
Sjósund

Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun
Ylströndin í Nauthólsvík fagnar 25 ára afmæli í ár og af því tilefni verðum því öllum boðið til veislu á ströndinni á morgun, laugardaginn 16. ágúst, með skemmtidagskrá fyrir öll.

Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík
Í vikunni fór fram Opna Íslandsmótið í víðavatnssundið í Nauthólsvík. Þangað mætti einn fremsti sundkappi þjóðarinnar frá upphafi.

„Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður
Sundkappinn Sigurgeir Svanbergsson segist hafa átt sorglega lítið eftir af sundferð sinni yfir Ermarsundið þegar hann þurfti að hætta af öryggisástæðum. Hann er staðráðinn í að reyna aftur.

Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum
Sundkappinn Sigurgeir Svanbergsson þurfti að hætta sundi sínu yfir Ermarsundið af öryggisástæðum. Hann ætlaði sér að synda sundið til styrktar Píetasamtakanna.

Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun
Sigurgeir Svanbergsson lærði að synda skriðsund á YouTube fyrir fáeinum árum en syndir Ermarsundið í fyrramálið. Hann hefur verið veðurtepptur í Dover undanfarna daga en hann hefur aðeins vikuglugga til að klára þrekvirkið.

Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar
Félagarnir Pétur Eyjólfsson og Héðinn Karl Magnússon í Vestmannaeyjum ætla að synda saman laugardaginn 5. júlí í sjónum frá Elliðaey og taka land við veitingastaðinn Tangann í Heimey, í Vestmannaeyjum. Sundið hefst kl 11:00 og mun væntanlega ljúka á milli 13:30 og 14:00.

Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu
Rannsóknastjóri hjá Hafró segir sund Ross Edgley í kringum landið hafa boðið íslenskum vísindamönnum upp á einstakt tækifæri. Hann bindur vonir við að nýjar uppgötvanir verði gerðar samhliða sundi kappans í kringum landið.

„Myndi ekki mæla með þessu við nokkurn mann“
Hvalasérfræðingur ráðleggur fólki ekki að stinga sér til sunds með háhyrningum eða öðrum hvölum, það geti verið mjög áhættusamt. Myndskeið af sjóbrettamanni á Snæfellsnesi að synda með torfu háhyrninga vakti athygli í vikunni.

Nafn mannsins sem drukknaði við Örfirisey
Maðurinn sem drukknaði við Örfirisey í lok maí, eftir að hafa örmagnast á sjósundi, hét Michal Gabriš. Hann var frá Slóvakíu og varð aðeins 27 ára. Hann hafði nýlokið hringferð um Ísland á hlaupahjóli.

Hinn látni erlendur ríkisborgari á þrítugsaldri
Karlmaðurinn sem fannst látinn í sjónum út af Örfirisey eftir hádegi í dag er talinn vera sami maður og leitað hefur verið að frá því síðdegis í gær. Maðurinn var erlendur ríkisborgari á þrítugsaldri.

Telja að maðurinn sé fundinn
Viðbragðsaðilar telja að maðurinn, sem talið er að hafi örmagnast í sjónum úti fyrir Fiskislóð í Reykjavík í gær, sé fundinn. Hann var ekki með lífsmarki.

Telja manninn hafa örmagnast við sjósundsæfingar
Leit að manni sem talið er að hafi örmagnast í sjónum úti fyrir Fiskislóð í Reykjavík verður fram haldið eftir hádegi í dag. Fjöldi viðbragðsaðila kemur að leitinni. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var maðurinn að æfa sjósund þegar hann örmagnaðist.

Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90
Stærsti ótti sundkappans Ross Edgley varð að veruleika á þriðja degi af 90 á sundferð hans hringinn í kringum landið. Hlutar af tungu kappans fóru þá að falla út í morgunkornið. Fréttastofa heyrði hljóðið í kappanum eftir tveggja vikna sjósund.

Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina
Heimsfrægur sundkappi segir fyrirhugaða ferð sína í kringum landið geta tekið allt að fimm mánuði. Hann segir stuðning og gleði Íslendinga vera honum ómetanlegt en hann var við æfingar á Álftanesi fyrr í dag.

Bjóða fólki í kuldaþjálfun
Hópur fólks kemur saman tvisvar í viku á Ylströndinni í Nauthólsvík í þeim tilgangi að reyna að sigrast á kuldanum. Þar fer fram svokölluð kuldaþjálfun þar sem fólk fer á sundfötunum í snjóinn, tekur nokkur dansspor, hrópar, hlær og fer svo að lokum út í ískaldan sjóinn.

Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn
Um fimmtíu hugrakkir landsmenn létu frostið ekki stoppa sig þegar þeir skelltu sér í sjósund í Hafnarfirði á þessum fyrsta degi ársins.

Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum
Maður sem synti milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar með eiginkonu sína í eftirdragi segist hafa þurft að hundsa eigin efasemdir allan tímann. Sundið tók um sex tíma, og sjórinn var aðeins tveggja gráðu heitur þegar verst lét.

Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi
Sigurgeir Svanbergsson, sundkappi, syndir nú frá Reyðarfirði til Eskifjarðar til styrktar góðu málefni. Í eftirdragi verður eiginkonan hans á kayak.

Setti hraðamet í heiðurssundi fyrir syni Eddu Bjarkar
Sigurgeir Svanbergsson synti í gær frá Flateyri til Holtsstrandar og sló hraðamet í sundinu sem hann vill kalla Drengjasund. Sigurgeir stundar sjósund til að berskjalda sig fyrir því sem honum þykir óþægilegt. Hann segir hafi geta verið hættulegt og skelfilegt en það jafnist ekkert á við tilfinninguna að skríða upp hinum megin.

Þurfti að hætta eftir sex tíma í sjónum
Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlaði að synda um 17 kílómetra leið frá Akranesi til Reykjavíkur í gær, en þurfti að hætta á miðri leið vegna veðurs. Hann er svekktur en ætlar að reyna aftur. Tilefnið var áheitasöfnun fyrir börn á Gasa í samstarfi við Barnaheill.

Mögnuð reynsla og magnaður hópur
Sundhópurinn Hafmeyjurnar synti þvert yfir Ermarsundið í gær. Hópurinn, sem samanstendur af sjö konum um fimmtugt, kláraði sundið á rétt rúmum sautján klukkustundum. Einn sundkappanna segir allt hafa gengið eins og í sögu.

Hafmeyjurnar synda yfir Ermarsundið
Íslenski sjósundhópurinn Hafmeyjurnar syndir nú yfir Ermarsundið í boðsundi. Hópurinn samanstendur af sjö vöskum sjósundkonum sem hófu að synda í nótt og hafa nú verið að í tæpan hálfan sólarhring.

Fljótandi gufubað og Parísarhjól framkvæmanlegar hugmyndir
Stafshópur hefur sent frá sér skýrslu sem inniheldur hugmyndir og tillögur um haftengda upplifun í Reykjavík.

Breyttur tími fyrir sjósundsfólk
Áfram verður opið á föstudögum á Ylströndinni í Nauthólsvík í vetur, en nú verður sú breyting á að lokað verður á mánudögum og opnunartímum strandarinnar á virkum dögum því fækkað um einn. Þetta kemur fram í svörum frá Reykjavíkurborg til Vísis.

Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu
Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt.

Veikindi sextíu sjósundskappa mögulega vegna skólps
Að minnsta kosti 57 manns veiktust af bæði ælupest og niðurgangi eftir að hafa keppt í sjósundi á heimsmótaröðinni í þríþraut í borginni Sunderland í Bretlandi síðustu helgi.

Hópur manna reyndi að synda í Reynisfjöru
Hópur manna sást í gær stinga sér til sunds í Reynisfjöru þar sem sterkir hafstraumar hafa áður stefnt lífi margra erlendra ferðamanna í hættu. Mönnunum virtist ekki hafa orðið meint af en fimm banaslys hafa orðið í fjörunni á síðustu sex árum.

Góðgerðarsundkappi týndur í Ermarsundi
Herþyrlur og bátar sjóhersins í Frakklandi leita nú slökkviliðsmannsins Iain Hughes, en tilkynnt var í fyrradag um að sundkappinn hafði týnst þegar hann gerði atlögu að Ermarsundinu.

Sundgarpar varaðir við skólpi í sjó
Veitur vara sjósundsfólk við því að á morgun og hinn muni skólp fara í sjó við Skeljanes og Faxaskjól á meðan prófun stendur yfir á búnaði í dælustöðvum og neyðarlúgur verða opnaðar.

Vilja vita meira um skólpið
Sjósundsfólk fagnar nýrri skiptiaðstöðu við Ægisíðu í Vesturbænum en kallar eftir ítarlegri upplýsingum um vatnsgæði í rauntíma þar sem skólphreinsistöð stendur þar skammt frá.