Besta deild karla

Fréttamynd

Jóhann Ægir frá út árið

Jóhann Ægir Arnarsson, varnarmaður FH í Bestu deild karla, mun ekki spila meira á þessari leiktíð eftir að slíta krossband í hné. Hann fer í aðgerð þann 9. ágúst og stefnir því í að hann missi einnig af meirihluta næstu leiktíðar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH í fé­laga­skipta­bann

Karlalið FH í knattspyrnu er í félagaskiptabanni. Félagið fékk nýverið 30 daga til að greiða kröfu danska framherjans Morten Beck upp á 24 milljónir króna sem og sekt upp á 150 þúsund krónur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Verst bara að Gylfi sé ekki kominn“

Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, segir spennu á meðal leikmanna liðsins fyrir leik þess við Val að Hlíðarenda í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Verst sé að Gylfi Þór Sigurðsson sé ekki á meðal andstæðinga kvöldsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Auðvitað er áhugi á mér“

„Ég býst við erfiðum leik. Þeir hafa gefið Víking og Breiðablik hörku leik. Fyrstu sextíu mínúturnar voru þeir mjög flottir og voru nálægt því að gera jafntefli. Þeir eru með gæði innan síns liðs og eru þéttir til baka. Rúnar kann alveg að búa til lið,“ segir Adam Pálsson, sóknarmaður Vals, um leik liðsins gegn Fylki í Bestu deild karla í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Hann leikur þetta bara og fær vítið“

Keflavík og Víkingur gerðu 3-3 jafntefli í Bestu deildinni í knattspyrnu í gær. Fyrsta mark Víkinga kom úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar Danijel Dejan Djuric lét sig falla í teig Keflvíkinga. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Það verður gaman í kvöld, það er öruggt mál“

„Vorum frábærir í dag. Töluðum um það í vikunni að við vildum gefa Eyjunni og fólkinu á Eyjunni sem er búið að berjast fyrir tilveru þessa fallegu Eyju, sigur. Endurspegluðum vonandi þennan tíðaranda,“ sagði sigurreifur Hermann Hreiðarsson eftir 1-0 sigur ÍBV á Fram í Bestu deild karla.

Íslenski boltinn