UMF Selfoss „Ég tók þetta á mig og gerði það með stæl“ Bakvörðurinn Barbára Sól Gísladóttir spilaði í fremstu víglínu fyrir Selfyssinga er liðið tók á móti Stjörnunni í 9. umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. Hún þakkaði traustið og skoraði fyrra mark liðsins í langþráðum 2-1 sigri. Fótbolti 21.6.2023 20:20 Sigdís Eva: Korteri frá því að gráta Sigdís Eva Bárðardóttir, leikmaður Víkings, var að vonum ánægð eftir sigur liðsins á Selfossi í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Sigdís Eva skoraði bæði mörk Víkings og var allt í öllu í sóknarleik liðsins. Fótbolti 16.6.2023 21:43 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Selfoss 2-1 | 1. deildarlið Víkings sló úrvalsdeildarlið Selfoss úr leik Víkingur og Selfoss mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Víkingur trónir á toppi Lengjudeildar á meðan Selfoss skrapar botninn í Bestu deildinni. Íslenski boltinn 16.6.2023 16:46 Sjáðu Lindex-mótið: Hafa gaman og skora mörk er það skemmtilegasta við fótbolta Lindex-mótið á Selfossi fór fram um liðna helgi þar sem stelpur í 6. flokki léku listir sínar. Svava Kristín Grétarsdóttir var á svæðinu og gerði mótinu góð skil. Fótbolti 16.6.2023 11:01 Selfyssingar sækja spænska skyttu Handknattleiksdeild Selfoss hefur samið við Álvaro Mallols Fernandez um að leika með liðinu í Olís-deild karla í handbolta næstu tvö árin. Handbolti 15.6.2023 10:30 Tekur slaginn í Grillinu: „Ætlum að líta á þetta sem 15 mánaða undirbúningstímabil“ Verkefnið á Selfossi er enn þá spennandi segir handboltakonan Perla Ruth Albertsdóttir, sem ætlar að taka slaginn með uppeldisfélaginu, Selfoss, í næstefstu deild. „Við ætlum að líta á þetta sem 15 mánaða undirbúningstímabil,“ segir hún. Handbolti 12.6.2023 12:00 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Selfoss 3-0 | Öruggt hjá heimaliðinu og gestirnir límdir við botninn Þór/KA gerði sér lítið fyrir og rúllaði Selfoss upp í fyrsta leik 8. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Selfoss situr sem fastast á botninum á meðan Þór/KA lyfti sér upp í 4. sæti. Liðin þurftu bæði á sigri að halda í dag enda hafði hvorugt liðið unnið leik síðan í 4. umferð deildarinnar sem fram fór um miðjan maí. Íslenski boltinn 11.6.2023 15:16 „Við ætlum að vera í topp sex“ „Þetta er mikil léttir og ég er gríðarlega ánægður með mitt lið í dag. Vilji, gæði, skipulag og agað spil skóp þennan sigur.“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir góðan 3-0 sigur á Selfoss á Þórsvellinum í dag. Sport 11.6.2023 18:42 Margrét Lára segir pressu FH vera unaðslega Þrátt fyrir að vera nýliði í Bestu deild kvenna þá er FH óhrætt við að pressa mjög hátt á móti andstæðingum sínum. Íslenski boltinn 9.6.2023 18:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Selfoss 2-0 | Heimaliðið upp úr fallsæti en gestirnir í vondum málum FH tók á móti Selfossi í einni af fjórum viðureignum kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta. Leiknum lauk með 2-0 sigri FH, sem skýtur sér með þessum sigri upp í 5. sæti deildarinnar en gestirnir sitja enn á botninum og hafa nú tapað þremur leikjum í röð. Mörk liðsins skoruðu Valgerður Ósk Valsdóttir og Sara Montoro. Íslenski boltinn 6.6.2023 18:30 Björn: Við þurfum meiri ákafa í boxið Björn Sigurbjörnsson var að vonum svekktur eftir tap Selfoss gegn Breiðablik nú í kvöld. Breiðablik var komið yfir eftir innan við þriggja mínútna leik og það var nokkuð ljóst að Selfyssingar væru í vandræðum. Fótbolti 31.5.2023 22:48 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 0-3 | Blikar sóttu þrjú stig yfir heiðina Breiðablik er komið upp í annað sæti Bestu deildar kvenna eftir öruggan 3-0 sigur á Selfossi í kvöld. Selfoss er áfram í fallsæti deildarinnar. Íslenski boltinn 31.5.2023 18:30 Hópurinn heldur tryggð við Selfoss og Perla og Harpa bætast við Selfyssingar hafa heldur betur tryggt sér liðsstyrk fyrir komandi átök í Grill 66-deild kvenna í handbolta á næsta tímabili. Perla Ruth Albertsdóttir kemur til liðsins frá Fram og Harpa Valey Gylfadóttir kemur frá ÍBV. Handbolti 30.5.2023 20:39 Lena Margrét tók U-beygju á Hellisheiðinni Handboltakonan Lena Margrét Valdimarsdóttir er hætt við að fara í Selfoss og er gengin í raðir Fram á nýjan leik. Handbolti 30.5.2023 14:01 Hrækti á leikmann Fjölnis: „Óafsakanlegt á alla vegu“ Gonzalo Zamorano, sóknarmaður Selfoss, var einn af þremur sem fengu rautt spjald í leik gegn Fjölni í Lengjudeildinni í fótbolta á dögunum. Ástæðan var óvenjuleg en Zamorano varð uppvís að því að hrækja á andstæðing. Fótbolti 26.5.2023 08:01 Umfjöllun: Keflavík - Selfoss 1-0 | Keflavík hífir sig upp töfluna með sigri gegn Selfossi Keflavík lagði Selfoss að velli með einu marki gegn engu þegar liðin mættust í 5. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta suður með sjó í kvöld. Íslenski boltinn 22.5.2023 18:30 Katla: Erum með góðan og breiðan hóp Katla María Þórðardóttir skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Selfoss á Tindastól. Leikurinn var hluti af fjórðu umferð Bestu deildar kvenna og fór fram fyrr í kvöld á JÁVERK-vellinum á Selfossi. Þetta var fyrsti sigur Selfoss það sem af er tímabils. Fótbolti 16.5.2023 22:19 Handboltahjónin á Selfossi aftur til heimalandsins Hjónin Karolis Stropus og Roberta Stropé hafa ákveðið að flytja heim til Litáen og munu því ekki leika með Selfossi á næstu leiktíð eftir tvö ár hjá félaginu. Raunar ætla þau bæði að leggja skóna á hilluna. Handbolti 12.5.2023 16:00 ÍR vann og Selfoss spilar í næstefstu deild á næstu leiktíð Selfoss og ÍR mættust í oddaleik um sæti í Olís-deild kvenna í handbolta á næstu leiktíð. Fór það svo að ÍR vann leik kvöldsins með þriggja marka mun, 30-27, og spilar í efstu deild á næstu leiktíð. Handbolti 10.5.2023 21:46 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 1-1 | Botnliðið náði í stig gegn meisturunum Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Selfossi á Hlíðarenda í kvöld. Niðurstaða leiksins var 1-1 jafntefli. Bryndís Arna Níelsdóttir gerði mark Vals og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skoraði fyrir gestina. Bæði lið klífa upp töfluna með þessu jafntefli, Valur situr nú í 2. sæti en Selfoss færir sig upp af botninum og situr nú í 9. sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 10.5.2023 18:31 Selfoss knúði fram oddaleik Selfoss vann öruggan sigur á ÍR í fjórða leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Staðan í einvíginu er 2-2 og því oddaleikur framundan á Selfossi á miðvikudag. Handbolti 7.5.2023 20:40 „Þetta er greinilega ekki að hafa áhrif á spilamennskuna hennar“ Lena Margrét Valdimarsdóttir er í sérstakri stöðu sem leikmaður Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í handbolta, en búin að semja við Selfoss sem berst fyrir lífi sínu í deildinni á sama tíma. Handbolti 5.5.2023 12:35 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Þróttur 1-2 | Þróttur unnið fyrstu tvo en Selfoss enn án stiga Þróttur vann góðan 2-1 útisigur er liðið heimsótti Selfoss í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þróttur hefur nú unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu, en Selfyssingar eru enn án stiga. Fótbolti 4.5.2023 19:14 „Þar finnst mér virðingaleysið vera algjört“ Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, var eðlilega svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Þrótti á heimaveli í Bestu-deild kvenna í kvöld. Fótbolti 4.5.2023 22:57 „Ýmsar upplýsingar sem bárust ekki til okkar og það var það sem fór í taugarnar á mér“ Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar í Bestu-deild kvenna, var að vonum ánægður með sigur síns liðs gegn Selfyssingum í kvöld. Leik kvöldsins hafði verið frestað í tvígang og Nik hafði hótað því að ræða ekki við fjölmiðlafólk á vegum Sýnar eftir leikinn, en eftir að hafa rætt málin snérist honum hugur. Fótbolti 4.5.2023 22:30 Selfoss heldur í vonina um sæti í efstu deild Selfoss hélt sér á lífi í umspili um sæti í Olís-deild kvenna í handknattleik með öruggum sigri á ÍR á heimavelli í kvöld. ÍR leiðir 2-1 í einvíginu. Handbolti 3.5.2023 21:47 Lena Margrét: Engin ákvörðun komin um hvað gerist ef Selfoss fellur Lena Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var afar svekkt eftir eins marks tap gegn Val í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Lena er búin að semja við Selfoss fyrir næsta tímabil en taldi það ekki vera truflandi í einvíginu gegn Val. Sport 3.5.2023 20:12 Segir vinnubrögð Sýnar og KSÍ vera til skammar og hótar löngu fjölmiðlabanni Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu, er allt annað en sáttur við vinnubrögð KSÍ og Sýnar eftir að leik liðsins gegn Selfossi var frestað í annað sinn á innan við viku. Fótbolti 2.5.2023 17:54 Hvað verður um stjörnurnar á Selfossi ef liðið fellur? Ekki liggur fyrir hver framtíð leikmannanna sem hafa samið við Selfoss verður ef liðið fellur niður í Grill 66 deildina. Handbolti 2.5.2023 11:00 Félögin selja hamborgara, bjór og varning fyrir tugi milljóna KSÍ og Deloitte munu í dag kynna skýrslu um fjármál íslenskrar knattspyrnu á síðustu fjórum árum. Vísir hefur fengið aðgang að skýrslunni og mun birta greinar upp úr henni í dag. Fótbolti 27.4.2023 10:30 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 20 ›
„Ég tók þetta á mig og gerði það með stæl“ Bakvörðurinn Barbára Sól Gísladóttir spilaði í fremstu víglínu fyrir Selfyssinga er liðið tók á móti Stjörnunni í 9. umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. Hún þakkaði traustið og skoraði fyrra mark liðsins í langþráðum 2-1 sigri. Fótbolti 21.6.2023 20:20
Sigdís Eva: Korteri frá því að gráta Sigdís Eva Bárðardóttir, leikmaður Víkings, var að vonum ánægð eftir sigur liðsins á Selfossi í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Sigdís Eva skoraði bæði mörk Víkings og var allt í öllu í sóknarleik liðsins. Fótbolti 16.6.2023 21:43
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Selfoss 2-1 | 1. deildarlið Víkings sló úrvalsdeildarlið Selfoss úr leik Víkingur og Selfoss mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Víkingur trónir á toppi Lengjudeildar á meðan Selfoss skrapar botninn í Bestu deildinni. Íslenski boltinn 16.6.2023 16:46
Sjáðu Lindex-mótið: Hafa gaman og skora mörk er það skemmtilegasta við fótbolta Lindex-mótið á Selfossi fór fram um liðna helgi þar sem stelpur í 6. flokki léku listir sínar. Svava Kristín Grétarsdóttir var á svæðinu og gerði mótinu góð skil. Fótbolti 16.6.2023 11:01
Selfyssingar sækja spænska skyttu Handknattleiksdeild Selfoss hefur samið við Álvaro Mallols Fernandez um að leika með liðinu í Olís-deild karla í handbolta næstu tvö árin. Handbolti 15.6.2023 10:30
Tekur slaginn í Grillinu: „Ætlum að líta á þetta sem 15 mánaða undirbúningstímabil“ Verkefnið á Selfossi er enn þá spennandi segir handboltakonan Perla Ruth Albertsdóttir, sem ætlar að taka slaginn með uppeldisfélaginu, Selfoss, í næstefstu deild. „Við ætlum að líta á þetta sem 15 mánaða undirbúningstímabil,“ segir hún. Handbolti 12.6.2023 12:00
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Selfoss 3-0 | Öruggt hjá heimaliðinu og gestirnir límdir við botninn Þór/KA gerði sér lítið fyrir og rúllaði Selfoss upp í fyrsta leik 8. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Selfoss situr sem fastast á botninum á meðan Þór/KA lyfti sér upp í 4. sæti. Liðin þurftu bæði á sigri að halda í dag enda hafði hvorugt liðið unnið leik síðan í 4. umferð deildarinnar sem fram fór um miðjan maí. Íslenski boltinn 11.6.2023 15:16
„Við ætlum að vera í topp sex“ „Þetta er mikil léttir og ég er gríðarlega ánægður með mitt lið í dag. Vilji, gæði, skipulag og agað spil skóp þennan sigur.“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir góðan 3-0 sigur á Selfoss á Þórsvellinum í dag. Sport 11.6.2023 18:42
Margrét Lára segir pressu FH vera unaðslega Þrátt fyrir að vera nýliði í Bestu deild kvenna þá er FH óhrætt við að pressa mjög hátt á móti andstæðingum sínum. Íslenski boltinn 9.6.2023 18:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Selfoss 2-0 | Heimaliðið upp úr fallsæti en gestirnir í vondum málum FH tók á móti Selfossi í einni af fjórum viðureignum kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta. Leiknum lauk með 2-0 sigri FH, sem skýtur sér með þessum sigri upp í 5. sæti deildarinnar en gestirnir sitja enn á botninum og hafa nú tapað þremur leikjum í röð. Mörk liðsins skoruðu Valgerður Ósk Valsdóttir og Sara Montoro. Íslenski boltinn 6.6.2023 18:30
Björn: Við þurfum meiri ákafa í boxið Björn Sigurbjörnsson var að vonum svekktur eftir tap Selfoss gegn Breiðablik nú í kvöld. Breiðablik var komið yfir eftir innan við þriggja mínútna leik og það var nokkuð ljóst að Selfyssingar væru í vandræðum. Fótbolti 31.5.2023 22:48
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 0-3 | Blikar sóttu þrjú stig yfir heiðina Breiðablik er komið upp í annað sæti Bestu deildar kvenna eftir öruggan 3-0 sigur á Selfossi í kvöld. Selfoss er áfram í fallsæti deildarinnar. Íslenski boltinn 31.5.2023 18:30
Hópurinn heldur tryggð við Selfoss og Perla og Harpa bætast við Selfyssingar hafa heldur betur tryggt sér liðsstyrk fyrir komandi átök í Grill 66-deild kvenna í handbolta á næsta tímabili. Perla Ruth Albertsdóttir kemur til liðsins frá Fram og Harpa Valey Gylfadóttir kemur frá ÍBV. Handbolti 30.5.2023 20:39
Lena Margrét tók U-beygju á Hellisheiðinni Handboltakonan Lena Margrét Valdimarsdóttir er hætt við að fara í Selfoss og er gengin í raðir Fram á nýjan leik. Handbolti 30.5.2023 14:01
Hrækti á leikmann Fjölnis: „Óafsakanlegt á alla vegu“ Gonzalo Zamorano, sóknarmaður Selfoss, var einn af þremur sem fengu rautt spjald í leik gegn Fjölni í Lengjudeildinni í fótbolta á dögunum. Ástæðan var óvenjuleg en Zamorano varð uppvís að því að hrækja á andstæðing. Fótbolti 26.5.2023 08:01
Umfjöllun: Keflavík - Selfoss 1-0 | Keflavík hífir sig upp töfluna með sigri gegn Selfossi Keflavík lagði Selfoss að velli með einu marki gegn engu þegar liðin mættust í 5. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta suður með sjó í kvöld. Íslenski boltinn 22.5.2023 18:30
Katla: Erum með góðan og breiðan hóp Katla María Þórðardóttir skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Selfoss á Tindastól. Leikurinn var hluti af fjórðu umferð Bestu deildar kvenna og fór fram fyrr í kvöld á JÁVERK-vellinum á Selfossi. Þetta var fyrsti sigur Selfoss það sem af er tímabils. Fótbolti 16.5.2023 22:19
Handboltahjónin á Selfossi aftur til heimalandsins Hjónin Karolis Stropus og Roberta Stropé hafa ákveðið að flytja heim til Litáen og munu því ekki leika með Selfossi á næstu leiktíð eftir tvö ár hjá félaginu. Raunar ætla þau bæði að leggja skóna á hilluna. Handbolti 12.5.2023 16:00
ÍR vann og Selfoss spilar í næstefstu deild á næstu leiktíð Selfoss og ÍR mættust í oddaleik um sæti í Olís-deild kvenna í handbolta á næstu leiktíð. Fór það svo að ÍR vann leik kvöldsins með þriggja marka mun, 30-27, og spilar í efstu deild á næstu leiktíð. Handbolti 10.5.2023 21:46
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 1-1 | Botnliðið náði í stig gegn meisturunum Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Selfossi á Hlíðarenda í kvöld. Niðurstaða leiksins var 1-1 jafntefli. Bryndís Arna Níelsdóttir gerði mark Vals og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skoraði fyrir gestina. Bæði lið klífa upp töfluna með þessu jafntefli, Valur situr nú í 2. sæti en Selfoss færir sig upp af botninum og situr nú í 9. sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 10.5.2023 18:31
Selfoss knúði fram oddaleik Selfoss vann öruggan sigur á ÍR í fjórða leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Staðan í einvíginu er 2-2 og því oddaleikur framundan á Selfossi á miðvikudag. Handbolti 7.5.2023 20:40
„Þetta er greinilega ekki að hafa áhrif á spilamennskuna hennar“ Lena Margrét Valdimarsdóttir er í sérstakri stöðu sem leikmaður Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í handbolta, en búin að semja við Selfoss sem berst fyrir lífi sínu í deildinni á sama tíma. Handbolti 5.5.2023 12:35
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Þróttur 1-2 | Þróttur unnið fyrstu tvo en Selfoss enn án stiga Þróttur vann góðan 2-1 útisigur er liðið heimsótti Selfoss í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þróttur hefur nú unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu, en Selfyssingar eru enn án stiga. Fótbolti 4.5.2023 19:14
„Þar finnst mér virðingaleysið vera algjört“ Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, var eðlilega svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Þrótti á heimaveli í Bestu-deild kvenna í kvöld. Fótbolti 4.5.2023 22:57
„Ýmsar upplýsingar sem bárust ekki til okkar og það var það sem fór í taugarnar á mér“ Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar í Bestu-deild kvenna, var að vonum ánægður með sigur síns liðs gegn Selfyssingum í kvöld. Leik kvöldsins hafði verið frestað í tvígang og Nik hafði hótað því að ræða ekki við fjölmiðlafólk á vegum Sýnar eftir leikinn, en eftir að hafa rætt málin snérist honum hugur. Fótbolti 4.5.2023 22:30
Selfoss heldur í vonina um sæti í efstu deild Selfoss hélt sér á lífi í umspili um sæti í Olís-deild kvenna í handknattleik með öruggum sigri á ÍR á heimavelli í kvöld. ÍR leiðir 2-1 í einvíginu. Handbolti 3.5.2023 21:47
Lena Margrét: Engin ákvörðun komin um hvað gerist ef Selfoss fellur Lena Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var afar svekkt eftir eins marks tap gegn Val í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Lena er búin að semja við Selfoss fyrir næsta tímabil en taldi það ekki vera truflandi í einvíginu gegn Val. Sport 3.5.2023 20:12
Segir vinnubrögð Sýnar og KSÍ vera til skammar og hótar löngu fjölmiðlabanni Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu, er allt annað en sáttur við vinnubrögð KSÍ og Sýnar eftir að leik liðsins gegn Selfossi var frestað í annað sinn á innan við viku. Fótbolti 2.5.2023 17:54
Hvað verður um stjörnurnar á Selfossi ef liðið fellur? Ekki liggur fyrir hver framtíð leikmannanna sem hafa samið við Selfoss verður ef liðið fellur niður í Grill 66 deildina. Handbolti 2.5.2023 11:00
Félögin selja hamborgara, bjór og varning fyrir tugi milljóna KSÍ og Deloitte munu í dag kynna skýrslu um fjármál íslenskrar knattspyrnu á síðustu fjórum árum. Vísir hefur fengið aðgang að skýrslunni og mun birta greinar upp úr henni í dag. Fótbolti 27.4.2023 10:30