
Grín og gaman

Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir
Árni Árnason, mannauðsstjóri Elju, hefur slegið í gegn með ádeilusketsum sínum sem fjalla um Uglu Tré, sem vinnur í íslenska kerfinu. Nú er Ugla farin að vinna við að hreinsa upp árnar af eldislaxi fyrir breska auðkýfinga því norsku kafararnir eru svo dýrir.

Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott
Rónni í Eskifirði var raskað þegar einmana hrefna var við veiðar í gær og komst í gott.

Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins
Allan Sigurðsson og Hanners Þór Arason munu sjá um að leikstýra Áramótaskaupinu í ár og reyndir grínarar skipa handritshópinn: Anna Svava Knútsdóttir, Björn Bragi Arnarson, Jón Jónsson, Karen Björg Eyfjörð og Ólafur Ásgeirsson.

Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks
Fésbókaryfirvöld hafa tjáð Hugleiki Dagssyni grínista að ef hann heldur áfram að birta klúrar skrítlur á 216 þúsund fylgjenda síðuna sína verði lokað á síðuna að eilífu. Hugleikur líkir gervigreindinni sem sigtar út efnið hans við barn sem skilji ekki muninn á kaldhæðni og alvöru.

Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn
KR-ingar unnu sinn fyrsta sigur í rúmlega fjörutíu daga þegar þeir tóku Aftureldingu 2-1 í Frostaskjólinu í gær. Fyrir utan fótboltann var mikið rætt um einn tiltekinn boltasæki sem var höfðinu hærri en restin og virtist alltof gamall fyrir starfið.

Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói
Ástralski hommasirkusinn Briefs International kemur fram á Hinsegin dögum og verður með þrjár sýningar í Tjarnarbíó, tvær bannaðar innan átján og eina barnasýningu.

Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“
Saga Garðarsdóttir hvetur gesti og gangandi til að taka mynd af sér með klofi hennar sem prýðir auglýsingaskilti víða um borgina í tilefni af nýjustu kvikmynd Hlyns Pálmasonar.

Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík
Fannar Máni Halldórsson, sem er níu ára strákur í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ deyr ekki ráðalaus því hann hefur komið sér upp sölubás við heimili fjölskyldunnar þar sem hann selur nýsteiktar kleinur, Muffins og skúffukökur. Íbúar fagna framtakinu og hrósa Fannari fyrir framtakið en hann er að safna sér peningum til að komast á Ferrari bílasýningu á Ítalíu.

Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði
Bókaklúbburinn Gormar pantaði pítsur frá Hamraborg á Ísafirði með flugi því barnaperri í glæpasögunni Hildi eftir Satu Rämö elskar að fá sér Hamraborgarpítsu með rækjum, ananas og kjúklingi. Pítsurnar voru barnaafmælisvolgar en ljúffengar.

Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað?
Teslu-eigandi hefur ítrekað lent í því að Teslan hans blakar öðrum hliðarspeglinum á nákvæmlega sama staðnum á Austurveginum á Selfossi. Aðrir Telsu-eigendur hafa lent í svipuðu á hinum ýmsu stöðum. En er þetta hönnunargalli, bilun eða stillingaratriði?

Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar
Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar er ekki bara forstöðumaður því hann tekur oft gítarinn sinn með sér í vinnuna og spilar þá og syngur fyrir gesti laugarinnar. Mikil ánægja er með framtakið.

Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant
Novak Djokovic hafði betur gegn Flavio Cobolli í æsispennandi leik í fjórðungsúrslitum Wimbledon í gær. Spennan var þó greinilega ekki nógu mikil fyrir enska leikarann Hugh Grant sem dottaði yfir hasarnum.

Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit
Tusku-emúi sem birtist fyrir utan heimili leikkonunnar Höllu Vilhjálmsdóttur í Vesturbænum á aðfaranótt þriðjudags hafði verið numinn á brott af barnum Drunk Rabbit á mánudagskvöldið.

„Eini maðurinn sem er bókaður í golf undir dauðahótunum“
„Þetta er alvarlegt, þetta er erfitt en það er svo mikilvægt að nýta dagana vel og vera glaður,“ segir Bjarni Hafþór Helgason sem er með Parkinson. Á meðan hann getur, vill hann njóta og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama.

Fær ýmist þumalinn eða löngutöng vegna einkanúmersins
Maðurinn sem keyrir um á Teslu-bifreið með einkanúmerinu TRUMP, hlýtur að hafa miklar skoðanir á vinslitum Donalds Trump og Elons Musk. Eða hvað?

Fékk sér Stöð 2 húðflúr í beinni útsendingu
Oddur Ævar Gunnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, skellti sér í heimsókn á árlegu húðflúrráðstefnuna Icelandic Tattoo Convention. Hann lét sér ekki nægja að fara einungis í heimsókn heldur fékk hann sér Stöð 2 húðflúr í leiðinni.

Tíu af fyndnustu dýralífsmyndunum
Ljósmyndasamkeppnin Nikon Comedy wildlife photography awards 2025 er hafin. Um árlega keppni er að ræða þar sem fólk um allan heim sendir inn þúsundir fyndnar ljósmyndir sem það fangar í náttúrunni.

Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen
Gríma Björg Thorarensen, innanhúshönnuður og meðeigandi Sjóbaðanna í Hvammsvík, var gæsuð af fríðum flokki kvenna í Madríd. Gríma hefur verið með Skúla Mogensen frá 2017, þau eiga tvo syni saman og eru greinilega trúlofuð.

Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er!
Það hefur líklega aldrei verið einfaldara að henda í gott Pub Quiz. Ný íslensk vefsíða, ullari.is, býður nú upp á tilbúna Pub Quiz spurningapakka sem berast beint í tölvupóstinn. Hvort sem þú ert að skipuleggja staffapartí, árshátíð, matarboð eða barnaafmæli þá hefur þetta aldrei verið svona aðgengilegt.

Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí
Lokaþátturinn af Alheimsdrauminum fór í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið síðasta. Í þættinum kom í ljós hvort liðið vann stigakeppnina að þessu sinni og er hægt að sjá þáttinn á Stöð 2+.

Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu
Í síðasta þætti af Alheimsdrauminum fengu þeir Pétur og Sveppi nokkuð skrautlega áskorun og var það að taka þátt í indverskri glímu.

Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina
Ítalskur heilafúi er nýjasta æðið sem skekur samfélagsmiðla. Hann einkennist af gervigreindarmyndum og myndskeiðum af ókennilegum kynjadýrum sem bera ítölsk bullunöfn. Bent hefur verið á undir sakleysislegu bullinu sé fordómafullur kjarni.

Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri
Í síðasta þætti af Alheimsdrauminum voru þeir Steindi og Auddi mættir til Nepal að safna stigum í keppninni við þá Sveppa og Pétur.

„Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin
Á hverju ári hlaupa margir apríl og líklega var engin undantekning á því þetta árið. Fjölmiðlar, fyrirtæki, stofnanir og auðvitað óbreyttir borgarar reyndu að plata aðra upp úr skónum með misgáfulegum aprílgöbbum.

„Ég held ég sé með niðurgang“
„Ég þarf ekki einu sinni að reyna sækja þessi stig, þau bara koma. Þetta er bara leðja, niðurgangur,“ segir Sverrir Þór Sverrisson á ferð um Eþíópíu í síðasta þætti af Alheimsdrauminum.

Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða
Edda Björgvinsdóttir leikkona segist ekki hafa grunað að eigin fíflalæti myndu ferðast svona víða. Þar vísar Edda til myndbanda sinna sem slegið hafa í gegn á samfélagsmiðlum þar sem hún bregður sér í hlutverk eldri borgaranna þeirra Gyðu og Guðríðar sem hneyksla sig á hinum ýmsu þjóðfélagsmálum.

Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi
David Walliams, breski grínistinn og rithöfundurinn, segir það áhugavert að frasi úr bresku gamanþáttunum Little Britain sé notaður í daglegu tali á Íslandi, tveimur áratugum eftir að hann var fyrst kynntur til leiks. Þetta kom fram í nýlegu hlaðvarpi Robs Brydon.

Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið
„Facebook-hrekkurinn lifir enn góðu lífi á minni skrifstofu,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta- og markaðssviðs flugfélagsins Play, en hún verður reglulega fyrir barðinu á þeim. Í dag birtist færsla á Facebook-vegg hennar um nýtt hlaðvarp á hennar vegum, sem á að heita „Nadda í Orlofi“, en sjálf kannast hún ekki við það.

Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn
Árni Árnason mannauðsstjóri hjá Elju hefur slegið í gegn á Facebook með allskyns ádeilugrínmyndböndum þar sem hann hefur hinar ýmsu stofnanir og stjórnmálamenn að háði og spotti. Þar má nefna Isavia og skipulagssvið Reykjavíkurborgar svo fátt eitt sé nefnt. Vinsældirnar eru orðnar svo miklar að búið er að bóka Árna í uppistand.

Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár
Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen fór fram í fyrsta sinn í fjórtán ár í dag. 32 keppendur voru skráðir til leiks og stóðu sig misvel að sögn mótshaldara. Það sé ekki nóg að vera heppinn.