Lögreglan

Aukafjárveiting til lögreglu vegna eldgossins
Mikið mæðir nú á viðbragðsaðilum á Suðurnesjum. Nú þegar hafa 16 þúsund manns komið að sjá gosið í Geldingadölum og það hefur kallað á mikla viðveru við umferðarstjórnun og almenna gæslu.

Víða pottur brotinn í lögreglunáminu fyrir norðan
Gæðaráð íslenskra háskóla segir lítið traust hægt að bera til Háskólans á Akureyri um að tryggja gæði lögreglunáms á háskólastigi og góða upplifun nemenda af náminu.

Valdníðsla, þöggun og mismunun
Um daginn barst mér bréf þar sem kærum skjólstæðings míns til lögreglu á hendur embættismönnum vegna brota í opinberu starfi var vísað frá, án rökstuðnings. Rökstuðningur barst skv. kröfu og sagði í reynd ekkert annað en að umræddu stjórnvaldi væri treyst af lögreglu.

Gunnar Örn nýr lögreglustjóri á Vesturlandi
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra, í embætti lögreglustjórans á Vesturlandi frá 7. apríl næstkomandi.

Lögregluvarðstjóri á Ísafirði vill annað af efstu sætunum á lista Samfylkingar
Gylfi Þór Gíslason, lögregluvarðstjóri á Ísafirði, hefur tilkynnt að hann sækist eftir einu af tveimur efstu sætunum á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum.

Lögregla fór á svig við lög á Facebook
Móttaka lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum í gegnum Facebook samrýmist ekki lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Þetta er niðurstaða Persónuverndar.

Sérsveitin með æfingu í Árbænum
Sérsveit ríkislögreglustjóra verður með æfingu innandyra í Árbænum í dag. Æfingin fer fram í Rofabæ 7-9 á milli klukkan tíu og þrjú.

Íslenska ríkið greiðir Aldísi bætur vegna skjals sem lögregla útbjó fyrir Jón Baldvin
Íslenska ríkið hefur samþykkt að greiða Aldísi Schram 1,2 milljón króna í miskabætur og 400 þúsund króna í málskostnað vegna ákvörðunar Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefði brotið gegn lögum með því að miðla upplýsingum um Aldísi til föður hennar.

Telur símtöl Áslaugar Örnu ekki afskipti af rannsókn máls
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segist ekki telja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hafi haft afskipti af rannsókn sakamáls hjá embættinu með tveimur símtölum á aðfangadag þegar lögreglan greindi frá því að ráðherra hefði verið á meðal gesta á samkomu þar sem sóttvarnareglur voru brotnar.

Áslaug segir símtöl við lögreglustjóra ekki skráningarskyld
Dómsmálaráðherra segir verklagsreglur ekki gera ráð fyrir að símtöl eins og þau sem hún átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um jólin séu skráð sérstaklega. Fjármálaráðherra hafi ekki beðið hana að hlutast til í málinu.

Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna
Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið.

Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum
Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning.

Segir símtal Áslaugar lykta illa
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar segir að skerpa þurfi á verklagsreglum þegar kemur að samskiptum á milli framkvæmdavaldsins og undirstofnanna. Hún segir símtal dómsmálaráðherra til lögreglustjóra á aðfangadag ekki til þess fallið að auka traust á stjórnmálin.

Óþol í garð spandex-klæddra riddara götunnar sprakk út með látum á vef lögreglunnar
Hjólreiðamenn segjast hvergi mega vera og öll úrræði vanti.

Segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín og lögreglustjóra
Dómsmálaráðherra segir ekkert hafa verið óeðlilegt við símtöl hennar við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra var meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur voru brotnar.

Hefur boðað Áslaugu á fund vegna samskipta hennar og lögreglustjóra
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á það við Jón Þór Ólafsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komi fyrir nefndina sem fyrst til.

Hringdi í lögreglustjórann vegna Ásmundarsalar á aðfangadag
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir að lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnabrot í Ásmundarsal, hvar fjármálaráðherra var staddur. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Áslaugu að hún hafi ekki verið að skipta sér af rannsókn málsins.

Velti fyrir sér hvernig höfuðpaurarnir gátu leikið lausum hala
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður, útilokar ekki að það vanti frumkvæði eða vilja hjá lögreglu til þess að hefja rannsókn þegar vísbendingar eru um ólöglega háttsemi. Löggjafinn þurfi þó að tryggja að lögregla hafi þær heimildir sem til þurfa.

„Er ekki einhver með allt niðrum sig í þessum málum?“
Fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir heiðarlega lögreglumenn og almenning árum saman hafa bent á tiltekinn Íslending sem auðgast hefur gífurlega án þess að sýna skýranlega afkomu.

Mest traust til Landhelgisgæslunnar en minnst til borgarstjórnar
Landhelgisgæslan er sú stofnun sem flestir landsmenn bera mest traust til samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup eða 86 prósent. Fæstir segjast aftur á móti bera mest traust til borgarstjórnar Reykjavíkur eða 22 prósent. Í langflestum tilvikum hefur traust landsmanna til ýmissa stofnanna aukist milli ára samkvæmt könnuninni.

Hjördís ráðin samskiptastjóri almannavarnadeildar
Hjördís Guðmundsdóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Hún hefur starfað á deildinni undanfarna mánuði við upplýsingamiðlun ásamt Jóhanni K. Jóhannssyni sem ráðinn var tímabundið. Hann hverfur til fyrri starfa á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Málin gegn Ólafi Helga og tveimur starfsmönnum felld niður
Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál gegn fyrrverandi Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og tveimur starfsmönnum embættisins, saksóknarfulltrúa annars vegar og skjalastjóra hins vegar.

Grímur tekur aftur við miðlægri rannsóknardeild lögreglu
Grímur Grímsson, sem undanfarin þrjú ár hefur starfað sem tengiliður Íslands hjá Evrópulögreglunni í Hollandi, Europol, tekur við sem yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu í apríl. Grímur staðfestir þetta við Mbl.is í dag.

Vel vopnum búin
Maður er skotinn til bana í Reykjavík.Og enn og aftur upphefst kunnuglegt margtuggið stef. Í hvert skipti sem svona jaðartilvik eiga sér stað þá rísa ákveðnir aðilar upp, þar á meðal þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks, og kalla eftir aukinni vopnvæðingu lögreglunnar.

Eðlilegt að skoða hvort lögregla þurfi frekari valdbeitingarheimildir
Skoða þarf hvort lögregla þurfi á ríkari rannsóknar- og valdbeitingarheimildum að halda, segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að fara eigi yfir málið í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Ræða hvort endurskoða þurfi vopnareglur lögreglu
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að vopnareglur lögreglu verði teknar fyrir á fundi lögregluráðs sem fram fer á fimmtudaginn. Nokkur umræða hefur verið um aðbúnað lögreglu í kjölfar morðsins sem átti sér stað um síðustu helgi og vangaveltur verið uppi um hvort málið sé merki um aukna hörku í undirheimum.

Miðflokksþingmaður varar við erlendum glæpahópum
Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins varaði við skipulagðri glæpastarfsemi með tengsl til annarra landa á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra segir að brugðist hafi verið við ábendingum lögreglunnar frá undanförnum árum.

Hafnar alfarið ásökunum um hótanir á veitingastöðum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísar því alfarið á bug að hún hafi haft í hótunum við rekstraraðila veitingastaða í miðborginni vegna ágreinings um sóttvarnareglur.

Telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnast
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögregluþjónn, telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnbúast ef þörf er á. Þessa skoðun sína setur hann í samhengi við manndráp við Rauðagerði í Reykjavík um helgina.

Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna
Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær.