Heimilisofbeldi Ákærður fyrir að hafa ráðist ítrekað á eiginkonu sína: „Ég ætla að berja þig og berja þig og berja þig“ Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í næstu viku fyrir mál manns sem sakaður er um ítrekuð brot í nánu sambandi. Tvær ákærur hafa verið gefnar út gegn manninum en sú fyrri er í fimm liðum og snýr að meintum líkamsárásum, stórfelldum ærumeiðingum og kynferðisbrotum. Þá er hann einnig ákærður fyrir hótanir. Innlent 17.2.2022 14:22 Tomasz gengst við ásökunum Tomasz Þór Veruson fjallagarpur hefur nú gengist við ásökunum um ofbeldi. Hann segist hafa beðið þolendur afsökunar og kveðst hafa verið á vondum stað andlega en taki þó fulla ábyrgð á hegðun sinni. Innlent 28.1.2022 18:24 Sigríður Björk leiðir starfshóp um forvarnir gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi Innanríkisráðherra hefur falið Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra að fara fyrir starfshópi sem fjalla muni um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreiti. Innlent 27.1.2022 13:44 Vilborg pólfari opnar sig um heimilisofbeldi: „Þyngsti bakpokinn og hæsta fjallið að klífa“ Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallagarpur, segist hafa staðið í sömu sporum og kona sem opnaði sig um ofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi fjallagarpsins Tomaszar Þórs Verusonar. Innlent 26.1.2022 15:59 Stöðvum ofbeldi Í dag mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál. Um er að ræða endurflutning en Silja Dögg Gunnarsdóttir fyrrverandi þingmaður Framsóknar hefur lagt málið tvisvar áður fram. Hér er um að ræða samfélagslega mikilvægt mál sem mér finnst brýnt að komist í gegnum þingið. Skoðun 20.1.2022 20:31 Átján mánaða fangelsi fyrir ítrekað ofbeldi gegn fjórum dætrum sínum Karlmaður var á föstudag dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir ofbeldi og illa meðferð á fjórum dætrum sínum síðustu ár. Kona hans og móðir stúlknanna var dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Innlent 9.1.2022 14:20 Karlmenn langflestir gerenda: Mikil fjölgun ofbeldisbrota á árinu Tilkynningar um ofbeldisbrot voru um níu prósentum fleiri árið 2021 en síðustu þrjú ár á undan því sem nú er að líða. Langflest ofbeldisbrota áttu sér stað á höfuðborgarsvæðinu eða um 73 prósent. Fjöldi tilfella ofbeldis af hendi maka eða fyrrum maka síðustu tvö árin hafa aldrei verið fleiri. Innlent 1.1.2022 14:58 Sjö útköll vegna heimilisofbeldis yfir hátíðirnar Frá hádegi á Þorláksmessu til hádegis í dag fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í sjö útköll vegna heimilisofbeldis. Innlent 27.12.2021 17:32 Ríkið viðurkennir mistök í máli Maríu í ítarlegri umfjöllun CNN CNN birti í morgun ítarlega umfjöllun um kynferðis- og heimilisofbeldi á Íslandi og mál íslenskra kvenna sem kært hafa íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir óréttláta málsmeðferð í tengslum við rannsókn á málum þeirra. Haft er eftir upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins að ríkið viðurkenni mistök í máli einnar þeirra. Innlent 20.12.2021 12:41 Líf án ofbeldis fordæmir aðfarargerð í heimilisofbeldismálum Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið til meðferðar beiðni um aðfarargerð til að knýja fram úrskurð um lögheimili barns hjá föður gegn vilja barnsins. Samtökin Líf án ofbeldis vöktu nýlega athygli á málinu þar sem rökstuddur grunur er um langvarandi andlegt og líkamlegt ofbeldi föðurins gagnvart börnunum og móður þeirra. Skoðun 19.12.2021 08:00 Heimsfaraldur: Konur upplifa meira óöryggi 245 milljónir kvenna 15 ára og eldri, hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi maka á síðustu 12 mánuðum. Heimsmarkmiðin 29.11.2021 12:12 Sérsveitin aðstoðaði vegna heimilisofbeldis í Grafarvogi Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í útkalli vegna heimilisofbeldis í Grafarvogi í gærkvöldi. Meintur gerandi yfirgaf staðinn áður en lögregla kom á staðinn og er eftirlýstur. Innlent 28.11.2021 10:44 Óttast föður sinn sem eltir þær á röndum Karlmaður á Suðurnesjum hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. desember. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis. Karlmaðurinn sætir ákæru fyrir fyrir stórfelld brot í nánu sambandi gegn fjórum dætrum sínum og fyrrum eiginkonu. Innlent 26.11.2021 16:30 Covid bjargaði mér út úr ofbeldissambandi Helgi Ómarsson er ljósmyndari, fyrirsæta, stýrir hlaðvarpi, skrifar pistla á Trendnet og margt fleira. Helgi er gestur vikunnar í Einkalífinu. Lífið 26.11.2021 11:31 Öfgalaust Á netsíðu Vísis í gær er birt opið bréf til mín í tilefni af litlum pistli sem ég fékk birtan í Morgunblaðinu 18. nóvember. Skoðun 23.11.2021 11:01 Sjö ára fangelsi fyrir hrottalegt ofbeldi gegn sambýliskonu Karlmaður búsettur hér á landi hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir nauðgun og brot í nánu sambandi. Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag og þyngdi dóm yfir manninum úr héraði um eitt ár. Innlent 19.11.2021 15:38 Ákærður fyrir hrottalegt ofbeldi af öllum toga gagnvart sinni nánustu Karlmaður nokkur hefur verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi yfir fimm ára tímabili gegn þáverandi unnustu sinni og eiginkonu. Um er að ræða ítrekuð kynferðisbrot, fjölda líkamsárása og stórfelldar ærumeiðingar sömuleiðis. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 15.11.2021 17:51 Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi og kynferðisbrot í Landsrétti Landsréttur sýknaði nýlega mann af ákæru um heimilisofbeldi og kynferðisbrot. Maðurinn hafði áður verið sakfelldur fyrir brotin í héraðsdómi og dæmdur í tveggja ára fangelsi. Innlent 13.11.2021 08:26 Tilkynnum áfram ofbeldi til 112 Þekkt er að þegar áföll skella á og álag eykst á fólk þá getur það jafnframt leitt til aukins ofbeldis á heimilum. Skoðun 8.11.2021 12:02 Fræðsla - lykill að samfélagi án ofbeldis Þegar kórónaveiran skall á samfélagið af fullum þunga árið 2020 varð ljóst að ofbeldi jókst til muna í samfélaginu. Með samhentu átaki viðbragðsaðila og yfirvalda var opnuð sérstök ofbeldisgátt á vefsíðu 112.is, þar sem allar upplýsingar um ofbeldi er að finna á einum stað. Skoðun 5.11.2021 11:00 Lýsir hrottalegu ofbeldi og umsáturseinelti á Akureyri Helena Dögg Hilmarsdóttir móðir á Akureyri lýsir heimilisofbeldi og í framhaldi umsáturseinelti sem hún hafi orðið fyrir undanfarin ár. Hún lýsir lífsreynslunni sem ógeðslegri og ber starfsfólkinu í Bjarmahlíð á Akureyri afar vel söguna sem hafi reynst henni afar vel á erfiðum tímum. Innlent 2.11.2021 16:18 Kim Kardashian orðuð við „Good Luck Chuck“ Hollywood „Það voru svo margar sögur í vikunni, ég þurfti alveg að sleppa helling en ég sleppi ekki Kim Kardashian og Pete Davidson. Það fór bara eins og eldur í sinu. Þetta var crazy,“ segir Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir, sem fór yfir allt það heitasta úr heimi fræga fólksins vestanhafs í Brennslutei vikunnar í morgun. Lífið 2.11.2021 15:40 Segðu frá – 112 er líka til staðar á netinu Um þessar mundir er eitt ár liðið frá því að embætti Ríkislögreglustjóra opnaði sérstaka vefgátt 112 gegn ofbeldi. Tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglunnar og barnaverndarnefnda hafði fjölgað mikið í Covid-19 heimsfaraldrinum. Skoðun 1.11.2021 11:01 Tvöfalt líklegri til að vera tekin kyrkingartaki af maka en í slag niðri í bæ Konum sem leitað hafa á spítala vegna ofbeldis hefur fækkað mikið á síðustu fimmtán árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Rannsakandi segir niðurstöðurnar óvæntar, sérstaklega í ljósi þeirrar vitundarvakningar sem hefur orðið í samfélaginu síðustu ár. Innlent 31.10.2021 22:21 Sparkaði af krafti í brjóstkassa sambýliskonu sinnar Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist að fyrrverandi sambýliskonu sinni og sparkað af afli í brjóstkassa hennar. Landsréttur þyngdi dóminn yfir manninum í héraði hvar hann hlaut þriggja mánaða dóm fyrir sparkið. Innlent 29.10.2021 16:58 Umtalað ofbeldismál fékk ekki leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur ákvað á dögunum að taka ekki fyrir víðfrægt ofbeldismál ungrar konu. Ríkissaksóknari óskaði eftir áfrýjunarleyfi til að fá betur úr því skorið undir hvaða lagagrein málið heyrði miðað við eðli sambands ofbeldismannsins og konunnar. Innlent 18.10.2021 10:50 Fjögur útköll lögreglu vegna heimilisofbeldis í nótt Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust fjórar tilkynningar um heimilisofbeldi í nótt. Talsverður erill var hjá lögreglu en mikið var um ölvun, slagsmál og ofbeldi. Þá bárust einnig tvær tilkynningar um fólk í sjálfsvígshættu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 17.10.2021 08:18 Skilorðsbundinn dómur fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og dóttur Karlmaður var í dag dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, kýlt hana í andlit, togað í hár hennar og hrækt á hana. Þá hafi hann tekið í fætur dóttur sinnar er hún reyndi að koma móður sinni til aðstoðar, svo hún féll niður úr rúmi. Innlent 1.10.2021 21:39 Ákærður fyrir að birta kynferðislegt efni af fyrrverandi á Facebook og í kommentakerfi DV Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot, stórfelldar ærumeiðingar og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi eiginkonu sinnar. Innlent 30.9.2021 17:32 Ákærður fyrir að hafa nauðgað og ítrekað beitt unnustu sína ofbeldi Karlmaður hefur verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi fyrir að hafa margveist að þáverandi unnustu sinni, ráðist á hana og nauðgað henni í lok árs 2018 og byrjun árs 2019. Maðurinn hefur verið krafinn um að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur fyrir ofbeldið. Innlent 30.9.2021 16:30 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 … 10 ›
Ákærður fyrir að hafa ráðist ítrekað á eiginkonu sína: „Ég ætla að berja þig og berja þig og berja þig“ Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í næstu viku fyrir mál manns sem sakaður er um ítrekuð brot í nánu sambandi. Tvær ákærur hafa verið gefnar út gegn manninum en sú fyrri er í fimm liðum og snýr að meintum líkamsárásum, stórfelldum ærumeiðingum og kynferðisbrotum. Þá er hann einnig ákærður fyrir hótanir. Innlent 17.2.2022 14:22
Tomasz gengst við ásökunum Tomasz Þór Veruson fjallagarpur hefur nú gengist við ásökunum um ofbeldi. Hann segist hafa beðið þolendur afsökunar og kveðst hafa verið á vondum stað andlega en taki þó fulla ábyrgð á hegðun sinni. Innlent 28.1.2022 18:24
Sigríður Björk leiðir starfshóp um forvarnir gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi Innanríkisráðherra hefur falið Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra að fara fyrir starfshópi sem fjalla muni um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreiti. Innlent 27.1.2022 13:44
Vilborg pólfari opnar sig um heimilisofbeldi: „Þyngsti bakpokinn og hæsta fjallið að klífa“ Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallagarpur, segist hafa staðið í sömu sporum og kona sem opnaði sig um ofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi fjallagarpsins Tomaszar Þórs Verusonar. Innlent 26.1.2022 15:59
Stöðvum ofbeldi Í dag mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál. Um er að ræða endurflutning en Silja Dögg Gunnarsdóttir fyrrverandi þingmaður Framsóknar hefur lagt málið tvisvar áður fram. Hér er um að ræða samfélagslega mikilvægt mál sem mér finnst brýnt að komist í gegnum þingið. Skoðun 20.1.2022 20:31
Átján mánaða fangelsi fyrir ítrekað ofbeldi gegn fjórum dætrum sínum Karlmaður var á föstudag dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir ofbeldi og illa meðferð á fjórum dætrum sínum síðustu ár. Kona hans og móðir stúlknanna var dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Innlent 9.1.2022 14:20
Karlmenn langflestir gerenda: Mikil fjölgun ofbeldisbrota á árinu Tilkynningar um ofbeldisbrot voru um níu prósentum fleiri árið 2021 en síðustu þrjú ár á undan því sem nú er að líða. Langflest ofbeldisbrota áttu sér stað á höfuðborgarsvæðinu eða um 73 prósent. Fjöldi tilfella ofbeldis af hendi maka eða fyrrum maka síðustu tvö árin hafa aldrei verið fleiri. Innlent 1.1.2022 14:58
Sjö útköll vegna heimilisofbeldis yfir hátíðirnar Frá hádegi á Þorláksmessu til hádegis í dag fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í sjö útköll vegna heimilisofbeldis. Innlent 27.12.2021 17:32
Ríkið viðurkennir mistök í máli Maríu í ítarlegri umfjöllun CNN CNN birti í morgun ítarlega umfjöllun um kynferðis- og heimilisofbeldi á Íslandi og mál íslenskra kvenna sem kært hafa íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir óréttláta málsmeðferð í tengslum við rannsókn á málum þeirra. Haft er eftir upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins að ríkið viðurkenni mistök í máli einnar þeirra. Innlent 20.12.2021 12:41
Líf án ofbeldis fordæmir aðfarargerð í heimilisofbeldismálum Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið til meðferðar beiðni um aðfarargerð til að knýja fram úrskurð um lögheimili barns hjá föður gegn vilja barnsins. Samtökin Líf án ofbeldis vöktu nýlega athygli á málinu þar sem rökstuddur grunur er um langvarandi andlegt og líkamlegt ofbeldi föðurins gagnvart börnunum og móður þeirra. Skoðun 19.12.2021 08:00
Heimsfaraldur: Konur upplifa meira óöryggi 245 milljónir kvenna 15 ára og eldri, hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi maka á síðustu 12 mánuðum. Heimsmarkmiðin 29.11.2021 12:12
Sérsveitin aðstoðaði vegna heimilisofbeldis í Grafarvogi Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í útkalli vegna heimilisofbeldis í Grafarvogi í gærkvöldi. Meintur gerandi yfirgaf staðinn áður en lögregla kom á staðinn og er eftirlýstur. Innlent 28.11.2021 10:44
Óttast föður sinn sem eltir þær á röndum Karlmaður á Suðurnesjum hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. desember. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis. Karlmaðurinn sætir ákæru fyrir fyrir stórfelld brot í nánu sambandi gegn fjórum dætrum sínum og fyrrum eiginkonu. Innlent 26.11.2021 16:30
Covid bjargaði mér út úr ofbeldissambandi Helgi Ómarsson er ljósmyndari, fyrirsæta, stýrir hlaðvarpi, skrifar pistla á Trendnet og margt fleira. Helgi er gestur vikunnar í Einkalífinu. Lífið 26.11.2021 11:31
Öfgalaust Á netsíðu Vísis í gær er birt opið bréf til mín í tilefni af litlum pistli sem ég fékk birtan í Morgunblaðinu 18. nóvember. Skoðun 23.11.2021 11:01
Sjö ára fangelsi fyrir hrottalegt ofbeldi gegn sambýliskonu Karlmaður búsettur hér á landi hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir nauðgun og brot í nánu sambandi. Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag og þyngdi dóm yfir manninum úr héraði um eitt ár. Innlent 19.11.2021 15:38
Ákærður fyrir hrottalegt ofbeldi af öllum toga gagnvart sinni nánustu Karlmaður nokkur hefur verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi yfir fimm ára tímabili gegn þáverandi unnustu sinni og eiginkonu. Um er að ræða ítrekuð kynferðisbrot, fjölda líkamsárása og stórfelldar ærumeiðingar sömuleiðis. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 15.11.2021 17:51
Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi og kynferðisbrot í Landsrétti Landsréttur sýknaði nýlega mann af ákæru um heimilisofbeldi og kynferðisbrot. Maðurinn hafði áður verið sakfelldur fyrir brotin í héraðsdómi og dæmdur í tveggja ára fangelsi. Innlent 13.11.2021 08:26
Tilkynnum áfram ofbeldi til 112 Þekkt er að þegar áföll skella á og álag eykst á fólk þá getur það jafnframt leitt til aukins ofbeldis á heimilum. Skoðun 8.11.2021 12:02
Fræðsla - lykill að samfélagi án ofbeldis Þegar kórónaveiran skall á samfélagið af fullum þunga árið 2020 varð ljóst að ofbeldi jókst til muna í samfélaginu. Með samhentu átaki viðbragðsaðila og yfirvalda var opnuð sérstök ofbeldisgátt á vefsíðu 112.is, þar sem allar upplýsingar um ofbeldi er að finna á einum stað. Skoðun 5.11.2021 11:00
Lýsir hrottalegu ofbeldi og umsáturseinelti á Akureyri Helena Dögg Hilmarsdóttir móðir á Akureyri lýsir heimilisofbeldi og í framhaldi umsáturseinelti sem hún hafi orðið fyrir undanfarin ár. Hún lýsir lífsreynslunni sem ógeðslegri og ber starfsfólkinu í Bjarmahlíð á Akureyri afar vel söguna sem hafi reynst henni afar vel á erfiðum tímum. Innlent 2.11.2021 16:18
Kim Kardashian orðuð við „Good Luck Chuck“ Hollywood „Það voru svo margar sögur í vikunni, ég þurfti alveg að sleppa helling en ég sleppi ekki Kim Kardashian og Pete Davidson. Það fór bara eins og eldur í sinu. Þetta var crazy,“ segir Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir, sem fór yfir allt það heitasta úr heimi fræga fólksins vestanhafs í Brennslutei vikunnar í morgun. Lífið 2.11.2021 15:40
Segðu frá – 112 er líka til staðar á netinu Um þessar mundir er eitt ár liðið frá því að embætti Ríkislögreglustjóra opnaði sérstaka vefgátt 112 gegn ofbeldi. Tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglunnar og barnaverndarnefnda hafði fjölgað mikið í Covid-19 heimsfaraldrinum. Skoðun 1.11.2021 11:01
Tvöfalt líklegri til að vera tekin kyrkingartaki af maka en í slag niðri í bæ Konum sem leitað hafa á spítala vegna ofbeldis hefur fækkað mikið á síðustu fimmtán árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Rannsakandi segir niðurstöðurnar óvæntar, sérstaklega í ljósi þeirrar vitundarvakningar sem hefur orðið í samfélaginu síðustu ár. Innlent 31.10.2021 22:21
Sparkaði af krafti í brjóstkassa sambýliskonu sinnar Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist að fyrrverandi sambýliskonu sinni og sparkað af afli í brjóstkassa hennar. Landsréttur þyngdi dóminn yfir manninum í héraði hvar hann hlaut þriggja mánaða dóm fyrir sparkið. Innlent 29.10.2021 16:58
Umtalað ofbeldismál fékk ekki leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur ákvað á dögunum að taka ekki fyrir víðfrægt ofbeldismál ungrar konu. Ríkissaksóknari óskaði eftir áfrýjunarleyfi til að fá betur úr því skorið undir hvaða lagagrein málið heyrði miðað við eðli sambands ofbeldismannsins og konunnar. Innlent 18.10.2021 10:50
Fjögur útköll lögreglu vegna heimilisofbeldis í nótt Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust fjórar tilkynningar um heimilisofbeldi í nótt. Talsverður erill var hjá lögreglu en mikið var um ölvun, slagsmál og ofbeldi. Þá bárust einnig tvær tilkynningar um fólk í sjálfsvígshættu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 17.10.2021 08:18
Skilorðsbundinn dómur fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og dóttur Karlmaður var í dag dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, kýlt hana í andlit, togað í hár hennar og hrækt á hana. Þá hafi hann tekið í fætur dóttur sinnar er hún reyndi að koma móður sinni til aðstoðar, svo hún féll niður úr rúmi. Innlent 1.10.2021 21:39
Ákærður fyrir að birta kynferðislegt efni af fyrrverandi á Facebook og í kommentakerfi DV Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot, stórfelldar ærumeiðingar og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi eiginkonu sinnar. Innlent 30.9.2021 17:32
Ákærður fyrir að hafa nauðgað og ítrekað beitt unnustu sína ofbeldi Karlmaður hefur verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi fyrir að hafa margveist að þáverandi unnustu sinni, ráðist á hana og nauðgað henni í lok árs 2018 og byrjun árs 2019. Maðurinn hefur verið krafinn um að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur fyrir ofbeldið. Innlent 30.9.2021 16:30