Valur

Miðar í forsölu hafi klárast á fimm mínútum
Eins og gefur að skilja er eftirspurnin eftir miðum á oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta mikil.

GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu
Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins.

„Hún er jafnmikilvæg fyrir þær svo þetta er engin afsökun“
Búast má við því að Eyjakonur mæti „dýrvitlausar“ á Hlíðarenda í kvöld, í leik tvö í einvíginu við Val um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, að sögn Sigurðar Bragasonar þjálfara ÍBV. Bæði lið sakna frábærrar, örvhentrar skyttu í einvíginu.

„Skíthræddur fyrir hönd Stólanna“
Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds veltu fyrir sér framhaldinu eftir mikla dramatík fyrir framan troðfullt Síki á Króknum í gærkvöldi.

Twitter yfir sigri Vals á Króknum: „Þvílíka ofmatið þetta Síki“
Valur lagði Tindastól í Síkinu á Sauðárkróki í fjórða leik liðanna í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Sigurinn þýðir að oddaleik þarf til að útkljá hvaða lið verður Íslandsmeistari árið 2023. Líkt og svo oft áður lét fólk gamminn geisa á Twitter á meðan leik stóð.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Valur 69-82 | Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér oddaleik
Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér oddaleik í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta. Eftir frábæra byrjun Tindastóls náðu Valsarar vopnum sínum og unnu á endanum frábæran sigur. Það verður oddaleikur á Hlíðarenda.

Hetja Vals elskar lætin í Síkinu: „Svo góð orka hérna inni“
Frank Aron Booker var hetja Vals í mögnuðum sigri á Tindastól í Síkinu á Sauðárkróki. Með sigrinum tryggði Valur sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, lokatölur 69-82.

BLE í beinni úr gleðinni á Króknum
Strákarnir í útvarpsþættinum Boltinn lýgur ekki eru mættir á Sauðárkrók vegna stórleiks kvöldsins, nánar tiltekið í partýtjaldið fyrir utan Síkið, þar sem Íslandsmeistarabikarinn í körfubolta gæti farið á loft í kvöld.

Þorgils til Svíþjóðar og fær sendingar frá Ólafi
Línumaðurinn Þorgils Jón Svölu Baldursson hefur ákveðið að fara frá Val út í atvinnumennsku og hefur hann samið til tveggja ára við sænska handknattleiksfélagið Karlskrona.

Holtavörðuheiði opnuð á ný en hálka og þungfært
Það er ekki hlaupið að því að komast á stórleik Tindastóls og Vals í kvöld. Það er skítaveður, hálka og Holtavörðuheiði var lokað um tíma. Á meðal þeirra sem festust þar voru dómarar leiksins.

Valsmenn nýttu ekki alla miða og Króksarar hrósa happi
Gríðarleg eftirspurn er eftir miðum á leik Tindastóls og Vals í kvöld, þar sem Skagfirðingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn.

Óðs manns æði hafi gripið um sig á Sauðárkróki
Eins og gefur að skilja bíða Sauðkrækingar í ofvæni eftir leik Tindastóls gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla sem fram fer á morgun. Verður það fjórða viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu og með sigri tryggja Stólarnir sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni.

Björgvini Páli leiðist í sumarfríi: „Maður stoppar aldrei á þessum aldri“
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, fór heldur fyrr í sumarfrí í ár en hann er vanur. Hann kveðst ekki njóta þess neitt sérstaklega.

Umfjöllun og viðtöl: KA – Valur 0-4 | Lærisveinar Arnars léku sér að Akureyringum
Valur vann stórsigur á KA í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í dag, leikar enduðu 4-0 fyrir gestina. Arnar Grétarsson stýrði KA á síðustu leiktíð en stýrir nú Valsmönnum. Lærisveinar hans sýndu allar sínar bestu hliðar í leik dagsins.

„Stjórnuðum leiknum frá upphafi til enda“
„Ég er gríðarlega ánægður. Þetta er einn af erfiðustu útivöllunum að koma á og að spila eins og við gerðum er frábært,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir 4-0 sigur á KA mönnum á Greifavellinum í dag.

Myndir: Stemningin á Hlíðarenda þegar Tindastóll komst skrefi nær titlinum
Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Tindastóli í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í gærkvöldi þar sem Stólarnir unnu sterkan ellefu stiga sigur, 79-90.

Pavel um Kára: „Við ætluðum að éta hann“
Kári Jónsson, leikmaður Vals, var stórkostlegur í fyrri hálfleik í leik Vals og Tindastóls í kvöld áður en hann var svo nánast tekinn úr leik í þeim síðari. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls sagðist hafa lagt mikla áherslu á að loka á Kára í ræðu sinni í hálfleik.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV – Valur 23-30 | Valskonur taka forystuna
Valur vann gríðarlega mikilvægan sjö marka sigur er liðið heimsótti ÍBV í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld, 23-30.

Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tindastóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks
Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag.

Króksarar fjölmenntu á Ölver fyrir leik: „Skagfirsk stemning eins og hún gerist best“
Íslandsmeistarar Vals taka á móti Tindastóli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Andri Már Eggertsson fór á stúfana og tók púlsinn á stemningunni fyrir leik.

Sagan ekki með Eyjakonum: Sjaldgæft að vinna sama lið í báðum úrslitum
Úrslitaeinvígi ÍBV og Vals í Olís deild kvenna í handbolta hefst í kvöld þegar liðin mætast í fyrsta leik úrslitaeinvígisins úti í Vestmannaeyjum.

Strax uppselt á stórleikinn annað kvöld
Áhuginn á einvígi Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta er engu minni í ár en þegar liðin börðust um titilinn í fyrra.

Valsmenn breyta miðasölunni fyrir leik þrjú á móti Stólunum
Vantar þig miða á næsta leik í lokaúrslitum körfuboltans? Þá er betra að vera með nokkra hluti á hreinu ekki síst þar sem Valsmenn hafa ákveðið að breyta til eftir óánægju meðal stuðningsmanna Tindastóls.

„Hefðum kannski átt að gera þetta aðeins hraðar, bæði í fyrri og seinni hálfleik“
Ásdís Karen Halldórsdóttir spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Vals gegn Selfossi í kvöld. Valur hefur byrjað mótið vel og eru sem stendur í 2. sæti deildarinnar, en Þróttur R. situr í efsta sætinu með betri markatölu.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 1-1 | Botnliðið náði í stig gegn meisturunum
Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Selfossi á Hlíðarenda í kvöld. Niðurstaða leiksins var 1-1 jafntefli. Bryndís Arna Níelsdóttir gerði mark Vals og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skoraði fyrir gestina. Bæði lið klífa upp töfluna með þessu jafntefli, Valur situr nú í 2. sæti en Selfoss færir sig upp af botninum og situr nú í 9. sæti deildarinnar.

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Valur 87-100 | Íslandsmeistararnir jöfnuðu metin
Íslandsmeistarar Vals unnu gríðarlega mikilvægan sigur er liðið heimsótti Tindastól í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. Lokatölur 87-100 og staðan í einvíginu er nú jöfn, 1-1.

Stólarnir ósigraðir í Síkinu í úrslitakeppni í rúma 23 mánuði
Tindastóll getur stigið stórt skref í átta að fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í kvöld þegar þeir fá Valsmenn í heimsókn í Síkið á Sauðárkróki.

„Drungilas er gríðarlega heppinn“
Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, segir að Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls, geti prísað sig sælan að sleppa við leikbann fyrir að slá Kristófer Acox, leikmann Vals, í fyrsta leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.

Drungilas slapp við bann og spilar í Síkinu í kvöld
Nú er orðið ljóst að Adomas Drungilas verður ekki dæmdur í leikbann fyrir brot sitt á Kristófer Acox í fyrsta leik úrslitaeinvígis Tindastóls og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.

Ítalskur níðsöngur á Hlíðarenda
Það er alþekkt að stuðningsfólk íþróttaliða syngi söngva til að styðja lið sitt og jafnvel til að ögra andstæðingnum. Það er þekkt að sama laglínan fari landanna á milli en það er þó sjaldan sem það er fréttnæmt, fyrr en nú.