Besta deild karla

Fréttamynd

Keim­lík mörk er Valur og Fram gerðu jafn­tefli

Valur og Fram gerðu 1-1 jafntefli í eina leiknum sem fór fram í gær, mánudag, í Bestu deilda karla í fótbolta. Mörk leiksins voru vægast sagt keimlík. Bæði voru skoruð af stuttu færi, bæði komu á sama mark eftir fyrirgjöf frá vinstri og bæði voru skoruð undir lok hvors hálfleiks fyrir sig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Sætasti sigur sem ég hef unnið”

Víkingur vann dramatískan 3-2 sigur á KA á Akureyri í dag eftir að hafa lent 2-1 undir í síðari hálfleik. Birnir Snær Ingason skoraði sigurmark leiksins um leið og klukkan sló 90. mínútur og kveðst sjálfur aldrei hafa unnið eins sætan sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Oliver: Yndislegt að gefa til baka

„Þetta var geggjað, fyrsta markið fyrir klúbbinn og merkileg stund fyrir mig,“ sagði Oliver Stefánsson leikmaður ÍA eftir 1-0 sigur á Keflavík í Bestu deildinni í dag. Oliver skoraði eina mark leiksins á 89.mínútu leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR-FH 0-0| Vögguvísa á Meistaravöllum

Það var mikið húllumhæ fyrir leik KR og FH. Ný útgáfa af stuðningsmannalagi KR, Öll sem eitt var frumflutt og var fjölmennt á vellinum.Leikurinn var einn sá allra lokaðasti sem hefur verið spilaður á tímabilinu og var afar lítið um marktækifæri og var markalaust jafntefli niðurstaðan. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við vissum það að það væri erfitt verkefni að koma hérna og fara með þrjú stig héðan“

„Ég er mjög sáttur. Við vissum það að það væri erfitt verkefni að koma hérna og fara með þrjú stig héðan. Það er mjög gott og við erum á góðu skriði. Þeir eru auðvitað ósigraðir síðan að þeir komu hingað í Úlfarsárdal, þennan glæsilega heimavöll, þannig að ég er bara ánægður,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-0 sigur á Fram í kvöld. 

Íslenski boltinn