Ástin á götunni

KR deildarmeistari
KR tryggði sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild kvenna í fótbolta í dag með 2-1 sigri á Þrótti á Valbjarnarvelli í úrslitaleik úrslitakeppni 1. deildar.

Deildarmeistaratitillinn blasir við Leikni
ÍA og Leiknir Reykjavík sem tryggðu sér sæti í Pepsí deild karla í fótbolta fyrir rúmri viku síðan töpuðu bæði stigum í leikjum sínum í 1. deild karla í fótbolta í dag.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 3-0 | Auðvelt en ekki fallegt á Laugardalsvelli
Ísland vann afar þægilegan sigur á Ísrael í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en sigurinn var síst of stór.

Tómas Ingi: Vildi fá Portúgal
Aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins óhræddur við firnasterkt lið Dana.

Drengirnir mæta Dönum í umspilinu
U21 árs landsliðið spilar seinni leikinn á heimavelli.

Þóra hættir með landsliðinu eftir leikinn gegn Serbíu
Ætlar líklega að hætta í knattspyrnu eftir að tímabilinu lýkur.

Rafræn leikskrá fyrir leikina gegn Ísrael og Serbíu
Stelpurnar okkar taka á móti Ísrael í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni HM 2015.

Eiður Smári verður ekki leikmaður FCK
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu frá upphafi, mun ekki ganga til liðs við danska úrvalsdeildarliðið FC København

Gleði á Twitter eftir sigurinn á Tyrkjum
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins og strákarnir sjálfir fögnuðu góðum sigri á Twitter eftir leikinn í kvöld. Hér má sjá nokkur þeirra.

Heimir: Frekar þægilegt, þó það sé fáránlegt að segja það
Landsliðsþjálfarinn var sigurreifur eftir frækna frammistöðu strákanna okkar í fyrsta leik undankeppni EM 2016.

Eiður Smári lagði upp tvö í æfingarleik | Myndband
Eiður Smári Guðjohnsen lagði upp tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja í 4-2 sigri varaliðs FCK á Nordsjælland í dag en Eiður er þessa dagana á reynslu hjá FC Kaupmannahöfn.

Ákvörðunin að fara til Verona algjör Guðsgjöf
Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í fótbolta, er klár í slaginn fyrir nýja undankeppni. Hann grætur ekki tapið gegn Króatíu síðasta vetur heldur lítur á gengi liðsins sem jákvæðan hlut sem hann nýtir sér.

Eyjólfur: A-landsliðið vantaði framherja
Jón Daði Böðvarsson verður ekki með U21 árs landsliðinu sem þarf að minnsta kosti stig gegn sterku liði Frakka ytra í dag.

Ragnar: Líta allir rosalega stórt á sig
Ragnar Sigurðsson segir velgengni í síðustu keppni ekki hafa neitt að segja í samkeppni um stöður.

Birkir: Það bera allir virðingu fyrir okkur
Miðjumaðurinn í hörku formi og klár í slaginn gegn Tyrkjum á þriðjudagskvöldið.

Lars: Þetta snýst allt um smáatriðin
Landsliðsþjálfaranum líst vel á undirbúninginn fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2016.

Jóhann Berg tæpur fyrir leikinn gegn Tyrkjum
Landsliðsmaðurinn meiddist í nára og æfði ekki með strákunum í dag.

FH-ingur með stærsta vinning í sögu Íslenskra Getrauna
Það var FH-ingur sem var með alla leikina 13 rétta á getraunaseðli gærdagsins í enska boltanum, en potturinn var sá stærsti síðan Íslenskra Getraunir voru stofnaðar 1969.

Gylfi: Setjum pressuna á okkur sjálfir
Gylfi Sigurðsson, miðjumaður Íslands og Swansea í ensku úrvalsdeildinni, segir að íslenska landsliðið sé vel undirbúið fyrir leikinn gegn Tyrklandi á þriðjudag. Gylfi reiknar með hörkuleik.

Kolbeinn: Býst við að geta spilað
Kolbeinn Sigþórsson verður að öllum líkindum klár í slaginn þegar Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins 2016, en Kolbeinn hefur glímt við meiðsli.

Markalaust í Víkinni
HK/Víkingur og KR gerðu markalaust jafntefli í fyrri umspilsleiknum um laust sæti í Pepsi-deild kvenna að ári.

Jóhann Berg: Teljum okkur vera með betra lið en þeir
Jóhann Berg Guðmundsson, vængmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir íslenska liðið stefna á sigur á þriðjudaginn gegn Tyrkjum. Leikurinn er fyrsti leikur í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Frakklandi 2016.

1. deild kvenna: Þróttur vann Fjölni
Þróttur vann Fjölni í fyrri umspilsleik kvenna um laust sæti í Pepsi-deild kvenna á næsta tímabili, 2-1.

1. deild karla: BÍ/Bolungarvík spilar í fyrstu deild að ári
BÍ/Bolungarvík hefur tryggt sæti sitt í fyrstu deild að ári, en þeir tryggðu það með jafntefli gegn Víkingi úr Ólafsvík í dag. Tveir aðrir leikir voru í fyrstu deild karla.

Hannes: Fyrsta deildin í Noregi ekki álitlegur kostur
Hannes er spenntur fyrir leiknum gegn Tyrkjum á þriðjudag og segir Ísland ekki vera með mikið slakara lið.

Viðar Örn: Held ég hafi getuna til að spila í stærri deild
Viðar Örn Kjartansson, framherji Vålerenga og íslenska landsliðsins, er spenntur fyrir leiknum gegn Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins á þriðjudag. Viðar segir Tyrki vera með hörkulið.

Var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið
Aron Einar vann aftur sætið sitt í byrjunarliði Cardiff á dögunum og hann segist vera sáttur á meðan hann fær að spila.

Sigurður Egill kallaður inn í U21 árs landsliðið
Sigurður Egill Lárusson var kallaður inn í U21-árs landslið Íslands í dag fyrir leikinn gegn Frakklandi á mánudaginn en hann tekur sæti Jón Daða Böðvarssonar sem verður með A-landsliðinu í leiknum gegn Tyrklandi.

Mesta byltingin frá stofnun Meistaradeildarinnar
Nýir þættir um undankeppni EM 2016 á Stöð 2 Sport þar sem fjallað verður um nýju fótboltavikuna.

Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum
Landsliðsþjálfarinn telur Ísland, Tyrkland og Tékkland frekar jöfn að getu.