Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. Erlent 30.12.2020 13:45 Jólaáhyggjurnar ekki að raungerast Sóttvarnalæknir segir að svo virðist sem áhyggjur sem hann hafði af kórónuveirusmitum um og eftir jólin séu ekki að raungerast. Það sé ekki að sjá að faraldurinn sé í uppsveiflu. Enn séu þó ekki öll kurl komin til grafar. Innlent 30.12.2020 13:10 Ráðamenn sagðir takmarka flæði upplýsinga um uppruna Covid-19 Ráðamenn í Kína eru sagðir hafa takmarkað verulega flæði upplýsinga og rannsóknir um mögulegan uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, sem greindist fyrst í mönnum í Kína. Vísindamenn sem hafa reynt að rannsaka uppruna sjúkdómsins í Kína hafi orðið fyrir miklum hindrunum frá hinu opinbera. Erlent 30.12.2020 11:31 Herða sóttvarnir í Sydney fyrir áramótin Yfirvöld í Ástralíu hafa hert samkomutakmarkanir og sóttvarnir í Sydney, stærstu borg landsins, fyrir áramótin. Það var gert eftir að nýr klasi smitaðra greindist þar. Í heimahúsum mega fimm að hámarki koma saman og þrjátíu á almannafæri. Þá mega gestir ekki heimsækja íbúa dvalarheimila. Erlent 30.12.2020 11:19 Níu greindust innanlands í gær Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex voru í sóttkví við greiningu en þrír utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum Covid.is. Innlent 30.12.2020 10:50 „Baráttunni við COVID lýkur hvergi fyrr en henni lýkur alls staðar“ Það er stórkostlegur árangur að búið sé að fá leyfi til að nota bóluefni til notkunar í mönnum, innan við ári frá því að kórónuveiran sem veldur Covid-19 fannst. Innlent 30.12.2020 10:32 Náðu fimm skömmtum en ekki sex úr hverju glasi Aðeins náðust fimm skammtar úr hverju glasi af bóluefni Pfizer og BioNTech sem kom til landsins í gær en ekki sex eins og vonast var til. Reiknað er með að bólusetning á höfuðborgarsvæðinu klárist í dag. Innlent 30.12.2020 10:20 Nýkjörinn þingmaður látinn af völdum Covid-19 Repúblikaninn Luke Letlow, sem kjörinn var á fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Louisiana í kosningunum í nóvember, er látinn af völdum Covid-19. Hinn 41 árs gamli Letlow er fyrsti bandaríski þingmaðurinn til að láta lífið af völdum sjúkdómsins. Erlent 30.12.2020 07:40 Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. Erlent 30.12.2020 07:18 Nýja afbrigði kórónuveirunnar komið til Bandaríkjanna Hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem gert hefur usla á Bretlandseyjum hefur nú fundist í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. Erlent 30.12.2020 07:06 „Eins og að vera einn í heiminum“ Síðustu mánuði hefur ljósmyndarinn Ragnar Axelsson myndað lífið á Íslandi á tímum Covid-19 og skrásett áhrifin á okkar samfélag. Hér á Vísi munu birtast nokkrir myndaþættir með einstökum ljósmyndum RAX frá þessu óvenjulega og erfiða ári. Þetta er sá fyrsti í röðinni. Menning 30.12.2020 07:01 Breskir heilbrigðisstarfsmenn gætu þurft að velja hverjir lifa og hverjir deyja Breskir heilbrigðisstarfsmenn gætu á næstu dögum og vikum staðið frammi fyrir því að þurfa að velja hverjir lifa og hverjir deyja. Þetta segja sérfræðingar innan opinbera heilbrigðiskerfisins, sem sjá fram á mesta álag í sögu NHS vegna Covid-19 faraldursins. Erlent 29.12.2020 23:19 WHO: Munum þurfa að lifa með SARS-CoV-2 og megum vænta verra Bólusetning á heimsvísu mun ekki marka endalok Covid-19, segja vísindamenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þeir gera ráð fyrir að SARS-CoV-2 muni áfram fara um samfélagið, líkt og árstíðabundnar flensuveirur, og segja menn þurfa að læra að lifa með henni. Erlent 29.12.2020 22:43 Sprautan gegn veirunni líklega stærsta jólagjöfin Fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstétta, sem bólusettur var hér á landi, segir þetta líklega stærstu jólagjöfina. Það hafi ekkert verið vont - bara eins og að láta sprauta sig gegn flensu. Innlent 29.12.2020 22:36 Kurr í sjúkraflutningamönnum vegna forgangsröðunar í bólusetningu Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir kurr í félagsmönnum vegna forgangsröðunar í bólusetningu við kórónuveirunni. Sjúkraflutningamenn eru samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra í fjórða forgangshóp en ættu „í fullkomnum heimi“ að vera í fyrsta eða öðrum, að mati formannsins. Innlent 29.12.2020 21:34 Tregir Frakkar: Aðeins fjórir af tíu hyggjast þiggja bólusetningu Aðeins fjórir af hverjum tíu Frökkum hyggst láta bólusetja sig gegn Covid-19, samkvæmt niðurstöðum könnunar Ipsos Global Advisor og World Economic Forum. Erlent 29.12.2020 21:08 „Við verðum að tryggja að við lifum þetta af“ Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class segir að uppsagnir starfsfólks sem greint var frá í dag hafi verið nauðsynlegar. Fyrirtækið verði að tryggja að það lifi kórónuveirufaraldurinn af. Hann telur að hægt væri að halda starfseminni gangandi við 100 manna samkomutakmarkanir. Viðskipti innlent 29.12.2020 19:31 Faraldurinn enn á siglingu í Danmörku og takmarkanir framlengdar til 17. janúar Þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi í Danmörku verða framlengdar til 17. janúar. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherrans Mette Frederiksen nú fyrir stundu. Til stóð að endurskoða þær 3. janúar. Erlent 29.12.2020 19:29 Fór „eins hátt upp í Pfizer“ og hann gat og lagði inn beiðni Forstjóri íslenska fyrirtækisins Controlant, sem kemur m.a. að dreifingu á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni, kveðst hafa komið hugmyndum um Ísland sem rannsóknarverkefni á framfæri við Pfizer. Hann hafi fengið þau svör að beiðninni yrði komið áleiðis. Viðskipti innlent 29.12.2020 18:44 Leik Manchester-liðanna frekar frestað en ekki aflýst Leik Manchester United og Manchester City í enska deildabikarnum verður ekki aflýst eftir að ljóst var að leikmenn og starfslið Man City greindist með kórónuveiruna. Enski boltinn 29.12.2020 18:00 Fór sjálfur í verslunarmiðstöð eftir að hafa beðið Svía að gera það ekki Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar fór í verslunarmiðstöðina Gallerian í miðborg Stokkhólms 20. desember síðastliðinn, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur vegna faraldurs kórónuveiru. Erlent 29.12.2020 17:36 Væntir hörmunga í Englandi verði aðgerðir ekki hertar Vísindamaður sem hefur ráðlagt yfirvöldum í Englandi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar segir nauðsynlegt að herða sóttvarnir til muna svo koma megi í „hamfarir“ á nýju ári. Smituðum fari hratt fjölgandi í landinu og sporna verði gegn því. Erlent 29.12.2020 16:40 Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. Innlent 29.12.2020 16:08 Rússneskur munkur handtekinn í áhlaupi á klaustur Rússneskir lögregluþjónar, útbúnir fyrir óeirðir, handtóku fyrrverandi munk í áhlaupi á klaustur í Úralfjöllum í morgun. Þar var munkurinn, sem heitir Nikolai Romanov en er kallaður faðir Sergei, handtekinn og hefur verið ákærður fyrir að hvetja ungmenni til sjálfsvíga. Erlent 29.12.2020 16:05 Metfjöldi smita í ensku úrvalsdeildinni Í nýjustu skimun ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kom í ljós að alls eru átján aðilar, leikmenn eða starfsmenn félaganna, smitaðir af kórónuveirunni. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir í einni og sömu skimuninni. Enski boltinn 29.12.2020 16:04 Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. Viðskipti innlent 29.12.2020 15:44 Hannes kallar Guðmund Andra og aðra gagnrýnendur Bjarna farísea Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor bregst ókvæða við þeirri gagnrýni sem dynur nú á Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins. Innlent 29.12.2020 15:38 Telur ólíklegt að bóluefni AstraZeneca fái leyfi í janúar Ólíklegt er að Lyfjastofnun Evrópu geti samþykkt markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca gegn Covid í janúar á næsta ári, ef marka má orð aðstoðarframkvæmdastjóra stofnunarinnar. Viðskipti erlent 29.12.2020 14:47 Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. Erlent 29.12.2020 13:31 Fengu óvart fimmfaldan skammt bóluefnis Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum. Erlent 29.12.2020 13:04 « ‹ 185 186 187 188 189 190 191 192 193 … 334 ›
Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. Erlent 30.12.2020 13:45
Jólaáhyggjurnar ekki að raungerast Sóttvarnalæknir segir að svo virðist sem áhyggjur sem hann hafði af kórónuveirusmitum um og eftir jólin séu ekki að raungerast. Það sé ekki að sjá að faraldurinn sé í uppsveiflu. Enn séu þó ekki öll kurl komin til grafar. Innlent 30.12.2020 13:10
Ráðamenn sagðir takmarka flæði upplýsinga um uppruna Covid-19 Ráðamenn í Kína eru sagðir hafa takmarkað verulega flæði upplýsinga og rannsóknir um mögulegan uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, sem greindist fyrst í mönnum í Kína. Vísindamenn sem hafa reynt að rannsaka uppruna sjúkdómsins í Kína hafi orðið fyrir miklum hindrunum frá hinu opinbera. Erlent 30.12.2020 11:31
Herða sóttvarnir í Sydney fyrir áramótin Yfirvöld í Ástralíu hafa hert samkomutakmarkanir og sóttvarnir í Sydney, stærstu borg landsins, fyrir áramótin. Það var gert eftir að nýr klasi smitaðra greindist þar. Í heimahúsum mega fimm að hámarki koma saman og þrjátíu á almannafæri. Þá mega gestir ekki heimsækja íbúa dvalarheimila. Erlent 30.12.2020 11:19
Níu greindust innanlands í gær Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex voru í sóttkví við greiningu en þrír utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum Covid.is. Innlent 30.12.2020 10:50
„Baráttunni við COVID lýkur hvergi fyrr en henni lýkur alls staðar“ Það er stórkostlegur árangur að búið sé að fá leyfi til að nota bóluefni til notkunar í mönnum, innan við ári frá því að kórónuveiran sem veldur Covid-19 fannst. Innlent 30.12.2020 10:32
Náðu fimm skömmtum en ekki sex úr hverju glasi Aðeins náðust fimm skammtar úr hverju glasi af bóluefni Pfizer og BioNTech sem kom til landsins í gær en ekki sex eins og vonast var til. Reiknað er með að bólusetning á höfuðborgarsvæðinu klárist í dag. Innlent 30.12.2020 10:20
Nýkjörinn þingmaður látinn af völdum Covid-19 Repúblikaninn Luke Letlow, sem kjörinn var á fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Louisiana í kosningunum í nóvember, er látinn af völdum Covid-19. Hinn 41 árs gamli Letlow er fyrsti bandaríski þingmaðurinn til að láta lífið af völdum sjúkdómsins. Erlent 30.12.2020 07:40
Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. Erlent 30.12.2020 07:18
Nýja afbrigði kórónuveirunnar komið til Bandaríkjanna Hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem gert hefur usla á Bretlandseyjum hefur nú fundist í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. Erlent 30.12.2020 07:06
„Eins og að vera einn í heiminum“ Síðustu mánuði hefur ljósmyndarinn Ragnar Axelsson myndað lífið á Íslandi á tímum Covid-19 og skrásett áhrifin á okkar samfélag. Hér á Vísi munu birtast nokkrir myndaþættir með einstökum ljósmyndum RAX frá þessu óvenjulega og erfiða ári. Þetta er sá fyrsti í röðinni. Menning 30.12.2020 07:01
Breskir heilbrigðisstarfsmenn gætu þurft að velja hverjir lifa og hverjir deyja Breskir heilbrigðisstarfsmenn gætu á næstu dögum og vikum staðið frammi fyrir því að þurfa að velja hverjir lifa og hverjir deyja. Þetta segja sérfræðingar innan opinbera heilbrigðiskerfisins, sem sjá fram á mesta álag í sögu NHS vegna Covid-19 faraldursins. Erlent 29.12.2020 23:19
WHO: Munum þurfa að lifa með SARS-CoV-2 og megum vænta verra Bólusetning á heimsvísu mun ekki marka endalok Covid-19, segja vísindamenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þeir gera ráð fyrir að SARS-CoV-2 muni áfram fara um samfélagið, líkt og árstíðabundnar flensuveirur, og segja menn þurfa að læra að lifa með henni. Erlent 29.12.2020 22:43
Sprautan gegn veirunni líklega stærsta jólagjöfin Fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstétta, sem bólusettur var hér á landi, segir þetta líklega stærstu jólagjöfina. Það hafi ekkert verið vont - bara eins og að láta sprauta sig gegn flensu. Innlent 29.12.2020 22:36
Kurr í sjúkraflutningamönnum vegna forgangsröðunar í bólusetningu Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir kurr í félagsmönnum vegna forgangsröðunar í bólusetningu við kórónuveirunni. Sjúkraflutningamenn eru samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra í fjórða forgangshóp en ættu „í fullkomnum heimi“ að vera í fyrsta eða öðrum, að mati formannsins. Innlent 29.12.2020 21:34
Tregir Frakkar: Aðeins fjórir af tíu hyggjast þiggja bólusetningu Aðeins fjórir af hverjum tíu Frökkum hyggst láta bólusetja sig gegn Covid-19, samkvæmt niðurstöðum könnunar Ipsos Global Advisor og World Economic Forum. Erlent 29.12.2020 21:08
„Við verðum að tryggja að við lifum þetta af“ Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class segir að uppsagnir starfsfólks sem greint var frá í dag hafi verið nauðsynlegar. Fyrirtækið verði að tryggja að það lifi kórónuveirufaraldurinn af. Hann telur að hægt væri að halda starfseminni gangandi við 100 manna samkomutakmarkanir. Viðskipti innlent 29.12.2020 19:31
Faraldurinn enn á siglingu í Danmörku og takmarkanir framlengdar til 17. janúar Þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi í Danmörku verða framlengdar til 17. janúar. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherrans Mette Frederiksen nú fyrir stundu. Til stóð að endurskoða þær 3. janúar. Erlent 29.12.2020 19:29
Fór „eins hátt upp í Pfizer“ og hann gat og lagði inn beiðni Forstjóri íslenska fyrirtækisins Controlant, sem kemur m.a. að dreifingu á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni, kveðst hafa komið hugmyndum um Ísland sem rannsóknarverkefni á framfæri við Pfizer. Hann hafi fengið þau svör að beiðninni yrði komið áleiðis. Viðskipti innlent 29.12.2020 18:44
Leik Manchester-liðanna frekar frestað en ekki aflýst Leik Manchester United og Manchester City í enska deildabikarnum verður ekki aflýst eftir að ljóst var að leikmenn og starfslið Man City greindist með kórónuveiruna. Enski boltinn 29.12.2020 18:00
Fór sjálfur í verslunarmiðstöð eftir að hafa beðið Svía að gera það ekki Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar fór í verslunarmiðstöðina Gallerian í miðborg Stokkhólms 20. desember síðastliðinn, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur vegna faraldurs kórónuveiru. Erlent 29.12.2020 17:36
Væntir hörmunga í Englandi verði aðgerðir ekki hertar Vísindamaður sem hefur ráðlagt yfirvöldum í Englandi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar segir nauðsynlegt að herða sóttvarnir til muna svo koma megi í „hamfarir“ á nýju ári. Smituðum fari hratt fjölgandi í landinu og sporna verði gegn því. Erlent 29.12.2020 16:40
Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. Innlent 29.12.2020 16:08
Rússneskur munkur handtekinn í áhlaupi á klaustur Rússneskir lögregluþjónar, útbúnir fyrir óeirðir, handtóku fyrrverandi munk í áhlaupi á klaustur í Úralfjöllum í morgun. Þar var munkurinn, sem heitir Nikolai Romanov en er kallaður faðir Sergei, handtekinn og hefur verið ákærður fyrir að hvetja ungmenni til sjálfsvíga. Erlent 29.12.2020 16:05
Metfjöldi smita í ensku úrvalsdeildinni Í nýjustu skimun ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kom í ljós að alls eru átján aðilar, leikmenn eða starfsmenn félaganna, smitaðir af kórónuveirunni. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir í einni og sömu skimuninni. Enski boltinn 29.12.2020 16:04
Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. Viðskipti innlent 29.12.2020 15:44
Hannes kallar Guðmund Andra og aðra gagnrýnendur Bjarna farísea Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor bregst ókvæða við þeirri gagnrýni sem dynur nú á Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins. Innlent 29.12.2020 15:38
Telur ólíklegt að bóluefni AstraZeneca fái leyfi í janúar Ólíklegt er að Lyfjastofnun Evrópu geti samþykkt markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca gegn Covid í janúar á næsta ári, ef marka má orð aðstoðarframkvæmdastjóra stofnunarinnar. Viðskipti erlent 29.12.2020 14:47
Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. Erlent 29.12.2020 13:31
Fengu óvart fimmfaldan skammt bóluefnis Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum. Erlent 29.12.2020 13:04