Erlent

Óbreyttir stýrivextir í Japan
Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Bankinn segir ennfremur í endurskoðaði hagspá sinni fyrir árið að hagvöxtu verði um 1,8 prósent í stað 2,1 eins og fyrri spá hljóðaði upp á. Hann telur að á næsta ári muni blása byrlega og muni hagvöxtur nema 2,1 prósenti.

Írak fjölgar varðstöðvum á landamærum Tyrklands
Stjórnvöld í Írak hafa sett upp fleiri eftirlitsstöðvar við landamærin að Tyrklandi, til þess að hindra árásarferðir Kúrdiskra skæruliða.

Forsætisráðherra afneitar lesbískri dóttur
Jafnréttisbaráttufólk í Kambódíu hefur harðlega gagnrýnt Hun Sen forsætisráðherra fyrir að reyna að afneita ungri fósturdóttur sinni vegna þess að hún er samkynhneigð.

Enn lækkar dollarinn
Gengi bandaríkjadals fór enn á ný í lægstu lægðir gagnvart breska pundinu í dag en 2,0727 dalir fást nú fyrir hvert pund. Bilið hefur aukist hratt síðustu daga og hefur ekki verið meira síðan um mitt sumar 1981.

Hagnaður Deutsche Bank jókst um 31 prósent
Hagnaður Deutsche Bank nam 1,62 milljörðum evra, jafnvirði tæplega 141 milljarðs króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 1,24 milljarða á sama tíma í fyrra. Þetta er 31 prósents hækkun á milli ára og nokkuð yfir væntingum. Inn í afkomutölurnar koma endurgreiddir skattar og hagnaður af sölu eigna sem vegur upp á móti fyrsta tapi af fjárfestingum bankans í heil fimm ár.

Fjárfestar bíða ákvörðunar bandaríska seðlabankans
Gengi helstu hlutabréfavísitalna lækkaði er nær dró lokun viðskipta á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Nokkrir þættir skýra lækkunina en fjáfestar þykja bjartsýnir á að bankastjórn seðlabanka Bandaríkjanna tilkynni um 25 punkta lækkun stýrivaxta á morgun að loknum tveggja daga vaxtaákvörðunarfundi, sem hófst í dag.

Allt allsherjarþing Sþ gegn Bandaríkjunum
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að hvetja Bandaríkin til þess að aflétta viðskiptabanni af Kúbu.

Fýkur í skattaskjólin
Breska eyjan Mön er ekki lengur skattaskjól fyrir Norðurlandabúa. Yfirvöld þar hafa gert samkomulag við ríkisstjórnir Norðurlandanna um að skattstofur landanna skiptist á upplýsingum.

Ekki þörf fyrir kjarnorkuver á Íslandi
Leiðtogafundurinn um loftslagsmál í Kaupmannahöfn 2009 mun verða mikilvægur norrænu samstarfi.

Pundið nálægt hæstu hæðum gagnvart bandaríkjadal
Gengi breska sterlingpundsins fór í hæstu hæðir gagnvart bandaríkjadal á mörkuðum í dag en 2,066 dalir fengust fyrir hvert pund. Dollarinn hefur ekki verið ódýrari síðan um mitt sumar árið 1981.

Feministar lifa betra kynlífi
Feministar af báðum kynjum lifa betra kynlífi og hafa meiri kynfýsn en annað fólk, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarteymis við Rutgers háskólann í Bandaríkjunum.

Taylor fær að halda milljarða málverki
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að Elísabet Taylor fái að halda málverki eftir Vincent Van Gogh sem faðir hennar keypti á uppboði árið 1963.

10 manns segjast hafa séð Madeleine í Marokkó
Tíu einstaklingar sem ekkert tengjast innbyrðis telja sig hafa séð Madeleine McCann í Marokkó á undanförnum misserum.

Bretar framlengja takmarkanir á innflytjendur
Breska ríkisstjórnin ætlar að framlengja takmarkanir á innflytjendur frá Búlgaríu og Rúmeníu til að minnsta kosti ársloka árið 2008.

Sonur stríðsglæpamanns yfirheyrður
Sonur hershöfðingjans Ratkos Mladic hefur verið kallaður til yfirheyrslu hjá serbnesku lögreglunni.

Fórnarlamb krúnukúgara sonur Margrétar prinsessu
David Linley markgreifi, hefur verið nefndur sem sá meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar sem maður af íslenskum ættum er sakaður um að reyna að kúga fé út úr.

Fjárfestar bíða stýrivaxtadags
Gengi helstu hlutabréfavísitalna hækkaði við lokun hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum í dag. Fjármálaskýrendur höfðu gert ráð fyrir mikilli hækkun enda vaxtaákvörðunardagur vestanhafs á miðvikudag. Nokkurrar spennu gætir á meðal fjárfesta.

Samstarf Norðurlandanna gríðarlega mikilvægt
Bryndís Hólm skrifar frá Noregi:"Það er brýnt að Norðurlöndin samræmi sín ólíku sjónarmið í umhverfismálum og takist sameiginlega á við loftslagsbreytingarnar í heiminum.

Dauðafley á Miðjarðarhafi
Fimmtíu og sex Afríkubúar sem reyndu að komast ólöglega til Spánar, sultu í hel eða frömdu sjálfsmorð eftir að í ljós kom að varabirgðir þeirra af eldsneyti voru bara vatn.

Spánverjar ætla að tæta upp strandlengju sína
Spænsk yfirvöld ætla að rífa ólögleg hús og hótel á 776 kílómetra belti meðfram ströndum landsins.

Bullitt Mustanginn aftur á götuna
Ford verksmiðjurnar ætla að endurlífga Mustanginn sem Steve McQueen gerði frægann í kvikmyndinni Bullitt.

VVRRRÚÚÚÚÚMMMMMMMM
Átján ára strákur á körtu stakk af sjö sérbúna BMW bíla lögreglunnar í þýska bænum Mönchengladbach í dag.

Langt yfir skammt?
Það er ekkert leyndarmál að það er skortur á vinnuafli á Íslandi. Undanfarin misseri hefur fólk verið sótt til annarra landa þúsundum saman vegna þess.

Gerðu Ísraelar árás á kjarnorkuver í Sýrlandi?
Nýjar gervihnattamyndir sýna að Sýrlendingar hafa jafnað við jörðu byggingu sem hugsanlega var leynilegt kjarnorkuver, sem Ísraelar gerðu loftárás á í síðasta mánuði.

Bandaríkjadalur aldrei lægri gagnvart evru
Bilið á milli bandaríkjadals og evru jókst í dag þegar dalur lækkaði í verði en gengismunur myntanna hefur aldrei verið meiri. Helsti orsakavaldurinn eru auknar væntingar að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti að loknum vaxtaákvörðunarfundi sínum í næstu viku.

LÚS-ER
Flatlúsin er í útrýmingarhættu að sögn danska blaðsins Nyhedsavisen. Blaðið segir að danska Náttúruminjasafnið sé nú með allar klær úti til þess að ná sér í eintök af kvikindinu.

Ég át hana ekki
Mexíkóski rithöfundurinn Jose Luis Calvas hefur viðurkennt að hafa myrt unnustu sína en neitar að hafa steikt hana og étið.

Ísraelar vilja loka fyrir rafmagn til Gaza strandarinnar
Ísraelar ráðgera að loka fyrir rafmagn til Gaza strandarinnar vegna eldflaugaárása þaðan yfir til Ísraels.

Afkoma Microsoft yfir væntingum
Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft tók inn 4,29 milljarða bandaríkjadala í hagnað, jafnvirði 261 milljarð íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem er fyrsti rekstrarfjórðungur fyrirtækisins. Þetta er heilum 23 prósentum meira en á sama tíma í fyrra og skrifast á mikla sölu á Windows Vista, nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins og tölvuleikinn Halo 3.

Sala á nýjum fasteignum dregst saman í BNA
Sala á nýjum fasteignum dróst saman um 23 prósent á milli ára í Bandaríkjunum í september, samkvæmt nýjum gögnum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Fjármálaskýrendur telja samdráttarskeið yfirvofandi vestanhafs bregðist seðlabanki Bandaríkjanna ekki við.