Ljósmyndun

Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást
Rax fékk á árum sínum hjá Morgunblaðinu oft það verkefni að taka portrettmyndir af ráðamönnum og öðrum fyrirmennum þjóðarinnar. Hann rifjar nú upp eftirminnilegar myndir af Vigdísi Finnbogadóttur, Davíð Oddsyni og öðrum.

Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn
Bandaríski áhættuleikarinn Ronnie Rondell Jr. er látinn 88 ára að aldri.

Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þjófnað úr versluninni Ljósmyndavörum síðdegis í gær til rannsóknar. Rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi.

Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“
Tveir karlmenn gengu galvaskir inn í verslunina Ljósmyndavörur í Skipholti, brutu glerskáp og stálu myndavélabúnaði fyrir þrjár milljónir síðdegis í dag. Eigandi segir ljóst að verknaðurinn hafi verið vel skipulagður.

„Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“
Naji Asar, palestínski aðgerðasinninn sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara mbl.is á þriðjudag, segir að atlagan hafi ekki beinst að sjálfum ljósmyndaranum, heldur miðlinum. Ef ljósmyndarinn hafi móðgast, þyki Asar það leitt.

„Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“
Formenn Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands segja alvarlegt að blaðaljósmyndarar sem vinna að því að skrásetja atburði líðandi stundar sé mætt með árásum, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að reyna í gær.

Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“
Eyþór Árnason ljósmyndari hyggst kæra mann sem skvetti rauðri málningu yfir hann þar sem hann var á vettvangi á mótmælafundi á vegum Félagsins Íslands-Palestínu.

Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni
Maðurinn sem skvetti rauðri málningu á blaðaljósmyndara í gær virðist standa með gjörðum sínum ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum.

Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna
Félagið Ísland-Palestína harmar atvik sem átti sér stað á mótmælum félagsins í dag þegar einn mótmælenda skvetti rauðri málninu á ljósmyndara Morgunblaðsins.

Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins
Mótmælandi á mótmælafundi Félagsins Íslands-Palestínu skvetti rauðri málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins og mbl.is sem var á vettvangi.

Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi
Um helgina eru síðustu forvöð að sjá ljósmyndasýninguna „Veiðidagur í Óseyrarnesi 1993“ í Gömlu kartöflugeymslunni við Búðarstíg á Eyrarbakka.

„Þetta var eins og draumur sem ætlaði aldrei að taka enda“
Árið 1974 fékk RAX það verkefni að ljósmynda þriggja daga þjóðhátíð sem haldin var á Þingvöllum í tilefni 1100 ára byggðar á Íslandi. Hann var aðeins 16 ára gamall og verkefnið var risavaxið í hans augum. „Ég vildi ekki bregðast svo ég tók myndir af öllu.“ Sagði RAX um reynsluna.

118 ára sögu Hans Petersen að ljúka
Ljósmyndaverslun Hans Petersen við Grensásveg 12 í Reykjavík verður skellt í lás næstkomandi föstudag. Um er að ræða einu verslun Hans Petersen og er þar með ljóst að 118 ára sögu fyrirtækisins er lokið.

Mátti eiginlega ekki hósta því þá myndi hann kremja hann
Loðnuskipið Baldvin Þorsteinsson var á leið í land með með fullfermi í mars árið 2004 þegar net flæktist í skrúfu skipsins. Það var háflóð og stórstreymt þennan dag og skipið rak upp í Skarðsfjöru þar sem það strandaði.

Ljósmyndaskólinn lokar dyrum sínum: „Þetta er mikil sorg“
Ljósmyndaskólinn lokar dyrum sínum á næsta ári þar sem reksturinn hefur reynst erfiður síðustu ár. Nemendur fá þó að klára nám sitt við skólann áður en hann lokar. Skólastjórnendur vonast til þess að námið verði fært inn í aðra menntastofnun.

Tíu af fyndnustu dýralífsmyndunum
Ljósmyndasamkeppnin Nikon Comedy wildlife photography awards 2025 er hafin. Um árlega keppni er að ræða þar sem fólk um allan heim sendir inn þúsundir fyndnar ljósmyndir sem það fangar í náttúrunni.

Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“
RAX fór til Grænlands í september 2024 til þess að mynda fyrir tímaritið The New Yorker. Hann nýtti ferðina til þess að heimsækja Ilulissat fjörðinn en hann langaði að mynda dulúðuga ísjaka sem þar er að finna. Ísjakinn sem sökkti Titanic fyrir 113 árum síðan kom úr Ilulissat firðinum.

Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar
Samtök sem veita verðlaun fyrir fréttaljósmynd ársins hafa ákveðið af fjarlægja nafn ljósmyndara sem hlaut verðlaunin fyrir heimsfræga mynd af börnum að flýja napalmárás í Víetnamstríðinu. Nýleg heimildamynd hefur vakið upp spurningar um hver raunverulegur höfundur myndarinnar er.

Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum
Þann 30. mars árið 2006 kviknaði sinueldur við þjóðveg 54, norðvestan við Borgarnes, en þessi sinueldur átti eftir að verða sá stærsti í Íslandssögunni.

Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“
„Ég trúði þessu varla,“ segir Íris Rut Bergmann Marteinsdóttir ljósmyndari sem gerði nýverið samning við tæknirisann Apple um birtingu á myndum eftir hana. Í gær birti Apple mynd Írisar á Instagram reikningi þeirra sem er með rúmlega 34 milljónir fylgjenda.

Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA
„Samferðamaður“ er yfirskrift sýningar sem opnuð verður á Ljósmyndasafni Reykjavíkur laugardaginn 3. maí kl. 15. Á sýningunni er farið yfir ríflega fimmtíu ára feril Gunnars V. Andréssonar fréttaljósmyndara – frá 1966 til 2017. Myndir hans voru í gegnum tíðina merktar GVA.

„Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“
Formaður blaðaljósmyndarafélags Íslands segir duttlunga Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, hafa gert það að verkum að einn stærsti fréttaviðburður síðustu áratuga, tæming Grindvíkinga á húsum sínum, var nánast ekkert ljósmyndaður. Slík embættisafglöp megi ekki endurtaka sig.

Fréttamynd ársins er af sprunguleit í Grindavík
Eggert Jóhannesson og Golli hlutu í dag verðlaun fyrir mynd ársins og fréttamynd ársins 2024. Verðlaunin voru afhent í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, en þar var á sama tíma opnuð ljósmyndasýning sem verður opin til 27. apríl 2025.

Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna þá héldu Canon á Íslandi og Ofar viðburðinn Konur í ljósmyndun. Fjöldi kom saman til að hlusta á fyrirlestur og tala saman.

Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu
Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari sem opnaði í gær sýninguna Samtal við Sigfús í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Á sýningunni er sýnt úrval samtalsverka Sigfúsar Eymudssonar og Einars Fals, að hluta ný prent eftir glerplötum Sigfúsar en einnig valin frumprent frá 19. öld, þegar myndirnar voru teknar.

Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar
Það er ýmislegt, sem fólki dettur í hug þegar kemur að því að safna hlutum en gott dæmi um það er Hafnfirðingur, sem á vel yfir fimm hundruð filmu ljósmyndavélar. Elsta vélin er frá 1896 en uppáhalds myndavél safnarans er sú, sem hann fékk í fermingargjöf þegar hann var þrettán ára gamall.

Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók
Jói Kjartans tók þúsundir mynda af kærustu sinni yfir tólf ára tímabil. Þegar sambandinu lauk vissi hann ekki hvað ætti að gera við myndirnar. Á samsýningunni Störu í Gerðarsafni má sjá brot af af myndunum en Jói stefnir einnig að því að gefa þær út í ljósmyndabók.

Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi
„Ég hef lengi haft sérstakan áhuga á Sigfúsi Eymundssyni – hann var fyrstur Íslendinga til að starfa markvisst sem ljósmyndari og á sama tíma einn sá allra besti,” segir Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari sem opnar á morgun sýninguna Samtal við Sigfús í Bogasal Þjóðminjasafnsins.

Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna
Íslensku myndlistarverðlaunin verða afhent 20. mars við hátíðlega athöfn í Iðnó. Verðlaunin eru í þremur flokkum, Myndlistarmaður ársins, Hvatningarverðlaun og heiðursverðlaun fyrir ævistarf. Sjö myndlistarmenn voru í dag tilnefndir.

Fengu óveðrið beint í æð
Ferðamenn létu óveðrið fyrir hádegi ekki stoppa sig í að kynna sér hvað Reykjavík og Seltjarnarnes hefðu upp á að bjóða. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á ferðinni og myndaði nokkra af þeim þúsund ferðamanna sem njóta lífsins hér á landi á óveðursdegi.