Besta deild karla

Fréttamynd

„Prímadonnur frá Hlíðarenda“

Adam Pálsson, leikmaður Vals, var léttur að vanda eftir öruggan sigur gegn ÍBV í rokinu í Vestmannaeyjum. Liðin léku í Bestu deild karla og eru á sitthvorum enda töflunnar eftir þrettán umferðir. Valur er í öðru sæti með 29 stig en ÍBV í næst neðsta með tíu stig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við ræddum um starfslokasamning við þá“

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, segir að Keflvíkingar ætli að styrkja hópinn sinn í félagaskiptaglugganum sem opnar á næstu dögum en liðið er strax byrjað að losa sig við leikmenn til að gera pláss fyrir nýja.

Fótbolti
Fréttamynd

Gísli fer til Vals

Valsmenn hafa tryggt sér krafta Skagamannsins Gísla Laxdals Unnarssonar sem mun flytja sig yfir á Hlíðarenda í síðasta lagi við lok yfirstandandi keppnistímabils í haust.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég“

Morten Beck Guldsmed er ánægður með að hafa borið sigur úr býtum í deilu sinni við FH vegna vangreiddra launa. Hann er ósáttur við að málið hafi þurft að enda fyrir dómstólum en segir dóminn mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Morten Beck Guldsmed dæmdur fullnaðarsigur gegn FH

Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í dag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í í máli nr. 3/2023 knattspyrnudeild FH gegn Morten Beck Guldsmed. FH er sektað um 150.000 krónur og sæta félagaskiptabanni í eitt tímabil ef ekki verði gengið frá uppgjöri við Morten Beck innan við 30 daga frá því að dómurinn er kveðinn upp.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Segir FH vilja fram­herja Lyng­by

Greint var frá því í síðasta þætti Þungavigtarinnar að FH vilji fá Petur Knudsen, framherja Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, í sínar raðir. FH leitar nú að arftaka Úlfs Ágústs Björnssonar sem heldur í nám vestanhafs á næstunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Á­nægður með sigurinn en mjög flatur leikur

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ánægður með sigurinn á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld en sá þó mikla þreytu í sínum mönnum. Leiknum lauk með 3-1 sigri Víkinga sem höfðu ekki unnið í tveimur leikjum í röð.

Íslenski boltinn