

Daninn Philip Billing er ansi svekktur með að hafa ekki verið valinn í danska EM-hópinn sem var tilkynntur á þriðjudagskvöldið.
Bröndby varð í dag danskur meistari í knattspyrnu í fyrsta skipti síðan 2005. Landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson lék nær allan leikinn í vörn Bröndby.
Aron Elís Þrándarson lagði upp eitt af mörkum OB í öruggum sigri á AC Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Þá stóð Frederik Schram í marki Lyngby er liðið gerði 2-2 jafntefli við Vejle á útivelli.
Brøndby getur orðið danskur meistari í fyrsta sinn í sextán ár. Verði það raunin mun allt verða vitlaust í vesturhluta Kaupmannahafnar klukkan rúmlega fimm, að íslenskum tíma í dag.
Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í dönsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.
Hákon Arnar Haraldsson, 18 ára knattspyrnumaður frá Akranesi, hefur skrifað undir samning til fimm ára við danska stórliðið FC Köbenhavn.
Bröndby lagði AGF í Íslendingaslag dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld, lokatölur 2-1. Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn í liði AGF en Hjörtur Hermanns var tekinn af velli í hálfleik í liði Bröndby.
Danska knattspyrnufélagið OB vann 2-1 útisigur á Lyngby í dag. Aron Elís Þrándarson var í byrjunarliði OB en Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn af bekknum.
Jess Thorup, þjálfari danska stórliðsins FCK, er ekki að taka við HSV í þýsku B-deildinni þrátt fyrir sögusagnir þess efnis.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, var einn af þremur þjálfurum sem danska úrvalsdeildarfélagið OB var með inni í myndinni við val á nýjum þjálfara liðsins.
Þrír Íslendingar voru í eldlínunni í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Jón Dagur Þorsteinsson var á skotskónum í 3-1 sigri AGF og Hjörtur Hermannsson byrjaði er Bröndby tapaði 2-1 gegn FC Kaupmannahöfn.
Ólafi Kristjánssyni var sagt upp störfum hjá Esbjerg í vikunni eftir að ljóst varð að liðið myndi ekki vinna sér inn sæti í dönsku úrvalsdeildinni. Eigendur félagsins hafa nú sagt að Ólafur hefði verið látið taka pokann sinn þó að hann færi upp með liðið.
Gengi Íslendingaliðanna í dönsku B-deildinni var vægast sagt misjafnt í dag. Silkeborg vann öruggan 4-1 sigur á HB Köge á meðan Esbjerg tapaði 4-0 fyrir Viborg.
Patrik Sigurður Gunnarsson hefur átt algjört draumatímabil í Danmörku í vetur – ekki tapað leik og komið tveimur liðum upp í efstu deild. Hann bíður þess nú spenntur að sjá hvort að lið hans Brentford komist upp í ensku úrvalsdeildina.
Kjartan Henry Finnbogason hefur leikið sinn síðasta leik fyrir danska B-deildarliðið Esbjerg og er á heimleið.
Ólafur Kristjánsson hefur verið sagt upp störfum hjá danska B-deildarfélaginu Esbjerg en félagið staðfesti þetta í kvöld.
Íslendingaliðið IFK Norrköping vann 2-0 sigur á AIK er liðin mættust í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Þjálfari Brøndby beitti nokkuð óhefðbundinni aðferð til að koma skilaboðum til sinna leikmanna í leiknum gegn Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í gær.
Íslenskt knattspyrnufólk var á fleygiferð víða um Evrópu í dag, þá sérstaklega á Norðurlöndunum þar sem norska úrvalsdeildinn fór af stað.
Silkeborg lagði Esbjerg 2-0 í Íslendingaslag dönsku B-deildarinnar í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Silkeborg er svo gott sem komið upp um deild á meðan möguleikar Esbjerg eru í raun orðnir að engu.
Bröndby missteig sig í toppbaráttu dönsku úrvalsdeildarinnar í dag á meðan Íslendingalið Silkeborg vann mikilvægan sigur. Þá kom Sveinn Aron Guðjohnsen inn af varamannabekk OB í 2-0 tapi gegn SönderjyskE
Aron Einar Gunnarsson skoraði eitt marka Al Arabi er liðið vann 3-0 sigur á Umm-Salal í átta liða úrslitum bikarsins í Katar.
Íslendingalið Silkeborg og Esbjerg í dönsku B-deildinni áttu misjöfnu gengi að fagna í kvöld. Sigur Silkeborgar þýðir að liðið er í frábærri stöðu til að tryggja sér sæti í efstu deild á næstu leiktíð á meðan tap Esbjerg þýðir að liðið er að heltast úr lestinni.
AGF vann 2-0 sigur á Randers í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Jón Dagur Þorsteinsson lagði upp fyrra mark leiksins. Markið má sjá í fréttinni.
Ágúst Eðvald Hlynsson var fyrr í dag lánaður frá danska úrvalsdeildarfélaginu til FH í Pepsi Max deild karla.
David Nielsen, þjálfari AGF, var ánægður með ástríðu Jóns Dags Þorsteinssonar eftir að honum var skipt af velli í Íslendingaslag í gær.
Kolbeinn Sigþórsson skoraði bæði mörk IFK Gautaborgar í 2-0 sigri á AIK í 2. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar.
Íslendingalið Bröndby og AGF mættust í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Aðeins einn Íslendingur tók þó þátt í leiknum sem lauk með 2-2 jafntefli.
Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í Esbjerg fengu skell í toppslagnum gegn Viborg í dönsku B-deildinni.
AGF tilkynnti í dag að hinn norski Stig Inge Bjørnebye hefði verið ráðinn til félagsins sem yfirmaður knattspyrnumála.