Verkföll 2020

Fréttamynd

Ekkert bendir til annars en að verk­fall hefjist á þriðju­dag

„Eins og stendur er í sjálfu sér ekkert sem bendir til annars, það hefur ekkert komið fram sem bendir til annars en að [verkfall] muni hefjast á hádegi á þriðjudag og ef það er það sem þarf þá verður svo að vera,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar

Innlent
Fréttamynd

Ofboðið og langar að komast aftur í skólann

Grunnskólastúlka í Kópavogi segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Lærdómur hafi verið af skornum skammti og hún hlakki til að mæta í skólann á ný. Hún kvartaði til umboðsmanns barna vegna stöðunnar.

Innlent
Fréttamynd

Segja fráleitt að hækka laun þingmanna og ráðherra

Þingmenn Pírata, Samfylkingar, Flokks fólksins og þingmaður utan flokka vilja slá allar launahækkanir af til þingmanna og ráðherra út kjörtímabilið. Ef ekkert verður að gert kemur leiðrétting á launum þessa hóps fram um næstu mánaðamót og önnur launahækkun til útgreiðslu í júlí.

Innlent
Fréttamynd

Vonar að kjara­samningar náist fyrir þriðju­dag

Ótímabundið verkfall starfsmanna Eflingar hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefst að óbreyttu á þriðjudag eftir viku, degi eftir að skólar opna að nýju. Samningafundur fór fram milli forsvarsmanna Eflingar og sveitarfélaganna í dag en ekkert kom út úr honum. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Geta ekki og vilja ekki veita fámennum hóp meiri hækkanir

Framkvæmdastjóri Eflingar segir kaldranalegt ef sveitarfélög eru að nýta kórónuveiruna sem vopn í kjaraviðræðum og freista þess að fá aðgerðum frestað. Formaður landssambands sveitarfélaga segir ekki koma til greina að semja um meiri hækkanir en felast í lífskjarasamningnum.

Innlent
Fréttamynd

Efling ósátt við sveitarfélögin

Ekki verður fundað í kjaradeildu Eflingar við Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrr en á mánudag og lýsir stéttarfélagið óánægju sinni með vinnubrögð sveitarfélaganna í viðræðunum.

Innlent
Fréttamynd

Kársnesskóla lokað vegna verkfalls

Kennsla verður felld niður í Kársnesskóla á morgun vegna verkfalls Eflingar og verður skólinn lokaður þar til samningar hafa náðst. Sama á við um frístund og félagsmiðstöð.

Innlent