Vistvænir bílar

Fréttamynd

Volkswagen e-Up - Ekki snobbað fyrir einhverjum óþarfa

Volkwagen e-Up er fimm dyra fjögurra manna rafborgarbíll sem er alveg eins og hefðbundinn Up, nema rafdrifinn. Það er meira að segja raunverulegur lykill sem þarf að snúa í einhverskonar sviss til að „setja í gang“ eða virkja bílinn. Hann er hressilega einfaldur og aðgengilegur.

Bílar
Fréttamynd

Slökkva á 156 götu­hleðslum í borginni og kenna Ísorku um

Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní.

Neytendur
Fréttamynd

Hvað með trukkana?

Trukkur, samkvæmt orðabók, er stór og kraftmikill vörubíll. Trukkar eru okkur mikilvægir þó flest okkar leiði hugann sjaldnast að þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Hleðsla rafbíla í áskrift

Orka náttúrunnar hefur kynnt til sögunnar nýja lausn á Íslandi þegar kemur að hleðslu rafbíla við heimahús, hvort sem er einbýli eða fjölbýli.

Bílar
Fréttamynd

Renault Zoe - eins og félagsheimilið í Með allt á hreinu

Renault Zoe er fimm manna rafdrifinn borgarbíll. Hann er smekklega hannaður og staða ökumanns er afburðagóð. Drægnin er í ofanálag mjög fín. Zoe er meiri bíll en svo að hægt sé að kalla hann borgarsnattara, eins og flokkunin gefur til kynna. Hann er þéttur og góður og því vel hæfur til langkeyrslu.

Bílar
Fréttamynd

BMW prófar vetnis-hlaðinn X5

BMW hefur hafið prófanir á „næstum staðal útgáfu“ af X5 sem er knúinn áfram með rafmangi, unnu úr vetni. Hann verður prófaður í Evrópu í „raunverulegum aðstæðum“ en BMW ætlar að koma FCEV bíl á markað jafnvel á árinu 2025.

Bílar
Fréttamynd

Bylting í bæjarsnattið. Citroën AMI rafsnatti

Brimborg kynnti á föstudag rafsnattann Citroën AMI sem er hugsaður til snatts innan borga og bæja og smellpassar við aðra ferðakosti. Citroën AMI er tveggja manna, fjórhjóla, rafdrifinn, yfirbyggður rafsnatti með 75 km rafmagnsdrægni og 45 km hámarkshraða.

Viðskipti
Fréttamynd

Bíll ársins - Volkswagen ID.4

Volkswagen ID.4 varð hlutskarpastur í vali BÍBB (Bandalags íslenskra bílablaðamanna) á Bíl ársins. Verðlaunin voru veitt í höfuðstöðvum Blaðamannafélags Íslands í gærkvöldi.

Bílar
Fréttamynd

Volvo XC40 Recharge 100% hreinn rafmagnsjepplingur

Brimborg hefur hafið sölu á netinu á Volvo XC40 Recharge, nýjum, sjálfskiptum, fjórhjóladrifnum jeppling sem gengur 100% fyrir hreinu rafmagni. Volvo XC40 Recharge er yfir 400 hestöfl, aðeins 4,9 sekúndur í 100 km hraða og með drægni á hreinu rafmagni allt að 418 km skv. WLTP mælingu. Snögg hraðhleðslan kemur 78 kWh tómri drifrafhlöðu í 80% hleðslu eða 334 km drægni á aðeins 40 mínútum.

Bílar
Fréttamynd

10 bestu rafbílarnir þegar kemur að  dráttargetu

Rafbílar eru þeim eiginleikum gæddir að togið sem þeir hafa upp á að bjóða getur komið strax. Það er engin vél sem þarf að vinna upp snúninga eða túrbína sem þarf að ná sér á skrið. Þeir ættu því að vera afbragðs góðir í að draga kerrur og aðra eftirvagna.

Bílar
Fréttamynd

Rafbíllinn Subaru Solterra væntanlegur 2022

Fyrsti 100% rafbíllinn frá Subaru, Solterra, er væntanlegur á alla helstu markaði um mitt næsta ár samkvæmt tilkynningu frá Subaru sem gefin var út í gær, 11. maí. Solterra, sem er jepplingur í stærðarflokki C, bætist þar með í flóru annarra jepplinga frá Subaru, svo sem Outback, Forester og XV.

Bílar
Fréttamynd

Uppgjör rafhlaðbakanna

Undanfarið hafa birst hér á Vísi umfjallanir um rafhlaðbakana Nissan Leaf, Peugeot e-208, Mini Cooper SE, Honda e, Volkswagen ID.3 og Kia e-Soul. Þeir verða bornir saman hér með það markmið að gera upp á milli þeirra og ákveða hver er bestur.

Bílar
Fréttamynd

Ford mun frumsýna F-150 Lightning í maí

Ford hefur tilkynnt að rafdrifinn F-150 þann 19. maí. Bíllinn mun bera nafnið F-150 Lightning (Elding) eins og orðrómurinn hafði verið á kreiki um. Það vísar til sport-pallbíls sem var framleiddur árið 1993.

Bílar
Fréttamynd

Lúxusrafbíll á götunum

Nýr Mercedes-Benz EQS lúxusrafbíll hefur sést síðustu daga á götum höfuðborgarsvæðisins. EQS var flogið til Íslands á laugardaginn í tengslum við Mid Season Invitational tölvuleikja-keppnina sem er haldin í Laugardalshöll þessa dagana.

Bílar
Fréttamynd

Kia e-Soul - afar frambærilegur rafbíll í óræðum stærðarflokki

Kia e-Soul er fimm manna rafhlaðbakur eða bíll af óræðri millistærð á milli hefðbundins hlaðbaks og jepplings, án þess að sé mjög hátt undir hann. Hann verður flokkaður sem hlaðbakur hér, aðallega vegna þess að hann nær ekki að vera jepplingur að mati blaðamanns.

Bílar
Fréttamynd

Fleiri velja vist­væn öku­tæki

Flest heimili munar um 110.000 kr. á ári. Það er ýmislegt hægt að gera fyrir þá upphæð. Það er um það bil sú upphæð sem sparast í eldsneytiskostnaði við að færa sig úr dísel- eða bensínbifreið yfir í rafmagnsbifreið.

Skoðun
Fréttamynd

Honda e - Þýður og líður áfram

Honda e er fjögurra manna, fimm dyra rafhlaðbakur. Hann er frumraun Honda í fjöldaframleiddum rafbílum og hann er skemmtilegur og þýður hlaðbakur sem er gaman að keyra á um. Hann líður áfram og þegar gefið er inn þá þýtur hann af stað.

Bílar
Fréttamynd

Volkswagen hefur byggingu þriðju MEB verksmiðjunnar í Kína

Volkswagen hefur tilkynnt að bygging glænýrrar rafbílaverksmiðu í Kína sé að hefjast. Verksmiðjan verður samvinna Volkswagen og Anhui þar sem Volkswagen fer með 75% hlut. Verksmiðjan á að skila 350.000 rafbílum á ári, þegar hún verður kominn á fullt.

Bílar
Fréttamynd

Sjö manna rafjepplingur frá Mercedes-Benz

Mercedes-Benz heimsfrumsýndi nýja rafbílinn EQB á sunnudag. EQB er hreinn rafbíll og fimmti bíllinn sem Mercedes-Benz kynnir á stuttum tíma undir merkjum Mercedes-EQ. Nú á dögunum voru bæði EQA og EQS frumsýndir. Fyrsti rafbíll Mercedes-Benz var EQC, þá kom fjölnotabíllinn EQV og enn fleiri bílar undir merkjum EQ eru væntanlegir á næstunni m.a. EQE, sem og jeppaútfærslur af EQE og EQS.

Bílar