralegri framúrkeyrslu sem náðist á myndband. Stutt er síðan sambærilegt myndband náðist af flutningabíl Samskipa sem varð til þess að bílstjóranum var sagt upp störfum. Innlent 11.8.2023 23:15
Vonast til að geta skemmt sér eitthvað líka Að venju leggja fjölmargir Íslendingar land undir fót þessa stærstu ferðahelgi ársins og hefur umferð í gegnum Selfoss borið þess merki. Töluverður fjöldi ökumanna fór yfir Ölfusárbrú á sjöunda tímanum í kvöld og hefur umferðin þar almennt gengið vel í dag. Innlent 4.8.2023 19:39
Lögreglan hefur ekki yfir neinu að kvarta Umferðin var heldur farin að þéttast út úr höfuðborginni nú síðdegis, en gengur vel að sögn Árna Friðleifssonar, aðalvarðstjóra umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 4.8.2023 16:48
Börn á smáfarartækjum sláandi stór hluti umferðarslysa Börn á smáfarartækjum voru sláandi stór hluti þeirra sem lentu í umferðarslysum í júlí, að sögn varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar. Um sé að ræða nýjan veruleika í umferðinni sem verði að taka á. Innlent 4.8.2023 08:57
Sú stóra er framundan Framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Þessa línu höfum við heyrt oft áður og varnaðarorð í aðdraganda verslunarmannahelgar. En sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Sér í lagi þegar stóraukinn fjöldi ferðamanna hefur bæst við umferðina á vegum landsins. Við viljum að allir skili sér heilir heim og til þess að svo megi verða þurfum við að taka höndum saman um að fara varlega í akstri og öðru atferli. Skoðun 3.8.2023 11:45
Fæst dauðsföll á íslenskum vegum Íslenska vegakerfið er það öruggasta í heimi þegar kemur að dauðsföllum. Hlutfallslega séð deyja átjánfalt fleiri árlega á vegunum í Sádi Arabíu. Innlent 27.7.2023 10:34
Ökumenn beri ábyrgðina Ökumenn fyrir aftan hjólreiðamenn á vegum úti sem geta ekki tekið fram úr með öruggum hætti verða að hægja á sér þar til aðstæður leyfa segir samskiptastjóri Samgöngustofu. Taki þeir fram úr skulu ökumenn passa að hliðarbil milli bíls og hjóls séu að lágmarki einn og hálfur metri. Innlent 26.7.2023 10:19
„Lögreglan gerir ekkert til þess að framfylgja þessu“ Formaður Reiðhjólabænda, furðar sig á tvískinnungi lögreglu þegar kemur að rannsókn á umferðarbrotum þegar um bíla er að ræða annars vegar og hjól hins vegar. Sjálfsagt sé að nota myndefni þegar ofsaakstur vöruflutningabílstjóra á Vesturlandi sé rannsakaður en ekki þegar um brot gegn hjólreiðafólki sé að ræða. Innlent 14.7.2023 06:45
Fær engar bætur eftir árekstur við barn Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða. Innlent 13.7.2023 10:49
Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu. Innlent 12.7.2023 14:59
Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. Innlent 11.7.2023 20:54