
Stjórnarskrá

Rúmlega tíu þúsund krefjast nýrrar stjórnarskrár
Undirskriftasöfnun á vegum Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá er kominn með rúmlega 10.400 undirskriftir.

Fimm staðreyndir
Staðreynd 1: Samherji hefur grætt milljarða á því að nýta auðlindir Íslands, sem eru þó samkvæmt lögum eign íslensku þjóðarinnar.

Stjórnarskrártillaga hefði stytt forsetatíð þriggja forseta
Kristján Eldján er eini fyrrverandi forseti Íslands sem sjálfviljugur sat í embætti í tólf ár eins og lagt er til að verði hámarks tími sem forseti geti gengt embættinu í frumvarpi til breytinga á stjórnarskránni.

Fimm stjórnarskrárfrumvörp lögð fram á Alþingi í haust
Forsætisráðherra leggur fram fimm frumvörp til breytinga á stjórnarskránni á haustþingi. Með því vill hún að þingið hafi góðan tíma til að vinna frumvörpin sem stjórnarskrárfrumvörp eru alltaf síðustu mál sem Alþingi afgreiðir fyrir kosningar sem verða 25. september á næsta ári.

Tímabærar breytingar í frumvarpsdrögum um stjórnarskrá
Umsagnarfrestur um frumvarpsdrögin rennur út á morgun en þau byggja á sameiginlegri vinnu formanna allra flokka sem sæti eiga á Alþingi.

Ráðherrar ekki lengur smákonungar með stjórnarskrárbreytingum
Frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar er meðal annars ætlað að sporna gegn því að ráðherrar upplifi sig sem smákonunga að sögn héraðsdómara sem vann frumvarpið. Breytingar á forsetakafla stjórnarskrárinnar myndu ekki hagga við grunnhlutverki forsetans að hans mati.

Valdi fylgir ábyrgð
Við erum að vakna upp við þann vonda draum að þrátt fyrir að við vitum öll að valdi skuli fylgja ábyrgð og að allt vald þurfi að tempra höfum við komið okkur upp samfélagi þar sem sú er ekki raunin.

Birting draga um breytingar á stjórnarskrá feli ekki í sér skuldbindingu fyrir formenn stjórnmálaflokka
Drög að frumvarpi um breytingar á afmörkuðum hluta stjórnarskrár Íslands voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær.

Forseti geti aðeins setið í 12 ár og meðmælendum fjölgi
Meðmælendum forsetaframbjóðenda verður fjölgað og hámark sett á samfellda setu á forsetastóli, verði frumvarpsdrög að breytingum á stjórnarskrá að veruleika

Þreyttar á að bíða eftir nýrri stjórnarskrá og taka málin í sínar hendur
Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá mun í dag, á kvenréttindadaginn, fylkja liði í Mæðragarðinum við Lækjargötu og heiðra nýju stjórnarskrána. Í dag ýtti félagið úr vör undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá.

Eiginhagsmunir, yfirráð og völd
Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá er hópur af rúmlega þrettán þúsund og fimm hundruð konum af öllu landinu sem vilja vinna saman að því gera samfélagið okkar betra.

En hver er sannleikurinn?
Nú er eflaust von sumra að hula gleymskunnar leggist yfir rangfærslurnar sem fjármálaráðuneytið viðhafði um Þorvald Gylfason. Fólk er búið að æsa sig í nokkra daga. Bjarni búinn að stíga fram og segjast hafa verið í miklum rétti.

Forsætisráðherra hyggst leggja fram auðlindarákvæði næsta haust
Forsætisráðherra stefnir á að leggja fram á Alþingi næsta haust ákvæði í stjórnarskrá um að auðlindir náttúru Íslands verði skilgreindar sem þjóðareign. Prófessor í hagfræði segir svívirðulegt að stjórnvöld hafi ekki virt þjóðarvilja og sett auðlindarákvæði Stjórnlagaráðs í stjórnarskrá.

Telur drög að auðlindarákvæði í stjórnarskrá ekki koma í veg fyrir framsal
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni telur að drög um auðlindarákvæði í stjórnarskránni feli ekki í sér að bannað verði að framselja kvóta. Hann segir mikilvægt að setja tímamörk á afnotarétt á auðlindum sem teljast þjóðareign

Konur krefjast nýrrar stjórnarskrár
Samtök kvenna um nýja Stjórnarskrá er stórkostlegt afl hugrakkra kvenna sem ætlar sér ekki að skila hinu ósjálfbæra, spillta og misskipta samfélagi sem núna ríkir, áfram til komandi kynslóða.

Mikilvægt að almenningur komi að endurskoðun á stjórnarskrá
Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar telur að stjórnvöld muni nýta sér niðurstöður nýrrar könnunar þar sem almenningi gafst tækifæri til að rökræða breytingar á stjórnarskránni. Oft breyttist afstaða fólks að lokinni umræðu. Prófessor frá Stanford segir að stjórnvöld í 30 löndum hafi nýtt sér aðferðina

Fámenn en hávær mótmæli á Austurvelli
Hópur mótmælenda lét hressilega í sér heyra á Austurvelli þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn á árinu í dag.

„Þetta er ekki eitt af þessum málum sem mun lognast út af og hverfa“
Formaður stjórnarskrárfélagsins segir að lýðræðið sé sameign allra landsmanna og þess vegna sé það á ábyrgð hvers og eins að láta það virka sem skyldi.

Þjóðaratkvæði um auðlindaákvæðið
Ríkisstjórnin kveðst vera komin með orðalag á auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem Sjálfstæðisflokkurinn getur sætt sig við. Það er orðalagið sem sett hefur verið fram í samráðsgátt stjórnvalda.

Hægt verður að segja upp veiðiheimildum eða gera þær tímabundnar verði nýtt auðlindaákvæði að lögum
Forsætisráðherra segir að verði nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskránni samþykkt verði annað hvort hægt að segja upp veiðiheimildum í sjávarútvegi eða þær verði tímabundnar.

Barátta fyrir nýrri stjórnarskrá er barátta gegn spillingu!
Spilling er vandamál á Íslandi, hvort sem hún felst í vinagreiðum eða grímulausari útfærslum. Spilling þrífst helst þar sem eftirlit skortir, ákvarðanataka er óljós og aðkoma og áhrif almennings eru lítil eða engin.

Forsætisráðherra vill auðlindaákvæði í stjórnarskrá á kjörtímabilinu
Forsætisráðherra telur nauðsynlegt að samkomulag náist á Alþingi um að koma auðlindaákvæði inn í stjórnarskrá og telur að það ákvæði sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda sé fullnægjandi. Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar telja ákvæðið hins vegar ekki nógu afgerandi.

Áskorun mótmælenda afhent þingflokksformönnum
Fulltrúar samtaka sem mótmæltu á Austurvelli síðast liðinn laugardag afhentu fulltrúum stjórnmálaflokkka á Alþingi í dag áskorun um lögbindingu draga stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá.

„Metnaður og samkennd er það sem við þurfum“
Mótmælendur kröfðust afsagnar sjávarútvegsráðherra og nýrrar stjórnarskrár á fjöldafundi á Austurvelli í dag, þangað sem áætlað er að um fjögur þúsund manns hafi lagt leið sína.

Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“
Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs.

Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli
Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá.

Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast
Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag.

Þrjár sárar minningar og ein tillaga
Þegar ég var sumarstarfsmaður hjá Landsbankanum árið 2007 og bankastjóri notaði eitt hádegið til að kynna nýja vöru bankans sem var IceSave innlánsreikningarnir frægu.

Meirihluti segir mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá
Rúmlega helmingur svarenda könnunar MMR telur mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili.

Sannleikurinn
Nú eru rúmlega sjö ár síðan þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram á Íslandi. Þar sögðu kjósendur að leggja skyldi drög stjórnarlagaráðs til grundvallar sem stjórnarskrá fyrir Ísland.