Breiðablik

Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik 3-1 Víkingur | Nýkrýndir Íslandsmeistarar töpuðu á Kópavogsvelli

Fráfarandi Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkinga á Kópavogsvelli í 24. umferð Bestu deildar karla. Blikar þurftu nauðsynlega á stigum að halda í baráttunni um Evrópusæti og tókst að tryggja sér öll þrjú stigin gegn erkifjendum sínum. Nánari umfjöllun, viðtöl og myndir berast inn á Vísi innan skamms.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Utan vallar: Hefja nýjan kafla í Tel Aviv í stöðu sem Ís­lendingar þekkja vel

Undan­farna daga hefur setningin „Breiða­blik mun hefja nýjan kafla í sögu ís­lensks fót­bolta“ oft borið á góma og verið rituð. Nú er komið að þeirri stund. Í kvöld mun Breiða­blik svo sannar­lega rita upp­hafs­orðin í nýjum kafla í sögu ís­lensks fót­bolta sem fyrsta ís­lenska karla­liði til að leika í riðla­keppni í Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Óskar hvetur Blika til dáða: „Menn verði mjög vel stemmdir, hungraðir og hug­rakkir“

Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálfari karla­liðs Breiða­bliks í fót­bolta telur að sýnir leik­menn muni sýna hungur og hug­rekki er liðið opnar nýjan kafla í sögu ís­lensk fót­bolta með að verða fyrsta ís­lenska karla­liðið til að leika í riðla­keppni í Evrópu þegar liðið mætir Mac­cabi Tel Aviv í Sam­bands­deildinni á Bloom­fi­eld leik­vanginum í kvöld. Jafn­framt þurfti Breiða­blik að eiga sinn allra, allra besta leik til að ná í úr­slit hér í Tel Aviv.

Fótbolti