

KA er á leið í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 4-1 sigur gegn Fram í vægast sagt fjörugum leik. Boðið var upp á þrjár vítaspyrnur, tvö rauð spjöld og fimm mörk þar sem Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrennu fyrir KA.
Breytingar hafa orðið á stjórn knattspyrnudeildar Fram þó svo að tímabilið sé í fullum gangi. Sigurður Hrannar Björnsson mun ekki sinna starfi formanns áfram þar sem hann er á leið til Bandaríkjanna.
Framherjinn Alexander Már Þorláksson hefur samið við Þór Akureyri í Lengjudeildinni og mun færa sig um set þegar félagaskiptaglugginn opnar á næstu dögum. Hann kemur frá Fram í Bestu deildinni þar sem tækifæri hafa verið af skornum skammti.
Áhugafólk um fallega og sögulega verðlaunagripi ætti að taka kvöldið í kvöld frá því Englandsmeistarabikarinn verður til sýnis í nýja Framheimilinu í Úlfarsárdal.
Stúkan rýndi í annað mark ÍBV er liðið gerði 3-3 jafntefli við Fram í Úlfarsárdal í Grafarholti. Nýtt myndefni sýnir að „Andri Rúnar Bjarnason er klárlega fyrir innan“ í aðdraganda marksins en atburðarrásin fyrir markið var vægast sagt undarleg.
Markvörðurinn Ólafur Íshólm Ólafsson hefur fengið dæmda á sig vítaspyrnu í tveimur síðustu leikjum Fram, fyrir nákvæmlega eins brot.
Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í gærkvöldi. Fram vígði nýjan heimavöll og bauð til veislu er ÍBV kom í heimsókn. Stjarnan tók á móti KR og Breiðablik skoraði fjögur gegn KA.
Það var sannkölluð markaveisla í Úlfarsárdal þar sem Framarar voru að vígja nýjan heimavöll sinn í kvöld. Sigurlausir Eyjamenn voru í heimsókn en bæði lið skoruðu þrjú mörk fyrir framan mikinn fjölda í Grafarholtinu.
Andri Rúnar Bjarnason, framherji ÍBV, var svekktur að hafa ekki fengið stigin þrjú út úr leiknum sem ÍBV spilaði í kvöld við Fram á nýjum heimavelli þeirra í Úlfarsárdal. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli, en Andri gerði sjálfur tvö mörk fyrir ÍBV.
Í kvöld verður í fyrsta sinn spilaður leikur í efstu deild í boltaíþrótt í Grafarholti þegar þar mætast Fram og ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta.
KA tók á móti Fram á nýjum heimavelli í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur 2-2 í leik þar sem gestirnir voru 0-2 yfir þar til rúmar tíu mínútur voru til leiksloka.
„Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal er einhver glæsilegasta íþróttaðstaða Reykjavíkur og landsins. Þetta mun gjörbylta allri aðstöðu félagsins,“ sagði íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson (Gaupi) um magnaða aðstöðu Fram.
Fram heldur áfram að safna liði fyrir næsta tímabil og hefur nú sótt annan leikmann frá Gróttu. Í síðustu viku samdi Ívar Logi Styrmisson við Fram og nú hefur Ólafur Brim Stefánsson farið sömu leið.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hélt að því virðist með Fram í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna í handbolta. Tvær af vinkonum hennar voru í liði Fram sem hampaði á endanum titlinum.
„Ég er að vísu alltaf svona brúnn,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Íslandsmeistara Fram kíminn er hann mætti í sett hjá Seinni bylgjunni eftir leik. Svava Kristín Grétarsdóttir, þáttastjórnandi, talaði um hvað það væri létt og bjart yfir Stefáni sem var fljótur að svara á sinn einstaka hátt áður en hann ræddi leikinn.
Fram er Íslandsmeistari í handbolta kvenna í 23. skipti eftir eins marks sigur gegn Val í fjórða leik liðanna, 22-23.
Fram tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Origo-höllinni eftir eins marks sigur á Val 22-23. Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram, var klökk þegar hún rifjaði upp allt sem hún hefur gengið í gegnum.
Slæmt gengi Vals hélt áfram í dag er liðið tapaði gegn Fram í Safamýrinni í mögulega síðasta leik Fram liðsins á þeim velli.
Fram er einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum eftir þriggja marka sigur á Val 25-22. Staðan í einvíginu er 2-1 og er Fram í kjörstöðu fyrir næsta leik.
Fram tók forystuna 2-1 í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir þriggja marka sigur 25-22. Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, var afar kát eftir leik.
Það voru þónokkrar sviptingar er Fram vann 3-2 sigur á Leikni Reykjavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í dag. Jannik Holmsgaard reyndist hetja liðsins með marki í framlengingu en Framarar léku færri frá 70. mínútu.
Valur vann eins marks sigur á Fram í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Líkt og oft áður var um spennuleik að ræða en Valskonur unnu með eins marks mun, lokatölur 27-26.
Steinunn Björnsdóttir var svekkt eftir tap Fram gegn Valskonum á Hlíðarenda fyrr í kvöld. Leikurinn var annar leikur liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna. Leikurinn var nokkuð jafn en Valur stóð uppi sem sigurvegari. Lokatölur 27-26.
Stefán Arnarson, þjálfari kvennaliðs Fram, var virkilega ósáttur eftir eins marks tap gegn Val í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var að mestu virkilega jafn en Valur steig upp í síðari hálfleik sem skilaði þeim sigri. Lokatölur á Hlíðarenda 27-26.
Það má búast við spennandi leik í kvöld þegar Valur tekur á móti Fram í öðrum úrslitaleik liðanna í Olís deild kvenna í handbolta, bæði ef marka má fyrsta leikinn sem og fyrri leiki liðanna á tímabilinu.
Breiðablik er áfram með fullt hús stiga á toppi Bestu-deildar karla í fótbolta en liðið fékk Fram í heimsókn á Kópavogsvöllinn í sjöundu umferð deildarinnar í kvöld. Lokatölur í leik liðanna urðu 4-4 Breiðablik í vil eftir kaflaskiptan leik.
Fram tók forystuna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna. Leikur kvöldsins var ótrúlegur í alla staði en á endanum stóð Fram uppi sem sigurvegari, eins marks munur og staðan í einvíginu orðin 1-0 Fram í vil.
Fram heimsótti Breiðholtið og mætti Leikni Reykjavík í uppgjöri liða sem ekki höfðu unnið leik í Bestu deild karla fyrir kvöldið. Fram vann 2-1 sigur og er komið á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.
Fram vann Leikni 2-1 í Reykjavíkurslag. Þetta var fyrsti sigur Fram á tímabilinu og var Jón Sveinsson, þjálfari Fram, afar kátur eftir leik.
Víkingarnir úr Reykjavík og Keflavík röðuðu inn mörkum í Bestu deildinni í fótbolta í gærkvöld og nú má sjá þessi mörk inn á Vísi.