Lengjudeild karla

Fréttamynd

Sigurvin tekur við Þrótti

Sigurvin Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Þróttar í knattspyrnu. Hann skrifar undr þriggja ára samning við félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigurður Höskuldsson tekur við Þór

Knattspyrnuþjálfarinn Sigurður Höskuldsson hefur verið ráðinn þjálfari Lengjudeildarliðs Þórs frá Akureyri. Félagið greinir frá tíðindunum á heimasíðu sinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Dofri leggur skóna á hilluna

Dofri Snorrason hefur ákveðið að kalla þetta gott og hefur lagt skóna á hilluna eftir þrettán ár í meistaraflokki karla í knattspyrnu. Hann hóf ferilinn með uppeldisfélaginu KR en hefur einnig spilað fyrir Víking, Selfoss og Fjölni á ferli sínum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Mér var vel tekið og fyrir það er ég of­­boðs­­lega þakk­látur“

Davíð Smári Lamu­de, þjálfari fót­bolta­liðs Vestra sem á dögunum tryggði sér sæti í Bestu deild karla í fyrsta sinn í sögu fé­lagsins, segist aldrei hafa órað fyrir því að hann myndi stýra liði á Laugar­dals­velli í jafn stórum og mikil­vægum leik og úr­slita­leikur Vestra og Aftur­eldingar í um­spili Lengju­deildarinnar á dögunum var. Hann er þakk­látur Vest­firðingum fyrir góðar mót­tökur á hans fyrsta tíma­bili sem þjálfari Vestra.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Samúel klökkur eftir af­rek Vestra: „Þetta er bara geggjað fólk“

Samúel Samúels­son, prímu­s­mótorinn á bak við knatt­spyrnu­deild Vestra, var hrærður í við­tali eftir að Vestri hafði tryggt sér sæti í efstu deild í fót­bolta í fyrsta skipti í sögunni með 1-0 sigri á Aftur­eldingu í úr­slita­leik í um­spili Lengju­deildarinnar. Hann þakkar öllu því fólki sem stendur að baki liðinu fyrir sitt fram­lag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Úlfur Arnar: Veit hvað ég þarf að laga fyrir næsta tímabil

Fjölnir er úr leik í úrslitakeppni Lengjudeildar karla eftir jafntefli gegn Vestra sem vann einvígið 2-1 samanlagt. Eftir að hafa byrjað leikinn og lent marki undir í fyrri hálfleik tókst Fjölnismönnum að jafna í byrjun seinni hálfleiks og voru orðnir manni fleiri aðeins fimmtán mínútum síðar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Magnús Már Einarsson: Ég hef aldrei prófað það

Afturelding vann Leikni 3-0 á heimavelli í síðari leik liðanna í umspili um sæti í Bestu Deild Karla á næsta tímabili. Sigurinn í dag var sannfærandi og þýðir það að Mosfellingar mæta Vestra í úrslitaleik á Laugardalsvelli laugardaginn 30. september.

Sport