Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Stelpurnar okkar komust á HM í fyrsta sinn

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik komst í dag í fyrsta skipti á Heimsmeistaramót þegar þær gerðu jafntefli, 24-24, gegn Úkraínu ytra í síðari umspilsleik liðanna, en íslensku stelpurnar unnu fyrri leikinn hér heima með 19 marka mun sem verður að teljast heldur gott veganesti.

Handbolti
Fréttamynd

Glæsilegur sigur á Úkraínu

Ísland vann í gær frábæran nítján marka sigur á Úkraínu í forkeppni HM 2011 í Brasilíu. Liðin mætast aftur um næstu helgi en aðeins stórslys getur komið í veg fyrir að Ísland sé nú á leið á sitt annað stórmót í handbolta í röð.

Handbolti
Fréttamynd

Stelpurnar stórkostlegar

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tók stöllur sínar frá Úkraínu í sextíu mínútna kennslustund í leik liðanna í gærdag. Nítján marka sigur landsliðsins var eitthvað sem var ekki einu sinni til í villtustu draumum þjálfara liðsins Ágústs Jóhannssonar.

Handbolti
Fréttamynd

Ótrúlegur nítján marka sigur á Úkraínu

Ísland er komið með annan fótinn í úrslitakeppni HM í Brasilíu eftir glæsilegan sigur á Úkraínu, 37-18, í fyrri umspilsleik liðanna um sæti í keppninni. Fylgst var með gangi mála hér á Vísi.

Handbolti
Fréttamynd

Hópur Guðmundar klár fyrir leikina við Lettland og Austurríki

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 18 leikmenn til þátttöku í 2 landsleikjum gegn Lettum og Austurríki sem fram fara í undankeppni EM 2012. Eru þetta síðustu leikir riðilsins og þarf íslenska liðið að sigra báða þessa leiki til þess að komast inn á EM í Serbíu.

Handbolti
Fréttamynd

Rakel Dögg: Spiluðum betur í kvöld

Rakel Dögg Bragadóttir átti stórleik fyrir Ísland í tapinu gegn Svíþjóð og eins og alþjóð veit eru hún mikil keppnismanneskja og vildi ekki heyra minnst á að eins marks tap gegn Svíþjóð væru í raun góð úrslit.

Handbolti
Fréttamynd

Ágúst Jóhannsson: Gefur mikið sjálfstraust

Ágúst Jóhannsson var eðlilega svekktur að loknu eins marks ósigrinum gegn Svíþjóð í kvöld, „Ég er hrikalega svekktur, mér fannst við spila frábærlega, sérstaklega varnarlega stærsta hluta leiksins. Það er svekkjandi að ná ekki að leggja silfurlið Svía að velli,“sagði Ágúst.

Handbolti
Fréttamynd

Þórey Rósa: Samheldinn hópur í landsliðinu

Þórey Rósa Stefánsdóttir er nú aftur komin í íslenska landsliðið í handbolta eftir nokkra fjarveru. Reyndar hefur hún ekkert spilað síðan hún byrjaði að spila á meginlandi Evrópu fyrir tæpum tveimur árum síðan.

Handbolti
Fréttamynd

Strákarnir unnu öðru sinni

U-17 landslið karla í handknattleik vann í kvöld sex marka sigur á A-liði kvenna í æfingaleik sem fór fram í íþróttahúsinu í Digranesi í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur Bjarki og Anna Úrsula valin best í handboltanum

Lokahóf Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, fór fram í Gullhömrum í kvöld og fengu þeir sem sköruðu fram úr í vetur verðlaun fyrir góðan árangur. Ólafur Bjarki Ragnarsson úr HK og Valskonan Anna Úrsula Guðmundsdóttir voru valin bestu leikmenn N1-deildanna.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur: Vona að stórveldið sé vaknað

"Það er erfitt að segja frá því í stuttu máli,“ sagði Ólafur Guðmundsson leikmaður FH þegar hann var spurður hvað það var sem gerði það að verkum að liðið varð Íslandsmeistari.

Handbolti
Fréttamynd

Stelpurnar unnu Pólland í fyrsta sinn

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta byrjar vel undir stjórn Ágústar Þórs Jóhannssonar en liðið vann 24-22 sigur á Póllandi í dag í æfingaleik í Tyrklandi eftir að hafa unnið heimastúlkur í gær. Íslenska liðið var 12-11 yfir í hálfleik.

Handbolti
Fréttamynd

Ágúst farinn með stelpurnar til Tyrklands

Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, stýrir landsliðinu í fyrsta sinn um páskana en hann er nýtekinn við liðinu af Júlíusi Jónassyni. Stelpurnar eru í æfingabúðum í Tyrklandi og munu spila þrjá leiki við Pólland og Tyrkland í ferðinni.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur: Fagnað í kvöld

„Skipulagið var að vinna leikinn, við unnum leikinn og gott betur en það," sagði Ólafur Andrés Guðmundsson, leikmaður FH, eftir 32-21 sigur gegn Frömurum í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Magnús: Mikil vonbrigði

"Þetta eru vægast sagt mikil vonbrigði, við ætluðum okkur að gera miklu betur og ég væri til í að vita hvað gerðist hjá okkur í hálfleik," sagði Magnús Gunnar Erlendsson, markvörður Framara eftir 32-21 tap gegn FH.

Handbolti