Stúkan

KR-ingar alveg týndir: „Bara eins og þegar ég er einn heima“
„Þeir eru bara alveg týndir,“ sagði Albert Brynjar Ingason um varnarmenn KR í 4-2 tapinu gegn Stjörnunni í gærkvöld, í Bestu deild karla í fótbolta.

Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur?
Í uppbótatímanum í síðasta þætti af Stúkunni fengu þeir Baldur Sigurðsson og Arnar Grétarsson nokkrar vel valdar spurningar í beinni útsendingu.

Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“
Hinn 19 ára gamli Stígur Diljan Þórðarson náði að heilla sérfræðinga Stúkunnar með frammistöðu sinni í 2-1 sigri Víkinga á ÍA í Bestu deildinni um helgina.

„Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“
Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, hrósaði Rúnari Kristinssyni, þjálfara Fram, í hástert eftir sigur liðsins á KR þegar liðin mættust í Laugardalnum í Bestu deild karla í fótbolta.

Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“
Sérfræðingarnir í Stúkunni á Stöð 2 Sport fengu þrjár spurningar í Uppbótartímanum eftir að hafa krufið til mergjar leikina í sjöttu umferð Bestu deildar karla.

Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“
Þrátt fyrir að Stjarnan hafi unnið Fram um helgina veit Albert Brynjar Ingason enn ekki hvar hann hefur liðið og Jökul Elísabetarson, þjálfara þess.

Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“
Alexander Rafn Pálmason skráði sig á spjöld íslenskrar fótboltasögu þegar hann skoraði í 4-1 sigri KR á ÍBV á laugardaginn. Hann er rétt rúmlega fimmtán ára en sérfræðingar Stúkunnar segja að það sjáist ekki á spilamennsku hans.

Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Eyjamenn ofbuðu Albert Brynjari Ingasyni með slæmum útfærslum á föstum leikatriðum í leiknum gegn Vestramönnum. Hann valdi þær fjórar verstu í Stúkunni.

Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“
Sérfræðingar Stúkunnar fóru ekki mjúkum höndum um stöðuna hjá liði Vals í Bestu deild karla sem getur ekki talist góð eftir 3-0 tap gegn FH um síðustu helgi. Bragurinn á liðinu sé engan veginn nógu góður en er lausnin að skipta um þjálfara?

„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, er afar hrifinn af Eiði Gauta Sæbjörnssyni, framherja KR.

Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Albert Brynjar Ingason, einn af sérfræðingum Stúkunnar, var allt annað en ánægður með hvernig Stjarnan kom inn í leik sinn gegn ÍBV í 3. umferð Bestu deildar karla. Farið var yfir óvænt tap heimamanna í síðasta þætti Stúkunnar.

Gylfi valdið mestum vonbrigðum
Gylfi Þór Sigurðsson er sá leikmaður sem hefur valdið mestum vonbrigðum það sem af er leiktíð í Bestu deild karla samkvæmt sérfræðingum Stúkunnar. Gylfa hefur ekki tekist að setja mark sitt á leik Víkinga þar sem af er móti.

Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu
Þeir Albert Brynjar Ingason og Arnar Grétarsson sammæltust um það í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld að FH-ingar verði í fallbaráttu í sumar. Hafnfirðingar eru í botnsæti Bestu deildar karla og hafa aðeins náð í eitt stig í fyrstu fjórum leikjum liðsins.

Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum
Ríkharð Óskar Guðnason var umsjónarmaður Stúkunnar í gær þegar þriðja umferð Bestu deildar karla var gerð upp.

Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“
Hinn skemmtilegi liður Uppbótartíminn var á sínum stað í síðasta þætti Stúkunnar. Þar fá sérfræðingar þáttarins 60 sekúndur til að svara spurningum sem birtast á skjánum fyrir framan þá. Menn eiga það þó til að fara yfir tíma.

Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR
Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, segir að það hafi verið vandræðalegt fyrir Val að vinna ekki KR í Bestu deild karla á mánudaginn.

Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“
Jóhannes Kristinn Bjarnason tryggði KR jafntefli á móti Val í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi með marki úr umdeildri vítaspyrnu á níundu mínútu í uppbótatíma. Gummi Ben og sérfræðingar hans Stúkunni ræddu þennan dóm.

VAR í Bestu deildina?
Sérfræðingar Stúkunnar á Stöð 2 Sport veltu því fyrir sér hvort taka ætti upp myndbandsdómgæslu í Bestu deild karla.

Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
KR-ingar eru ósáttir við tveggja leikja bannið sem Aron Sigurðarson var úrskurðaður í vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í 1. umferð Bestu deildar karla um síðustu helgi og vinnubrögð aganefndar KSÍ.

Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum
Þrír nýir sérfræðingar verða í Stúkunni í sumar. Þeir eru ekki af verri endanum en þeir hafa allir víðtæka reynslu úr fótboltanum.

„Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“
Stúkan valdi KR-inginn Benoný Breka Andrésson besta unga leikmann Bestu deildar karla í fótbolta í ár og hann ræddi við Guðmund Benediktsson í lokaþættinum á Stöð 2 Sport í gær.

„Leit út fyrir að hann væri að spila fótbolta í fyrsta skipti“
Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, sparaði ekki stóru orðin þegar kom að frammistöðu Elvars Baldvinssonar í tapi Vestra gegn KA á Akureyri.

Telja líklegt að Gylfi hætti: „Held að hann sé bara í fótbolta út af landsliðinu“
Sérfræðingar Stúkunnar eiga allt eins von á því að Gylfi Þór Sigurðsson leggi skóna á hilluna eftir leik Vals og ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla um næstu helgi. Þeir segja að minna hlutverk hans í íslenska landsliðinu hafi mögulega áhrif á ákvörðun hans.

Lætin í Kórnum: Rúnar tók ekki í höndina á Ómari og húfan slegin af honum
Upp úr sauð eftir leik HK og Fram í Bestu deild karla í gær. Rúnar Kristinsson og Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfarar liðanna, áttu í einhverju orðaskaki og leikmaður Fram sló derhúfuna af Ómari.

„Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“
Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins.

Stúkan: Stórkostleg afgreiðsla nema litli fuglinn hafi rétt fyrir sér
„Þetta er hundrað prósent afgreiðsla. Þetta er viljandi,“ sagði Baldur Sigurðsson um magnað mark Andra Rúnars Bjarnasonar fyrir Vestra í sigrinum gegn Fram í Bestu deildinni í fótbolta.

Svona mark sést bara á nokkurra ára fresti: „Algjörlega einstakt“
Í Stúkunni, uppgjörsþætti Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöldi, var glæsimark Emils Atlasonar, framherja Stjörnunnar, fyrir aftan miðju gegn Víkingi Reykjavík tekið fyrir og var Atli Viðar Björnsson, einn af sérfræðingum þáttarins, klár á því að markið væri langbesta mark sumarsins sem og síðustu þriggja til fimm ára í efstu deild.

Mældu tímann í Kórnum: „Mér finnst þetta alveg galið“
Það varð allt vitlaust undir lok leiks HK og Fylkis í Bestu deildinni í fyrrakvöld, þegar HK tókst að jafna metin mínútu eftir uppgefinn uppbótartíma. Markið sendi Fylki niður um deild. Sérfræðingar Stúkunnar voru ekki alveg sammála um réttmæti þess að lengja uppbótartímann.

Telur að Valsmenn nenni ekki að dansa tangóinn hans Túfa til lengdar
Sérfræðingar Stúkunnar voru hneykslaðir á uppleggi Vals í fyrri hálfleik í leiknum gegn Stjörnunni. Þeir efast um að leikmenn liðsins nenni að spila þennan leikstíl.

Stúkan: Óvenju miklar árásir eða viðkvæmari en aðrir
Spjaldagleði dómarans Gunnars Odds Hafliðasonar var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Ítrekað hefur Gunnar Oddur óskað eftir gulu eða rauðu spjaldi, sem fjórði dómari, vegna framkomu manna á varamannabekkjum liðanna í Bestu deild karla í fótbolta.