Leiknir Reykjavík

Geir framkvæmdastjóri Leiknis
Íþróttafélagið Leiknir hefur svo sannarlega fengið reynslumikinn mann í starf framkvæmdastjóra félagsins því Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri KSÍ til fjölda ára, tekur við starfinu í mars.

Óvæntur sigur í Breiðholtinu og sex marka jafntefli á Nesinu
Tveir leikir fóru fram í A-deild Lengjubikarsins í kvöld þar sem Leiknir vann óvæntan 2-0 sigur gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í riðli 2 og Grótta og Stjarnan gerðu 3-3 jafntefli í riðli 3.

Foreldrar æfir yfir hækkunum en íþróttafélögin segjast þurfa meira til
Fjöldi foreldra hefur kvartað yfir miklum hækkunum á æfingagjöldum íþróttafélaga Reykjavíkur, þá sérstaklega í kjölfar hækkunar á frístundastyrk borgarinnar. Þjálfarar og forsvarsmenn íþróttafélaga segja æfingagjöldin enn of lág og það þurfi að hækka þau meira ef þau eigi ein og sér að dekka kostnað starfsins.

Flúði land í farbanni vegna nauðgunardóms
Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Ramiro Escobar Diaz, sem hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir nauðgun fór af landi brott í desember síðastliðnum. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður í farbann í september síðastliðnum og bíða afplánunar í fangelsi á Íslandi.

FH nælir í varnarmann úr Breiðholti
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson er genginn í raðir FH frá Leikni R. og mun því halda áfram að spila í Bestu deildinni í fótbolta á komandi leiktíð.

Fjölnir vann óvæntan sigur á Val | Fram fór létt með Leikni
Tveir leikir fóru fram í Reykjavíkurmóti karla í knattspyrnu í kvöld. Fjölnir vann einkar óvæntan sigur á Val að Hlíðarenda á meðan Fram vann öruggan sigur á Leikni Reykjavík.

Óþolandi ástand vegna loftmengunar
Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum.

Áramótabomba í Breiðholtinu
Gambíski framherjinn Omar Sowe er genginn í raðir Lengjudeildarliðs Leiknis R. Hann kemur frá Íslandsmeisturum Breiðabliks.

Tryllt stemning þegar liðið komst í úrslitin
Seinni undanúrslitaviðureignin í Kviss fór fram á laugardagskvöldið. Þar mættust Afturelding og Leiknir.

Vigfús Arnar tekur við Leikni
Leiknir hefur ráðið Vigfús Arnar Jósepsson sem nýjan þjálfara liðsins en hann tekur við starfinu af Sigurði Heiðari Höskuldssyni sem lét af störfum fyrir skömmu. Samningur Vigfúsar er til tveggja ára.

Pabbi fékk nóg og hótaði Brynjari: „Stelpan er grátandi hérna út af þér“
Æstur faðir leikmanns truflaði leik í 1. deild kvenna í körfubolta í Þorlákshöfn á dögunum þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af samskiptum þjálfara í garð dóttur sinnar.

Giskaði á rétt svar og kom liðinu áfram í undanúrslitin
Í spurningaþættinum Kviss á laugardagskvöldið á Stöð 2 mættust Leiknir og Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum.

Segir stoðirnar sterkar hjá Val en að hrista þurfi upp í hlutunum
Sigurður Höskuldsson tók við sem aðstoðarþjálfari Vals í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir að hafa verið verið stjórnvölinn hjá Leikni síðustu ár. Hann segir erfitt að yfirgefa Leiknisliðið en er spenntur fyrir komandi tímum hjá Val.

Valur tilkynnir um komu Sigurðar
Sigurður Heiðar Höskuldsson var í dag formlega kynntur til leiks sem aðstoðarþjálfari Vals í fótbolta en hann kemur til félagsins eftir að hafa síðast þjálfað Leikni.

Umfjöllun: ÍBV - Leiknir 1-0 | Arnar Breki kláraði fallna Breiðhyltinga
Leiknir sótti ÍBV heim í síðasta leik sínum í Bestu deild karla í bili. Leikurinn skipti litlu máli fyrir bæði lið en svo fór að Eyjamenn unnu eins marks sigur en sigurmarkið kom undir lok leiks.

Sjáðu mörkin sem felldu Leikni, héldu veikri von ÍA á lífi og þrennu Dags á Hlíðarenda
Besta-deild karla bauð upp á sannkallaða markasúpu í gær þar sem hvorki fleiri né færri en tuttugu mörk voru skoruð í þremur leikjum.

Adam Ægir Pálsson: Ég vissi alltaf hvað ég gæti og nú er Siggi Raggi búinn að gefa mér fullt traust
Adam Ægir Pálsson, sóknarmaður Keflavíkur, var stoltur og ánægður í leikslok eftir góðan 7-1 sigur liðsins gegn Leikni í leik sem fram fór í Árbænum í dag. Adam Ægir gerði tvö mörk og lagði upp eitt en var ansi nálægt því að skora þrennu sem hann hefði viljað.

Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - Keflavík 1-7 | Leiknir fallinn eftir slæman skell
Leiknismenn eru fallnir úr Bestu deild karla í fótbolta eftir 7-1 tap liðsins gegn Keflavík í næstsíðustu umferð deildarinnar á Würth-vellinum í dag.

Síðasti heimaleikur Leiknis ekki spilaður í Breiðholti
Leiknismenn hafa fært síðasta heimaleikinn sinn í Bestu deild karla í sumar en þetta verður líklega síðasti heimaleikur liðsins í efstu deild í einhvern tíma.

„Brekka fyrir okkur“
Leiknir og ÍA gerðu 2-2 jafntefli í botnslag Bestu deildar karla í dag. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var ósáttur með niðurstöðuna.

Umfjöllun: Leiknir R.-ÍA 2-2 | Jafntefli í Breiðholti
Leiknir og ÍA gerðu 2-2 jafntefli í sannkölluðum botnslag í Bestu-deildinni í dag.

„Fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik“
Brynjar Hlöðversson, miðvörður Leiknis Reykjavíkur, var ekki ánægður með byrjun sinna manna er Leiknir heimsótti FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta. Brynjari fannst sitt lið ekki mæta nógu ákveðnir til leiks en FH fór með 4-2 sigur af hólmi eftir að komast í 2-0 í fyrri hálfleik.

Umfjöllun og viðtöl FH-Leiknir R. 4-2 | Matthías hetja FH sem er komið upp úr fallsæti á kostnað Leiknis
FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar.

„Ekki skynjað mikið havarí“
Sigurvin Ólafsson, starfandi þjálfari FH, segist ekki halda að atburðir síðustu daga og brotthvarf Eiðs Smára Guðjohnsen hafi mikil áhrif á leikmenn Fimleikafélagsins. FH mætir Leiknir í afar mikilvægum botnslag í dag.

„Miklu stærri leikur fyrir FH heldur en bikarúrslitaleikurinn“
Stórleikur dagsins er fallbaráttuslagur FH og Leiknis í Kaplakrika. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna slæms veðurs. Mikilvægi leiksins fyrir heimamenn í FH er í hæstu hæðum samkvæmt sérfræðingi Stúkunnar.

FH vill að Hafnarfjarðarbær loki vinnustöðum og skólum snemma í dag
Leikur FH og Leiknir fer fram á vinnu- og skólatíma í dag eftir að seinka þurfti leiknum um einn dag vegna veðurs. Þetta er leikur sem gæti ráðið örlögum liðanna í Bestu deildinni og FH-ingar vilja passa upp á það að fá sína stuðningsmenn á völlinn þótt að leikurinn fari fram á þessum óvanalega tíma.

Hneyksluð á tilkynningu Sigurðar: „Mér finnst þetta alveg galið“
Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Stúkunni voru vægast sagt ekki hrifin af þeirri ákvörðun að Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis, skyldi í gær tilkynna sínum leikmönnum að hann myndi hætta sem þjálfari þeirra eftir tímabilið.

Sigurður Höskuldsson hættir hjá Leikni eftir tímabilið
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, mun segja skilið við liðið eftir yfirstandandi leiktímabil. Þetta fullyrðir Guðmundur Benediktsson á Twitter.

Sjáðu sjálfsmark KR, dönsku skærin og vonbrigði ÍA: „Þú stendur ofan í þessu“
Fyrsta úrslitakeppnin í sögu efstu deildar karla í fótbolta fór af stað í gær með einum leik í efri hluta og tveimur í neðri hluta. Ellefu mörk voru skoruð og rauða spjaldið fór tvisvar á loft, eins og sjá má í myndböndum hér á Vísi.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Leiknir 3-2| Danmerkur drengirnir á skotskónum í kvöld
Það voru sannkallaðir danskir dagar er Fram tók á móti Leikni í fyrsta leik í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Nánast öll mörk leiksins komu frá dönskum leikmönnum. Leiknir skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins tvær mínútur en náðu Framarar að jafna stuttu seinna. Þrjú mörk voru skoruð í seinni hálfleiknum og endaði leikurinn 3-2 fyrir Fram.