Íslendingar erlendis

Lögregla í Feneyjum lokar íslensku moskunni
Framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins lokað almenningi í dag.

Þrasið hluti af verkinu
Moska Christoph Büchel sem er íslenska verkið á tvíæringnum í ár hefur valdið miklu fjaðrafoki í Feneyjum frá opnunardegi.

Hundruð múslima báðu í moskunni í gær
Allt gekk vel fyrir sig í moskunni sem er framlag Íslendinga á Feneyjatvíæringnum í ár:

„Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar
Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu.

Heimilið undirlagt eftir tíu daga bakstur á piparkökum
Vigdís Sigurðardóttir býr á Ítalíu og vinkonu hennar, sem rekur eigið fyrirtæki í bænum, langaði að gefa viðskiptavinum sínum íslenskar piparkökur fyrir jólin. Kökurnar áttu að vera ætar og fallegar. Vigdís tók að sér verkið en segir að við undirbúninginn hafi nánast allt farið úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis.

Grímur hittir Pussy Riot í Tallinn
Rússnesku pönksveitinni hafa verið boðnir gull og grænir skógar fyrir tónleikahald en hafa hafnað því.

Segist vera saklaus dópisti og að fjölmiðlar beri ábyrgð á þungum dómi
Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn eins og hann er að jafnaði kallaður, sakar fjölmiðla um að hafa haft áhrif á réttarkerfið i Brasilíu, en hann var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir skömmu vegna innflutnings á 50 þúsund e-pillum til landsins.

Sverrir Þór dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu
Sverrir Þór Gunnarsson, gjarnan nefndur Sveddi tönn hefur verið dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu, að því er DV segist hafa heimildi fyrir.

Sveddi tönn var með falsað vegabréf og íslenskt sælgæti
"Við lögðum út net og náðum hákarli,“ segir yfirmaður hjá lögreglunni í Rio De Janeiro í Brasilíu um handtöku Sverris Þórs Gunnarssonar þar í landi. Sverri framvísaði fimm daga gömlu vegabréfi, útgefnu á Íslandi, þegar hann var handtekinn.

Flúði níu ára fangelsisdóm á Spáni
Sverrir Þór Gunnarsson, Sveddi tönn, er með níu ára óafplánaðan fangelsisdóm á bakinu á Spáni fyrir fíkniefnasmygl. Hann lagði á flótta eftir að dómurinn féll og síðan hefur hann verið eftirlýstur af spænskum yfirvöldum.

Óvíst um framsal Sverris
Ekki er í gildi framsalssamningur við Brasilíu og því óvíst að hægt yrði að fá Sverri Þór Gunnarsson framseldan hingað þrátt fyrir að hann sé grunaður um glæpi hér. Ekki borist formleg staðfesting á nafni hans.

Sveddi tönn tekinn höndum í Brasilíu
Sverrir Þór Gunnarsson, einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu, handtekinn í Rio de Janeiro vegna smygls á 46.000 e-töflum. Gaf upp falskt nafn.

Mannslát Íslendings í Lettlandi rannsakað
Lögreglan í Lettlandi rannsakar hvernig á því stóð að dyrnar að spennistöð í miðborg Riga voru opnar en íslenskur karlmaður lést þar af völdum raflosts í gærmorgun. Að meðaltali verður eitt banaslys af þessum toga á hverju ári í Lettlandi.

Friðargæsluliði svarar fyrir sig
Allt frá því að sprengjuárás varð í teppabúð í Afganistan árið 2004 og heimildarmynd um störf friðargæslunnar í landinu var frumsýnd skömmu síðar, hefur aðgangur fjölmiðla að starfinu í Kabúl verið lítill. Klemens Ólafur Þrastarson heimsótti friðargæsluna í Afganistan og ræddi við Inga Þór Þorgrímsson, forsvarsmann Íslendinga við stjórnun flugvallarins í Kabúl.