
Tindastóll

Valsmenn geta tekið met af Keflavík frá tíma Damons og Ed Saunders
Körfuboltalið Valsmanna slógu met eitt met í leik eitt í úrslitaeinvígi Subway deildar karla og geta slegið annað met í leik tvö í kvöld.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 80-79 | Einvígið um titilinn hófst á háspennuleik
Valur er komið í 1-0 gegn Tindastól í baráttunni um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta. Fyrsti leikurinn fór fram á Hlíðarenda í kvöld og hafði Valur betur í háspennuleik, lokatölur 80-79. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Tindastóll og HK hefja tímabilið á sigrum
Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Tindastóll vann 2-0 sigur á Grindavík á meðan HK vann 3-1 útisigur á Fylki.

Svali býst við fullum Hlíðarenda í kvöld: Stór stund fyrir lítil hjörtu
Svali Björgvinsson var leikmaður Valsliðsins þegar körfuboltalið félagsins var síðast í úrslitum. Nú er hann formaður Körfuknattleiksdeildar Vals og fram undan er stærsti leikur félagsins í langan tíma.

Pavel leikur hundraðasta leikinn sinn í úrslitakeppni í kvöld
Valsmaðurinn Pavel Ermolinskij verður í kvöld aðeins tíundi leikmaðurinn í sögunni sem nær að spila hundrað leiki í úrslitakeppni karla í körfubolta.

Sigurður Gunnar sá fyrsti til að fara í úrslitaeinvígi með fjórum félögum
Það fór ekkert á milli mála að Sigurður Gunnar Þorsteinsson ætlaði sér að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta um helgina.

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Njarðvík 89-83 | Stólarnir á leið í úrslit
Tindastóll fékk Njarðvík í heimsókn í Síkið í kvöld. Um var að ræða leik númer fjögur í seríunni sem Tindastóll leiddi 2-1. Leikurinn var jafn í upphafi en Njarðvíkingar voru betri í fyrri hálfleik. Góður þriðji leikhluti heimamanna bjó til forustu sem reyndist of mikil fyrir gestina frá Njarðvík. Lokatölur 89-83 fyrir Tindastól og spila þeir um Íslandsmeistaratitilinn við Val.

Baldur Þór: Þetta er bara sturlun
Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls var ánægður með sigur sinna manna á Njarðvík í kvöld.

Víkingur valtaði yfir Reykjavíkurslaginn og Tindastóll kláraði HK
Alls fóru fram sex leikir í Mjólkurbikar. kvenna í fótbolta í dag. Víkingur R. vann öruggan 5-0 útisigur gegn Fram í Reyjavíkurslag og Tindastóll vann 3-2 sigur gegn HK eftir að hafa farið með þriggja marka forystu inn í hálfleik.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 93-75 | Njarðvíkingar halda sér á floti með góðum sigri
Njarðvíkingar unnu Tindastól 93-75 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway deildarinnar í körfuknattleik. Þeir náðu að halda orkustiginu allan leikinn og góður varnarleikur skóp sigurinn. Staðan er því 2-1 fyrir Njarðvík og sýningin heldur á Sauðárkrók um helgina.

Hrun Njarðvíkinga í fjórða farið að minna á sára sópið frá 2004
Deildarmeistarar Njarðvíkingur eru lentir 2-0 undir í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Tindastóli og verða því að vinna þriðja leikinn í Ljónagryfjunni í kvöld ef þeir ætla ekki snemma í sumarfrí.

Klikkaði á öllum skotunum sínum en breytti samt leiknum
Viðar Ágústsson átti mikinn þátt í sigri Tindastólsmanna í leik tvö á móti Njarðvík í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær þrátt fyrir að hafa ekki skorað eitt einasta stig í leiknum.

Baldur: Krókurinn elskar körfubolta
Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls var ánægður með sigur sinna manna í Síkinu í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll – Njarðvík 116-107 | Stólar í kjörstöðu eftir sigur í tvíframlengdum leik
Tindastóll er kominn með annan fótinn í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitil eftir ótrúlegan leik á Sauðárkróki í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 79-84| Fyrsti útisigur Tindastóls í úrslitakeppninni undir stjórn Baldurs
Fyrsti leikur í einvígi Njarðvíkur og Tindastóls stóðst allar væntingar. Það var rífandi stemning í Ljónagryfjunni og liðin spiluðu körfubolta af bestu gerð. Tindastóll vann 79-84 og var þetta fyrsti sigur Tindastóls á útivelli í úrslitakeppninni undir stjórn Baldurs Þórs Ragnarssonar

„Þjálfarinn ræður og ég geri það sem hann segir“
Tindastóll tók forystuna í einvíginu gegn Njarðvík með fimm stiga útisigri 79-84. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls, var hæstánægður með sigurinn.

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 99-85 | Keflvíkingar niðurlægðir á Króknum
Tindastóll verður með í undanúrslitum Subway deildarinnar í körfubolta en Keflavík er farið í sumarfrí eftir að hafa beðið afhroð á Sauðárkróki í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 91-76 | Keflvíkingar tryggðu sér oddaleik
Keflvíkingar tryggðu sér oddaleik á Sauðárkróki þegar liðið vann 15 stiga sigur gegn Tindastól í kvöld, 91-76.

„Þessi spilamennska hjá mínum reynslumestu mönnum var út í hött“
Tindastóll tapaði fyrir Keflavík 91-76 og er oddaleikur á sunnudaginn um hvort liðið fari áfram í undanúrslitin. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var ómyrkur í máli um sína lykilmenn sem að hans mati mættu ekki til leiks.

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 95-94 | Dramatískur sigur í framlengdum leik
Tindastóll fékk Keflavík í heimsókn í Síkið í kvöld. Hingað til hefur heimaliðið sigrað leikina í þessari seríu og á því varð engin breyting. Lokatölur 95-94 eftir framlengingu.

Baldur Þór: Stál í stál í seinni hálfleik
Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls var sáttur með sigur sinna manna gegn Keflvíkinum í í kvöld. Stólarnir eru nú með 2-1 forystu í einvíginu og þurfa því aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.

Tóku til í stúkunni eftir tap
Keflavík jafnaði einvígið gegn Tindastól í úrslitakeppni Subwaydeildarinnar í gærkvöldi með góðum sigri á heimavelli. Tapið stöðvaði þó ekki vaska stuðningsmenn Tindastóls í því að ganga vel frá eftir sig og fengu þeir verskuldað hrós fyrir.

Umfjöllun: Keflavík – Tindastóll 92-75 | Heimamenn svöruðu og einvígið er jafnt
Keflavík og Tindastóll mættust í öðrum leik liðanna í einvígi sínu í 8-liða úrslitum í Subway deild karla fyrr í kvöld. Mikið var undir, sérstaklega fyrir Keflavík, þar sem lið vinna sjaldan upp tveggja leikja mun í einvigjum í úrslitakeppninni í körfubolta. Keflvíkingar svöruðu síðasta leik og unnu 92-75 sigur og jöfnuðu metin í einvíginu.

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 101-80 | Stólarnir komnir með forystu eftir öruggan sigur
Tindastóll fékk Keflavík í heimsókn í Síkið í kvöld. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en Tindastóll náði forrustu í lok fyrsta leikhluta og leiddu eftir hann. Tindastóll hélt forustunni út leikinn og sigruðu að lokum nokkuð örugglega. Lokatölur 101-80.

Baldur Þór: Allir einbeittir á einn hlut
Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls var ánægður með sigur sinna manna gegn Keflvíkingum í kvöld.

Hafa mæst sex sinnum áður og liðið sem vinnur leik eitt hefur alltaf komist áfram
Tindastóll og Keflavík hefja einvígi sitt í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld og sagan segir að leikur kvöldsins skipti gríðarlega miklu máli.

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll – Þór Akureyri 99-72 | Stólarnir fara með sjö sigurleiki í röð í úrslitakeppnina
Tindastóll fékk Þór frá Akureyri í heimsókn í Síkið í kvöld. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og náðu tökum á leiknum frá upphafi og sigruðu nokkuð örugglega að lokum. Lokatölur 99-72.

Baldur Þór: Þurfum alla á dekk
Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var ánægður með sigur sinna manna gegn föllnum Þórsurum frá Akureyri í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Tindastóll 85-91 | Mikilvægur sigur Stólanna
Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara Þór Þorlákshöfn á útivelli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn kemur Tindastól í góða stöðu varðandi heimavallarrétt í úrslitakeppninni.

Baldur Þór: „Svakaleg orka og ákafi í liðinu“
„Mér líður bara mjög vel eftir þennan. Hrikalega góð frammistaða á erfiðum útivelli þannig að ég er sáttur,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, eftir virkilega sterkan fimm stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í kvöld.