
Erlendar

Djokovic fyrsti Serbinn til að vinna stórmót
Novak Djokovic varð í morgun fyrsti Serbinn til að vinna stórmót í tennis er hann fagnaði sigri á opna ástralska meistaramótinu í tennis.

Sharapova vann opna ástralska
Maria Sharapova vann í dag opna ástralska meistaramótið í tennis eftir að hafa borið sigurorð af Ana Ivanovic frá Serbíu í úrslitum, 7-5 og 6-3.

Loeb bætir við forskotið
Heimsmeistarinn Sebastien Loeb hefur aukið forskot sitt í Monte Carlo rallinu í 56,6 sekúndur eftir annan keppnisdaginn. Félagi hans hjá Citroen, Dani Sordo, er í öðru sætinu en Finninn Mikko Hirvonen er í þriðja sætinu á Ford Focus.

Federer úr leik á opna ástralska
Þau óvæntu tíðindi gerðust á opna ástralska meistaramótinu í tennis að Roger Federer mun ekki keppa til úrslita á mótinu.

Meistarinn byrjar vel
Heimsmeistarinn Sebastien Loeb byrjaði mjög vel á fyrstu tveimur sérleiðunum í Monte Carlo rallinu sem hófst í dag. Loeb, sem ekur Citroen, hefur tæplega 13 sekúndna forskot á Spánverjann Daniel Sordo eftir fyrsta keppnisdaginn. Finninn Mikko Hirvonen er með þriðja besta tímann.

Öskubuskan komin í úrslitin
Jo-Wilfried Tsonga er nýjasta stjarnan í tennisheiminum eftir að hann lagði Rafael Nadal í undanúrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis í dag.

Sharapova og Ivanovic í úrslitin
Maria Sharapova og Ana Ivanovic tryggðu sér í nótt sæti í úrslitum einliðaleiks kvenna á opna ástralska meistaramótinu í tennis.

Ivanovic og Hantuchova mætast í undanúrslitum
Ana Ivanovic og Daniela Hantuchova mætast í undanúrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis.

Federer kláraði Blake
Roger Federer komst í undanúrslit opna ástralska meistaramótsins í tennis með 3-0 sigri á Bandaríkjamanninum James Blake í dag.

Tsonga mætir Nadal í undanúrslitum
Rafael Nadal og Jo-Wilfried Tsonga mætast í undanúrslitum á opna ástralska meistaramótinu í tennis.

Sharapova pakkaði þeirri bestu saman
Maria Sharapova vann ótrúlegan sigur á Justine Henin í fjórðungsúrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis, 6-4 og 6-0.

New England og New York mætast í Superbowl
Þau óvæntu úrslit urðu í úrslitum Ameríkudeildarinnar í nótt að New York Giants vann sigur á Green Bay Packers í framlengdum leik.

Federer áfram eftir maraþonviðureign
Roger Federer, stigahæsti tennisleikari heimsins, lenti í bullandi vandræðum með Serbann Janko Tipsarevic í þriðju umferð opna ástralska meistaramótsins.

Súmóglímumaður settur í bann fyrir knattspyrnuiðkun
Súmóglímumeistarinn Yokozuna Asashoryu hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann var dæmdur í tveggja móta bann fyrir að spila knattspyrnuleik í heimalandi sínu Mongólíu.

NFL: Meistararnir úr leik
Afar óvænt úrslit urðu í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar í NFL-deildarinnar í dag er San Diego Chargers sló út Indianapolis Colts.

Lyfjaherferð hafin í hafnaboltanum
Bandaríska hafnaboltadeildin MLB tilkynnti í dag að stofnuð hefði verið sérstök lyfjadeild sem ætlað verður að fara fyrir hörðu átaki gegn meintri lyfjamisnotkun í deildinni.

Marion Jones í fangelsi
Bandaríska frjálsíþróttakonan Marion Jones hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir meinsæri, en hún laug því að hún hefði ekki notað steralyf þrátt fyrir að annað hefði komið á daginn.

Tyson vill mæta Holyfield þriðja sinni
Fyrrum heimsmeistarinn Mike Tyson er sagður vilja mæta erkióvini sínum Evander Holyfield enn eina ferðina í hringnum. Tyson lýsti þessu yfir í viðtali fyrir nokkrum dögum, en bar það reyndar til baka í öðru viðtali skömmu síðar.

Þjálfari Washington Redskins hættur
Joe Gibbs, þjálfari Washington Redskins í NFL-deildinni, hefur sagt starfi sínu lausu hjá félaginu.

Dakarrallið fer fram á næsta ári
Forráðamenn París-Dakar rallsins hafa lofað því að þessi sögufræga keppni muni fara fram á næsta ári þó henni hafi verið frestað í ár vegna hryðjuverkaógna. Henni var frestað með aðeins sólarhringsfyrirvara áður en hún átti að hefjast í Lissabon.

Hingis dæmd í tveggja ára bann
Martina Hingis hefur verið dæmd í tveggja ára keppnisbann eftir að kókaín fannst í lyfjasýni sem var tekið á Wimbledon-mótinu í fyrra.

Lippi orðaður við Bayern
Fréttir frá Ítalíu herma að forráðamenn Bayern München muni á næstu dögum funda með Marcello Lippi.

Hannes varð fyrir líkamsárás og er frá í mánuð
Íslenski landsliðsmaðurinn Hannes Þ. Sigurðsson verður frá fótboltaiðkun í mánuð eftir að hafa orðið fyrir barsmíðum í miðbæ Reykjavíkur um hátíðarnar

Ég hef verið rændur
Ólympíumeistarinn Justin Gatlin ætlar að áfrýja fjögurra ára keppnisbanninu sem hann var dæmdur í á dögunum. Spretthlauparinn segist hafa verið rændur ferlinum.

Gatlin í fjögurra ára bann
Bandaríski spretthlauparinn Justin Gatlin hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann fyrir að falla á lyfjaprófi árið 2006. Ólympíumeistarinn gæti átt eftir að áfrýja banninu, en ef hann hefur ekki erindi sem erfiði gæti ferli hans verið lokið.

Fullkomið tímabil hjá New England Patriots
New England Patriots vann alla sextán leiki sína á tímabilinu í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár.

Hokkíleikmaður fékk 30 leikja bann (myndband)
Chris Simon, leikmaður New York Islanders í bandarísku hokkídeildinni, hefur verið dæmdur í 30 leikja bann fyrir að traðka á andstæðingi sínum.

Samaranch fluttur á sjúkrahús
Fyrrum forseti Alþjóða ólympíusambandsins, Juan Antonio Samaranch, var í dag fluttur á sjúkrahús með hjartaveilu.

Tennisstjarna rænd á heimili sínu
Rússneska tenniskonan Anna Chakvetadze var á dögunum rænd á heimili fjölskyldu sinnar rétt utan Moskvu.

Enn og aftur Íslandsmet hjá Erni - sjötta sæti
Örn Arnarson varð í sjötta sæti í 50 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug er hann þríbætti Íslands- og Norðurlandamet sitt í greininni.