UMF Selfoss

Ótrúlegir yfirburðir Selfyssinga sem tryggðu sér sæti í undanúrslitum
Selfoss tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna í handbolta með nítján marka stórsigri gegn KA/Þór, 34-15.

HK-ingar að slíta sig frá fallsvæðinu og Valsmenn völtuðu yfir Selfoss
HK vann mikilvægan eins marks sigur er liðið heimsótti KA í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 26-27. Á sama tíma vann Valur 17 marka risasigur gegn Selfyssingum, 38-21.

Barbára til Breiðabliks
Fótboltakonan Barbára Sól Gísladóttir er gengin í raðir Breiðabliks frá Selfossi. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við Kópavogsfélagið.

Stefán klár í samkeppni við einn þann besta á landinu
Valsmenn hafa klófest markvörðinn Stefán Þór Ágústsson en þessi 22 ára gamli markvörður kemur til félagsins frá Selfossi.

Hólmfríður óttaðist um líf sitt
Hólmfríður Magnúsdóttir, þriðja markahæsta landsliðskona Íslands í fótbolta frá upphafi, kveðst hafa verið mjög hætt komin vegna veikinda í byrjun þessa árs. Hún hafði varla þrek til að labba fyrst eftir veikindin en hefur nú endurheimt heilsuna.

Viðar gæti spilað á Íslandi: „Ekki spenntur fyrir að fara í nýtt land“
Knattspyrnumaðurinn víðförli Viðar Örn Kjartansson, einn allra markahæsti atvinnumaður Íslands frá upphafi, gæti vel hugsað sér að spila á Íslandi næsta sumar. Hann er jafnvel opinn fyrir því að spila með sínu gamla liði Selfoss, í 2. deild.

Botnliðið sótti mikilvæg stig norður
Selfoss, botnlið Olís-deildar karla í handbolta, vann afar mikilvægan tveggja marka sigur er liðið heimsótti KA norður á Akureyri í dag, 28-30.

Stjarnan upp úr fallsæti
Stjarnan lyfti sér upp úr fallsæti Olís-deildar karla í handbolta á kostnað Víkinga með góðum sigri í kvöld. Þá vann Grótta botnlið Selfoss.

Annar Íslendingur til Örebro
Selfyssingurinn Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Örebro.

Stjarnan í fallsæti og botnliðið lagði Hauka
HK lagði Stjörnuna með eins marks mun í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, lokatölur 28-27. Þá vann Selfoss tveggja marka sigur á Haukum, 30-28.

Ótrúlegur viðsnúningur Eyjamanna sem unnu stórsigur
ÍBV vann átta marka sigur á Selfyssingum í Suðurlandsslag í Olís-deild karla í dag. Selfyssingar leiddu lengi vel en magnaður endasprettur Eyjamanna tryggði þeim stigin tvö.

Heiðar Helguson aðstoðar Bjarna á Selfossi
Heiðar Helguson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Bjarna Jóhannssonar á Selfossi.

Stjarnan sótti sigur á Selfoss
Stjarnan vann Selfoss með fjögurra marka mun í Olís-deild karla í handbolta. Selfoss situr því áfram á botni deildarinnar með aðeins einn sigur í fyrstu átta leikjum sínum á leiktíðinni.

Haukar gengu örugglega frá Eyjakonum
16-liða úrslitum Poweradebikars kvenna lauk í kvöld með nokkuð óvæntum úrslitum. Íslandsmeistarar Vals sátu hjá þessa umferð og fara beint í þá næstu.

Guðmundur Tyrfingsson keyrir frá Selfossi og í Árbæinn
Fótboltamaðurinn Guðmundur Tyrfingsson er genginn í raðir Fylkis frá Selfossi.

Sektuð um 3,5 milljón vegna rafrænnar vöktunar á gistiaðstöðu stúlkna
Persónuvernd hefur ákveðið að sekta Íþrótta- og sýningarhöllina hf. um 3,5 milljónir króna vegna eftirlitsmyndavéla í Laugardalshöll. Segir í úrskurði að brotið hafi verið á persónuvernd barna og að unnið hafi verið með viðkvæmar persónuupplýsingar án viðeigandi heimildar.

Bjarni Jóhannsson snúinn aftur í þjálfun
Bjarni Jóhannsson hefur ákveðið að snúa aftur í þjálfun og samdi við Selfoss þar sem hann mun stýra karlaliði félagsins til næstu tveggja ára. Verkefnið sem bíður hans er stórt, en liðið féll niður úr Lengjudeildinni í sumar og mun spila í 2. deild á næsta tímabili.

Ótrúlegar endasprettur Víkings | Stórsigur Hauka fyrir norðan
Sjöttu umferð Olís deildar karla í handbolta lauk með þremur leikjum í kvöld. Hinum þremur viðureignunum var flýtt vegna þátttöku Aftureldingar, FH, ÍBV og Vals í Evrópubikarkeppninni um helgina.

Fótboltanum á Suðurlandi sópað út af stóra sviðinu eftir svart sumar
Knattspyrnumenn Suðurlands munu flestir ekki minnast sumarsins 2023 með hlýju enda gengi bestu liða landshlutans skelfilegt.

Sif Atladóttir leggur skóna á hilluna
Landsliðskonan fyrrverandi Sif Atladóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril. Hún hefur undanfarin ár spilað með Selfossi í Bestu deild kvenna en liðið er fallið niður í Lengjudeildina.

Keflavík tryggði sætið með sigri gegn föllnum Selfyssingum
Keflavík tryggði sér áframhaldandi veru í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu með 1-0 sigri gegn föllnum Selfyssingum.

Afturelding kjöldró Selfyssinga | KA og Fram skiptu stigunum á milli sín
Afturelding vann afar öruggan 16 marka sigur er liðið tók á móti Selfyssingum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 37-21. Á sama tíma gerðu KA og Fram jafntefli í æsispennandi leik fyrir norðan.

KA í engum vandræðum með Selfyssinga
KA fór á Selfoss og vann sjö marka útisigur 23-30 í 1. umferð Olís deildar karla. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en KA gekk á lagið þegar að líða tók á fyrri hálfleik og leit aldrei um öxl eftir það.

Í blíðu og stríðu: „Ég ætla fá að standa fyrir það sem ég vil standa fyrir“
Hjónin Björn Sigurbjörnsson og Sif Atladóttir hafa staðið í ströngu með kvennaliði Selfoss í Bestu deild kvenna í fótbolta á yfirstandandi tímabili. Fall Selfyssinga úr Bestu deildinni hefur verið staðfest en Björn er þjálfari liðsins og Sif leikmaður.

Selfyssingar sækja Svein Andra til Þýskalands
Handknattleiksdeild Selfoss hefur komist að samkomulagi við Svein Andra Sveinsson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Olís-deild karla í handbolta.

Umfjöllun: ÍBV - Selfoss 2-1 | Eyjakonur sendu Selfoss niður um deild
Selfoss er fallið úr Bestu deild kvenna eftir 1-2 tap gegn ÍBV á Hásteinsvelli. Áslaug Dóra kom Selfyssingum yfir eftir hornspyrnu en Olga Sevcova skoraði svo tvö mörk fyrir Eyjakonur og gerði útaf við allar vonir gestanna.

Suðurlandsslagurinn getur fellt Selfyssinga
Suðurlandsslagur ÍBV og Selfoss sem fram fer í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag er líklega einn sá mikilvægasti í áraraðir. Mistakist stelpunum frá Selfossi að vinna er liðið fallið úr deildinni.

Mark með síðustu spyrnu leiksins galopnaði fallbaráttuna
Selfoss vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Gróttu í fallbaráttuslag Lengjudeildarinnar fyrr í kvöld.

Umfjöllun: Stjarnan - Selfoss 3-0 | Frábær innkoma Andreu Mistar innsiglaði sigur Stjörnunnar
Stjarnan bar sigur úr býtum, 3-0, þegar liðið fékk Selfoss í heimsókn á Samsung-völlinn í Garðabæinn í síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Eftir þessa umferð verður deildinni tvískipt í efri hluta og neðri hluta. Sex efstu liðin fara í efri hlutann og fjögur neðstu berjast um að forðast fall úr deildinni.

Mikilvæg mörk í Bestu deild kvenna í gær: Sjáðu þau öll
Stjarnan, Keflavík, Valur og Þór/KA fögnuðu öll sigri í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær.